Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Ifor Williams vélavagn 3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m Verð 685.484 kr. +/vsk skipulagi Reykjavíkur sé svæðið skilgreint sem opið svæði og gert sé ráð fyrir að hin fyrirhugaða Sundabraut muni liggja um Álfs- nes/Gunnunes í framtíðinni. Sem kunnugt er hefur Sundabrautin verið á teikniborðinu í áratugi en ekkert orðið af framkvæmdum. Brautin á að liggja frá Reykjavík yfir Sundin og upp á Kjalarnes. Þá kemur fram í skýrslunni að Faxaflóahafnir meti það svo að vænlegasta svæðið fyrir nýja iðn- aðarhöfn innan Reykjavíkur sé vestast á Álfsnesi við sunnanverðan Kollafjörð. Umrætt svæði var í að- alskipulaginu 2001-2024 ætlað und- ir blandaða byggð eftir 2024. Breyttar forsendur um þéttingu byggðar og forgangsröðun íbúða- svæða hafi hins vegar gert það að verkum að ekki sé aðkallandi að skipuleggja Álfsnesið undir íbúða- byggð eða blandaða byggð næstu áratugina. Ekki þekkt fyrir veðursæld „Álfsnesið vestan- og norðanvert er að stærstum hluta hrjóstrugt land og ekki þekkt fyrir veður- sæld,“ segir í skýrslunni. Sá hluti Álfsnessins sé því ekki talinn ákjós- anlegur fyrir íbúðabyggð. Í aðalskipulaginu er vestasti hluti Álfsness skilgreindur sem hafnar- og iðnaðarsvæði. Stærð svæðisins er 20 hektarar. Á svæð- inu er gert ráð fyrir lóðum undir hafnsækna athafna- og iðnaðar- starfsemi sem er landfrek og af er mengunarhætta. Gert er ráð fyrir lítilli höfn við Kollafjörð vestast á svæðinu með landfyllingu og varn- argörðum. Vegna nálægðar við byggð í Reykjavík, á Kjalarnesi og Mosfellsbæ er lagt til að iðnaðar- svæðið verði eftir því sem kostur er fellt inn í náttúrulegt landslag „til að draga úr ásýndaráhrifum.“ Áls- nesið er að hluta til raskað nú þeg- ar. Þar er Sorpa með umfangs- mikla urðun og áformað er að reisa gas- og jarðgerðarstöð á svæði Sorpu. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að æskilegt sé að skoða Gunnu- nesið vestanvert sem athafnasvæði Björgunar ehf. til framtíðar. Strandlínan vestanverð sé að nær öllu leyti óröskuð. Æskilegt sé að hafa svæðið sem næst athafnasvæði Sorpu. Þannig verði komist hjá sem mestu umhverfisraski og ásýndar- áhrifin verði einnig sem minnst. En það eru fleiri fyrirtæki en Björgun sem hafa áhuga á að flytja í Gunnunes. Hringrás ehf., sem hefur verið með starfsemi sína í Klettagörðum í Sundahöfn, skrifaði borginni bréf í sumar og óskaði eft- ir að fá til umráða svæði á Gunnu- nesi. Skrifstofa eigna og atvinnu- þróunar borgarinnar hefur óskað er því eftir að umhverfis- og skipu- lagsráð gefi álit sitt á því hvort til greina komi að Hringrás hf. fái til umráða athafnasvæði á Gunnunesi við Álfsnes. „Ráðgjafarfyrirtækið ALTA vinnur nú forathugun á því hvort staðsetning Björgunar ehf. á Gunnunesi sé ákjósanleg, með tilliti til umhverfis og annarra þátta sem skipta máli. Rétt þykir að skoðað sé samhliða hvort til álita komi að Hringrás hf. flytji starfsemi sína á sama svæði. Núverandi lóð Hringrásar í Klettagörðum er rúmlega 13.500 m2 að stærð, gert er ráð fyrir að þörf sé á um 15.000-20.000 m2 lóð á Gunnunesi,“ segir í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Hringrás safnar saman brota- málmi til endurvinnslu og útflutn- ings. Einnig tekur fyrirtækið á móti rafgeymum og spilliefni, ónýt- um hjólbörðum og ónýtum raftækj- um. Slík starfsemi þykir ekki heppi- leg í Sundahöfn enda hafa orðið ítrekaðir eldsvoðar á svæðinu. Hafnar eru viðræður fyrirtækisins og Faxaflóahafna um að starfsemin flytji annað. Hringrás þarf að hafa aðgang að höfn svo útflutningur á brotamálmi sé mögulegur. Fleiri fyrirtæki á nesið? Loks er þess að geta að fleiri fyr- irtæki í Ártúnshöfða þurfa að víkja fyrir íbúðabyggð á næstu árum og þurfa því að flytja starfsemi sína. Um er að ræða steypustöðvar BM Vallár og Steypustöðvarinnar, mal- bikunarstöðina Höfða, Pípugerðina og fleiri fyrirtæki. Ekki er ósenni- legt að horft verði til Gunnuness þegar framtíðarastaðsetning verð- ur ákveðin. Á þetta sérstaklega við um malbikunarstöðina sem þarf að vera nálægt höfn. Bikið, sem stöðin notar, kemur til landsins með sér- útbúnum skipum. Morgunblaðið/RAX Gunnunes Útsýnið út Sundin að Esjunni frá byggðunum í Grafarvogi er afar fagurt. Ekki liggur fyrir hvort fyrirhuguð starfsemi á vestanverðu Gunnunesi muni sjást frá Grafarvogi og Mosfellsbæ. Er Gunnunesið heppilegt?  Nú er til skoðunar að Björgun ehf. flytji starfsemi sína í Gunnunes á Álfsnesi  Hringrás ehf. vill einnig flytja þangað  Mosfellsbær vill samráð  Grafarvogsbúar hafa áhyggjur af sjónmengun Staðsetning Rauði krossinn sýnir þann stað sem helst er horft til sem fram- tíðarstaðsetningar fyrir Björgun. Sundabraut mun liggja um Gunnunes. Gufunes Geldinganes Álfsnes Gunnunes Leirutangi Þerney ✖ Sorpa Staðahverfi Leirvogur Faxaflói REYKJAVÍK MOSFELLSBÆR Álfsnes og GunnunesFRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Björgunar ehf. um að fyrirtækið flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes á sunnanverðu Álfsnesi hefur vakið talsverð viðbrögð eins og við mátti búast. Í fréttum RÚV lýsti bæjarstjóri Mosfellsbæjar yfir óánægju með að borgin hefði ekki haft samráð um málið. Borgin hefur orðið við ósk bæjarstjórans og átt fund um málið með fulltrúum Mosfellsbæjar. Þá hafa íbúar í Grafarvogi, þ.e. Borga-, Víkur- og Staðahverfum Reykjavíkur áhyggjur af því að sjónmengun kunni að verða af þessari starfsemi og annar skyldri sem kann að verða flutt á svæðið. Útsýnið er ægifagurt Útsýni frá þessum hverfum yfir Sundin er glæsilegt, eitthvað sem enginn íbúi í hverfunum vill missa. Eins og komið hefur fram í frétt- um gerðu Reykjavíkurborg og Björgun ehf. samkomulag um að fyrirtækið hyrfi með starfsemi sína úr Ártúnshöfða eigi síðar en í maí 2019. Á svæði Björgunar mun í framtíðinni rísa nýr áfangi Bryggjuhverfisins. Í júní 2016 ritaði Björgun Reykjavíkurborg bréf og kannaði möguleika á því að fyrirtækið feng- ið lóð undir starfsemi sína í Álfs- nesi. Í lok október sama ár var tilbúin skýrsla um málið frá skipu- lagsfulltrúa borgarinnar og skrif- stofu umhverfisgæða. Þar kemur fram að í aðal- Fram kemur í skýrslunni að Gunnu- nesið sé stórgrýtt en þar sé allvel gróið mólendi ríkjandi. Dæmigerð- ar íslenskar mólendistegundir eru meðal háplantna, svo sem túnving- ull, krækilyng, holtasóley og grá- víðir. Fjölbreytni mosa- og fléttu- tegunda er allveruleg. Sunnan- og vestanvert Álfsnes, þar með talið Gunnunes, er mikil- vægt svæði fugla. Nokkurt æðar- varp er á Gunnunesi og þar verpa vaðfuglar í móa, mýrum og við ströndina. Mávategundir hafa einn- ig verpt þar þó það hafi sennilega dregist mjög saman síðustu áratug- ina. Mikið af mávi heldur til á svæð- inu enda sækja þeir fæðu í sorp- haugana. Leiruvogur fyrir sunnan Álfsnes er mjög mikilvægur viðkomustaður fyrir farfugla, einkum vaðfugla, á vorin og haustin. Þar er mikið fuglalíf allan ársins hring. Athugun á fuglalífi á athafna- svæði Sorpu sem gerð var árið 2003 leiddi í ljós að þéttleiki mófugla- varps var töluverður, einkum hrossagauks, heiðlóu og þúfutitt- lings. Um 138 varppör fundust á ferkílómetra á athugunarsvæðinu. „Má ætla að þéttleiki varps á Gunnunesi sé ekki minni,“ segir í skýrslunni. Mikið fuglalíf er við tjörnina sunnan við bæinn Álfsnes og tölu- vert varp grágæsa og æðarfugls. Stökkönd og urtönd verpa þar einnig og fleiri andategundir heim- sækja svæðið. Margar mávateg- undir halda sig við tjörnina og einn- ig kríur á sumrin. Þá eru vaðfuglar áberandi við tjörnina. Fýlar verpa í klettum á norð-vestanverðu Álfs- nesi og teistuvarp fyrirfinnst einnig á svæðinu en í minna mæli. sisi@mbl.is Mikilvægt svæði fugla  Nesið er stórgrýtt en allvel gróið mólendi ríkjandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fuglavarp Nokkurt æðarvarp er á Gunnunesi. Fleiri tegundir verpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.