Fréttablaðið - 03.02.2018, Page 96

Fréttablaðið - 03.02.2018, Page 96
Friðbjörg bætir við að í raun vanti upp á það að fræðimenn geti miðlað þessum skrifum betur til almennings. „Ég held að kerfið þyrfti að vera meira hvetjandi gagnvart skrifum fyrir almenning. Oft eru þetta ákveðnar grunnrannsóknir og eitthvað sem varðar okkur öll sem er svo mikilvægt að við almenningur fáum að fylgjast með. Efni sem er búið að greina og vinna vel en það þarf að ná betur til almennings í landinu.“ Friðbjörg leggur áherslu á að sam- bandið á milli háskólans og sam- félagsins þyrfti að vera mun virkara. „Segjum bara að lestri sé ábótavant, svo dæmi sé tekið, en þá getur vel verið að það sé skrifað meira um það í erlendu samhengi en jafnvel til almennings. Þá vantar okkur ákveðnar línur eða ramma um það hvað á að ræða um og af hverju. Háskólinn á að styðja við almenna umræðu í landinu og þá sérstaklega gagnrýna umræðu, ekki endilega niðurrífandi, heldur gagnrýna, þar sem er verið að rökræða. Lýðræðið þarf alltaf á nýjum bókum og rökum að halda.“ En finnið þið hjá Hagþenki fyrir því að þessar tilnefningar og verð- laun hjálpi þessum ritum sem þó koma út til þess að ná til almenn- ings? „Já, ég held að það geri það. Athyglin er alltaf að aukast jafnt og þétt og svo er verðlaunaféð líka það veglegt, ein milljón og tvö hundruð og fimmtíu þúsund, ívið hærra en Íslensku bókmenntaverðlaunin,“ segir Friðbjörg kankvís. „En mér finnst að eftir að við fórum að til- nefna tíu bækur á lista þá hafi það gert meira fyrir fleiri. Þetta vekur athygli á þessum bókum af því að sumar þessara bóka eru alla jafna ekki mikið í umræðunni þó svo aðrar séu það vissulega. Það er heil- mikill heiður fólginn í þessu og þetta spyrst víða.“ Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna en félagið sækir nafn sitt til rits sem Jón Ólafsson frá Grunnavík skrifaði 1737. Það fjallar um „almennt stand á Íslandi“, lær- dóm og bókiðnir. Eftir þessu hand- riti, sem gefið var út 1996, nefna höfundar fræðirita og kennslugagna félag sitt. Allt frá 1987 hefur félagið veitt höfundum viðurkenningar fyrir efni er hefur þótt skara fram úr og síðast- liðin tíu ár hafa 10 bækur verið til- nefndar rétt eins og núna og mikið er lagt upp úr fjölbreytni, segir Frið- björg Ingimarsdóttir, framkvæmda- stýra Hagþenkis. „Við viljum að þessi listi endurspegli ólík fræðirit og kennslugögn og að auki er hann hugsaður meira fyrir almenning en háskólasamfélagið eins og skipu- lagsskrá verðlaunanna kveður á um, en það er sérstakt viðurkenningar- ráð skipað fimm félagsmönnum sem alfarið velur á listann, eftir að hafa hist vikulega í tvo mánuði og borið saman bækur, þannig að við – Hagþenkir – leitumst við að miðla ákveðnum bókum sem viðurkenn- ingarráðið metur að séu framúr- skarandi fyrir almenning.“ Aðspurð hvort það sé nægur hvati til staðar í fræðasamfélaginu til þess að skrifa fyrir almenning segir Frið- björg að svo sé því miður ekki og oft Þurfum alltaf á nýjum bókum og rökum að halda Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis fyrir fræðirit eða námsgögn voru kynntar í vikunni. Friðbjörg Ingimarsdóttir framkvæmdastýra segir markmiðið að fræðin nái betur til almennings. Friðbjörg Ingimarsdóttir framkvæmdastýra segir Hagþenki hvetja fræðasamfélagið til þess að miðla fræðslu til almennings. FréttablaðIð/SteFán Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis Inngangur að skipulagsrétti – lagarammi og réttarframkvæmd Höf. Aðalheiður Jóhannsdóttir. Útg. Háskólaútgáfan. Heildstætt rit um flókinn heim skipulagsréttar. Handbók sem gagnast bæði lærðum og leikum. Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun Höf. Ásdís Jóelsdóttir. Útg. Háskólaútgáfan. Margþætt rannsókn í textílfræði sem lýsir samspili handverks, hönnunar og sögu prjónaiðnaðar í fallegri útgáfu. Saga borgarness I og II. – byggðin við brákarpoll og bærinn við brúna Höf. Egill Ólafsson og Heiðar Lind Hansson. Útg. Borgarbyggð og Opna. Áhugaverð saga sem á sér skýran samhljóm í þróun Íslandsbyggðar almennt, studd ríkulegu og fjöl- breyttu myndefni. borgin – heimkynni okkar Höf. Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttir. Útg. Mál og menning. Fróðleg hugvekja og framlag til þjóðfélagsumræðu um skipulag, lífshætti og umhverfismál í borgar- samfélagi. Jarðhiti og jarðarauðlindir Höf. Stefán Arnórsson. Útg. Hið íslenska bókmenntafélag. Einstaklega ítarlegt rit um auð- lindir í jörðu og brýn áminning um að huga að sjálfbærni við nýtingu náttúruauðæfa. Ójöfnuður á Íslandi – skipting tekna og eigna í fjölþjóðlegu sam- hengi Höf. Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson. Útg. Háskólaútgáfan. Skýr og aðgengileg greining á þróun eigna og tekna á Íslandi og misskiptingu auðs í alþjóðlegum samanburði. leitin að klaustrunum – klaustur- hald á Íslandi í fimm aldir Höf. Steinunn Kristjánsdóttir. Útg. Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands. Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frá- sagnarstíll höfundar gefur verkinu aukið gildi. Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk Höf. Unnur Jökulsdóttir. Útg. Mál og menning. Óvenju hrífandi frásagnir af rann- sóknum við Mývatn og sambandi manns og náttúru. Frelsi, menning, framför – um bréf og greinar Jóns Halldórs- sonar Höf. Úlfar Bragason. Útg. Háskólaútgáfan. Næm lýsing á sjálfsmynd, vænt- ingum og viðhorfum vesturfara við aðlögun þeirra að samfélagi og menningu Norður-Ameríku. Sjálfstætt fólk – vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld Höf. Vilhelm Vilhelmsson. Útg. Sögufélag. Aðgengilegt og vel skrifað rit sem sýnir hvernig vinnufólk fyrri tíma gat haft áhrif á bága stöðu sína með hversdagslegu andófi og óhlýðni. kostnaður fyrir höfundana. „Nei, og að auki þá held ég að það hafi dregið úr þessari hvatningu vegna þess að háskólakennararnir virðast fá fleiri stig fyrir að skrifa fræðigreinar í fræðirit, oftast á ensku, tilvitnanir skipta mestu máli og því velja þeir að fara þá leið. Ég veit til dæmis til þess að það hafi verið skrifuð mögn- uð bók um búsáhaldabyltinguna en hún er til sem fræðirit á ensku og þá einmitt skrifuð inn í alþjóð- legu fræðiumræðuna fremur en til almennings.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r48 m e n n i n G ∙ f r É T T a b L a ð i ð menning 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E E 4 -8 D C 8 1 E E 4 -8 C 8 C 1 E E 4 -8 B 5 0 1 E E 4 -8 A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.