Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandarískur sérfræðingur í eldflaugavörnum, Michael Elleman, telur að Norður-Kóreumenn hafi orðið sér úti um eldflaugahreyfla frá Úkraínu og/eða Rússlandi og það sé helsta skýringin á því hversu hratt eldflaugatækni þeirra hefur fleygt fram á síðustu tveimur ár- um. Margir vopnasérfræðingar telja að eld- flaugaskot Norður-Kóreumanna á síðustu misserum bendi til þess að þeir hafi orðið sér úti um öflugri hreyfla en þeir notuðu áður. Fram hafa komið nokkrar kenningar um hvað- an þeir fengu nýju hreyflana. Joshua H. Pol- lack, sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu, telur t.a.m. að Norður-Kóreumenn hafi þróað hreyflana sjálfir og notast við eldflaugatækni sem þeir fengu frá Sovétríkjunum áður en þau leystust upp. Ennfremur er talið hugsanlegt að Norður- Kóreumenn hafi notið aðstoðar Kínverja sem hafa verið helstu bandamenn og viðskiptaþjóð þeirra. Bandarískir fjölmiðlar segja að 48 ára kínverskur kaupsýslumaður, Chi Yupeng, hafi nýlega verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir smygl á vörum að andvirði 700 milljóna dollara (jafnvirði 74 milljarða króna) til Norður- Kóreu. Hann er m.a. sagður hafa staðið fyrir smygli á farsímum og ýmsum lúxusvarningi en einnig hátæknibúnaði sem hægt er að nota til að framleiða eldflaugar og kjarnavopn. Norður-Kóreumenn greiddu fyrir varninginn með útflutningi á kolum til Kína, að sögn bandaríska dagblaðsins Chicago Tribune. Blaðið segir að mál Chi sýni að það hafi verið auðvelt fyrir kínversk fyrirtæki að sneiða hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu og viðskipti þeirra við ein- ræðisstjórnina í Pjongjan hafi verið mikil- vægur þáttur í vopnaframleiðslu hennar. Frá Rússlandi eða Úkraínu? Michael Elleman segir í grein á vef hugveit- unnar IISS að upplýsingar, sem fram hafi komið um síðustu eldflaugaskot Norður-- Kóreumanna, bendi til þess að þeir hafi orðið sér úti um öfluga hreyfla á síðustu tveimur ár- um. Erfitt sé að segja til um með vissu hvaðan þeir fengu hreyflana. Hann telur þó mjög ólík- legt að Norður-Kóreumenn hafi getað þróað slíka hreyfla frá grunni án erlendrar aðstoðar. mash sem er í eigu ríkisins. Fyrirtækið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum á síðustu ár- um og ekki staðið skil á launum. The New York Times hefur eftir Elleman að hann telji líklegast að eldflaugahreyflar Norður- Kóreumanna komi frá verksmiðju Yuzhmash í Dnípró og hafi verið keyptir á svörtum mark- aði. „Spurningin er hversu marga hreyfla þeir eiga og hvort Úkraínumenn séu að hjálpa þeim núna. Ég hef miklar áhyggjur af þessu.“ Úkraínumenn benda á Rússa Yuzhmash neitaði nýlega fréttum um að fyrirtækið hefði selt eldflaugabúnað, einkum til Kína, í því skyni að bjarga rekstrinum. The New York Times segir að bandarísk yfirvöld dragi þá fullyrðingu fyrirtækisins í efa en segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að ríkisstjórnin í Úkraínu hafi vitneskju um það sem gerist í fyrirtækinu eða stjórni því. Oleksandr Turchynov, formaður Þjóðarör- yggis- og varnarmálaráðs Úkraínu, hefur neit- að því að landið sé viðriðið sölu á eldflaugabún- aði til Norður-Kóreu. „Þessar upplýsingar eru tilhæfulausar … og koma líklega frá leyniþjón- ustu Rússlands til að breiða yfir glæpi hennar sjálfrar.“ Elleman segir að hreyflarnir sem Norður- Kóreumenn notuðu í síðustu skotum líkist ekki neinum eldflaugahreyflum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Kína, Jap- an, Indlandi eða Íran. Hann segir því líklegt að hreyflarnir komi annaðhvort frá Rússlandi eða Úkraínu, ef ekki báðum. Hann segir tvö fyrir- tæki koma til greina, Energomas í Rússlandi og KB Yuzhnoye í Úkraínu. Að sögn Ellemans hafa Norður-Kóreumenn haft margháttuð viðskiptatengsl við Rússland, meðal annars við glæpasamtök sem hafi séð þeim fyrir búnaði í eldflaugar. Hann telur lík- legt að viðskiptaþvinganirnar hafi orðið til þess að einræðisstjórnin reiði sig meira en áð- ur á glæpasamtökin. Hann segir að einnig sé vitað að Norður- Kóreumenn hafi reynt að verða sér úti um búnað í eldflaugar í Úkraínu. Til að mynda hafi tveir Norður-Kóreumenn verið handteknir þar árið 2012 og dæmdir sekir um að hafa reynt að kaupa slíkan búnað af Yuzhnoye. Fyrirtækið starfar í Dnípró sem er fjórða stærsta borg Úkraínu og liggur nálægt yfirráðasvæði upp- reisnarmanna sem hafa notið stuðnings Rússa. Yuzhnoye er í nánu samstarfi við annað fyrirtæki í Dnípró, vélaframleiðandann Yuzh- Síðustu eldflaugarskot Norður-Kóreumanna 10.000 km 8.000 km BANDA- RÍKIN HAVAÍ San Diego KANADA RÚSSLAND KÍNA Norður- Kórea Línurnar sýna fjarlægð frá Norður-Kóreu 4.500 km 2.700 km 1.000 km Bandaríska herstöðin á Guam NewYork Washington DCJAPAN INDLAND Heimildir: Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu/KCNA/NuclearThreatInitiative/GlobalSecurity/missiledefenseadvocacy/ CSIS/38 North/Rannsóknastofnun Johns Hopkins-háskóla Talið er að drægi flaugar sem skotið var 14. maí hafi verið allt að 4.500 km 4. júlí Drægi allt að 8.000 km 28. júlí Drægi allt að 10.000 km Flaug sem skotið var yfir Japan á þriðjudaginn var fór um 2.700 km og var hæst í um 550 km hæð, að sögn S-Kóreustjórnar Fengu Norður-Kóreumenn öfluga hreyfla frá Úkraínu?  Grunsemdir um að Rússland, Úkraína og Kína tengist eldflaugasmíðinni Reykmökkur frá efnaverksmiðju, sem skemmdist vegna flóðanna í Texas, er talinn mjög hættulegur, að sögn Brocks Longs, yfir- manns almannavarnastofnunar Bandaríkj- anna, FEMA. Hann sagði að embættismenn stofnunarinnar væru enn að reyna að komast inn í verksmiðjuna til að meta ástandið. Fyrirtækið Arkema rekur verksmiðjuna og hún er nálægt Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna. Arkema sagði að eldur hefði komið upp en efni hefðu ekki lekið úr verk- smiðjunni. Viðbúið væri að fleiri eldar kvikn- uðu. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa andað að sér reyk frá verksmiðjunni. Níu aðrir fóru sjálfir á sjúkrahús í varúðar- skyni, að sögn bandarískra fjölmiðla. Íbúðar- hús innan 2,5 kílómetra radíuss frá verksmiðj- unni voru rýmd. Arkema sagði að eldurinn hefði kviknað vegna skemmda sem urðu á verksmiðjunni í flóðum og úrhelli sem fylgdi fellibylnum Har- vey. Skemmdirnar hefðu orðið til þess að ekki var hægt að kæla efni sem þurfa að haldast köld. Rigningunni slotaði í Texas Að minnsta kosti 33 létu lífið í austurhluta Texas af völdum óveðursins sem er nú skil- greint sem hitabeltislægð. Rigningunni hefur slotað í ríkinu en hætta stafar enn af flóðum þar og í suðvesturhluta Louisiana. Mikilli úr- komu er spáð í Louisiana og Kentucky næstu þrjá daga vegna lægðarinnar. AFP Á flótta Fjölskylda, sem flúði flóðin í Texas, hvílir sig í húsgagnaverslun í Houston. Reykurinn talinn mjög hættulegur  Eldur í efnaverksmiðju vegna flóða í Texas Margir lögðu leið sína að Kens- ington-höll í London í gær til að leggja þar blóm, ljósmyndir og kerti við innganginn til minningar um Díönu Bretaprinsessu í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að hún dó. Díana bjó í Kensington-höll og synir hennar, Vilhjálmur og Harry, búa þar enn. „Fyrir tuttugu árum missti heimurinn engil,“ skrifaði popp- stjarnan Elton John, vinur Díönu, við mynd af þeim sem hann birti á Instagram í tilefni ártíðarinnar. Ártíðar Díönu prinsessu minnst AFP Fyrir tuttugu árum missti heimurinn engil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.