Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 44
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Emil Hjörvar Petersen vakti at-
hygli fyrir þríleik sem kom út á ár-
unum 2010 til 2014 og hann nefndi
Sögu eftirlifenda, en í henni voru
bækurnar Höður og Baldur, Heljar-
þröm og Níðhöggur, sem lýsa má
sem heimsendafurðusögum. Síðast-
liðið haust kom svo út skáldsaga
annars eðlis, Víghólar eftir Emil
sem fékk góðar viðtökur. Bókin sú
segir frá mæðgunum Bergrúnu og
Brá, sem flækjast inn í yfirnátt-
úrulegt morðmál á Íslandi sem er
nánast eins og það land sem við
þekkjum, nema að því að leyti að
verur frá öðrum heimi eiga auðveld-
ara með að stinga sér inn í mann-
heim. Emil lýsti bókinni sem ramm-
íslenskri furðusögu þar sem öfl að
handan blönduðust saman við nor-
ræna glæpasögu.
Sjálfstætt framhald Víghóla kem-
ur út í haust, Sólhvörf, saga sem
gerist í sama heimi og með sömu
persónum að mestu, en tengist nú
ófrýnilegum vættum sem fara á
kreik um jólin. Í tilefni af því skrif-
aði Emil smásöguna Kynjaskepnan,
sem hægt er að kynna sér hér fyrir
neðan og sækja á vefsetur Veraldar.
Sjálfstætt starfandi
skepnufræðingur
„Aðalpersóna smásögunnar er Al-
dís Auðunsdóttir, sjálfstætt starf-
andi skepnufræðingur sem kemur
einnig við sögu í Víghólum, þar sem
hún hjálpar Bergrúnu og Brá að
leysa einn hluta flækjunnar en
hverfur svo úr sögunni. Aldís eltist
við kynjaskepnur og í smásögunni
Kynjaskepnan er hún að reyna að
sanna tilvist Lagarfljótsormsins,
sem allir halda að hafi drepist vegna
mengunar í Lagarfljóti. Hana
dreymir um að fá stöðu hjá Rann-
sóknarmiðstöð skepnufræða, sem er
ein af mörgum stofnunum í sögu-
heiminum,“ segir Emil og nefnir
stofnanir eins og Miðlasamtökin og
Samband sjáenda, en síðarnefnda
stofnunin kemur víst við sögu í sög-
unni væntanlegu, Sólhvörfum. Í
Víghólum kom einmitt fram að Brá
er næm, eins og allmargir í þeim
söguheimi, þó að þeir séu í miklum
minnihluta og þurfi að þola for-
dóma. „Meirihlutinn, sem er ekki
næmur, vill lítið með yfirnáttúruna
hafa. Samfélagið lítur undan þó að
Hulduheimur sé raunverulega til og
allir vita af því en almennt vilja
menn ekkert með það hafa. Fyrir
vikið eru mjög fáar reglur til og lög
um það hvernig eigi að takast á við
vætti og tilheyrandi og þess vegna
verða lögreglumál erfiðari og flókn-
ari.“
- Ertu búinn að skrá í símaskrána
starfsheitið sjálfstætt starfandi
skepnufræðingur?
„Nei,“ segir Emil og hlær við, „en
af því að ég er sjálfstætt starfandi
lifi ég mig inni í veruleika Berg-
rúnar og Aldísar, sem eru sífellt að
leita að launuðum verkefnum.
Ströggl Bergrúnar er byggt að
mörgu leyti á ströggli rithöfund-
arins, sem ég þekki vel. Ég sótti í
mín strögglár þegar ég var að byrja
sem rithöfundur og alltaf að púsla
saman verkefnum og nýti það í lífi
Bergrúnar, byggi á hluta af sjálfum
mér, á minningum.“
Sjálfstætt framhald
Sögupersónur Víghóla voru þær
Bergrún og Brá, sem segja söguna í
fyrstu persónu og skipt er á milli
þeirra eftir því sem sögunni vindur
fram. Í Sólhvörfum, sem gerist yfir
jólin þar sem jólavættirnar birtast á
hrollvekjandi hátt, fær dóttirin Brá
enn stærra hlutverk, en Emil segir
að sagan sé þó ekki beint framhald
af Víghólum, heldur sé bókin þannig
skrifuð að hver sem er getið tekið
hana upp og byrjað að lesa. „Heim-
urinn er síðan kynntur aftur á hnit-
miðaðan hátt og vísað í Víghóla-
málið. Það var ný reynsla fyrir mér
að skrifa sjálfstætt framhald og ná
því að leggja línurnar á hnitmiðaðan
hátt til þess að þeim sem lesið hafa
Víghóla leiðist ekki kynningin á
heimi sem þeir þekkja vel.“
- Nú var Víghólum vel tekið, fram
undan er átta þátta sjónvarps-
þáttaröð og þú ert búinn með fram-
hald, byrjaður á þriðju bókinni og
búinn að skrifa smásögu. Sástu fyrir
þér að þetta myndi ganga svo vel?
„Ég fékk hugmyndina að því að
skrifa glæpafantasíu þar sem þjóð-
sagnaarfurinn er nýttur á nýjan
hátt þegar ég var að skrifa síðustu
bók Sögu eftirlifenda og var viss um
að þetta væri efni sem falla myndi í
kramið hjá stórum útgefenda ef ég
vandaði mig, Mér fannst þetta líka
verkefni sem ég gæti farið strax í
þegar ég væri búinn með þríleikinn,
þar sem ég gat þróað allt annan stíl
en ég hafði verið að skrifa, eins kon-
ar harðsoðna lýrík þar sem ég get
leyft mér að hafa lýrík á milli þó að
stíllinn sé snaggaralegur til að halda
spennunni. Það var mjög gaman að
skrifa þessa sögu og gaman að hafa
það glæpasögu, mér fannst það ný
áskorun. Ég fann þarna leið til að
koma með fantasíuna inn í íslenskan
veruleika, að blanda saman fantasíu,
glæpasögu og íslenskum sósíalreal-
isma.
Hvað söguheiminn varðar hefur
mig einmitt langað til að skapa
söguheim sem heillaði mig og aðra
og ég gæti þróað frekar. Ég er að
stækka heiminn og er spenntur fyr-
ir aukapersónunum. Kynjaskepnan
er tilraun til þess að víkka heiminn
enn meira. Skáldsögurnar um
Bergrúnu og Brá verða aðalatriðið
til að byrja með í það minnsta, en
svo ætla ég líka að skrifa smásögur.
Kynjaskepnan er gjöf til lesenda frá
mér og útgefandanum, Veröld, og í
mínum huga einnig þakklætisvottur
fyrir það að hafa fengið tækifæri til
að skrifa þessar sögur og ég vona að
hún nái líka til nýrra lesenda.“
Stækkandi heimur
Heimurinn í bókunum fer stækk-
andi en þó segir Emil að hann sé
enn stærri utan þeirra, það sé
margt sem hann hafi ekki gefið upp
enn, enda kemst það ekki allt fyrir í
einni bók. „Heimarnir eru mann-
heimur, hulduheimur og handan-
heimur. Í Víghólum og Sólhvörfum
hef ég ekki farið mikið yfir í þriðja
heiminn, en í þriðju bókinni kemur
hann við sögu og þannig stækkar
sögusviðið smám saman. Þetta er
sjúklega skemmtilegt, en það er
alltaf jafn mikil vinna að skrifa bæk-
ur. Stundum er ég hálf skelkaður
við að skella mér út í nýja skáldsögu
af því að hugmyndirnar eru svo
rosalega margar.“
Hugmyndirnar eru svo rosalega margar
Emil Hjörvar
Petersen skrifar
glæpasögur með
dulrænu ívafi
Gefur lesendum
smásögu í þakk-
lætisskyni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gjöf Emil Hjörvar Petersen skrifaði
smásögu sem þakklætisvott til lesenda
fyrir það að hafa fengið tækifæri til að
skrifa bækur um Bergrúnu og Brá.
44 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Sagt er að ormurinn sé horfinn. En
aldrei hefur verið sannað að hann sé
eða hafi verið til. Er þá hægt að
segja að hann sé horfinn?
****
Fyrir utan hrörlegt bátaskýli sit-
ur Nýráður Njálsson, smjattar á
harðfiski og viðrar efasemdir sínar.
„Aldís, hvað sagði skógarvörðurinn
nákvæmlega? Verður þér óhætt að
kafa?“
Í síðdegissólinni glampar á kúlu-
hattinn hans, gauðslitinn garm sem
dvergurinn bónar tvisvar á dag.
Þrátt fyrir athugasemdirnar er
þessi undarlegi vélvirki sá eini sem
hefur trú á verkefninu. Hann var sá
eini sem svaraði auglýsingu minni
eftir aðstoðarmanni.
Nýráður rífur harðfiskflakið í
tvennt og býður mér annan helm-
inginn. Garnirnar gaula eftir anna-
saman dag en ég hef samt enga lyst
og afþakka.
„Sko,“ segi ég og dreg seiminn.
„Hann fullyrti að ef ég klæddist
þéttum þurrgalla ætti ég að geta
verið hálftíma í vatninu án þess að
eiga á hættu að veikjast. Reyndar
hélt ég að það yrðu tveir tímar eins
og síðast. Þetta verður knappara en
ég hélt.“
„Nægir ekki að skoða sig um frá
kafbátnum?“
„Vatnið er of gruggugt. Ég verð
að geta rýnt almennilega í botninn.
Auk þess þarf að taka sýni ef við
komumst á sporið, ef við finnum
ummerki um orminn. Ég verð að
kafa — þarf að ræða það eitthvað
frekar?“ Þegar ég beiti fyrir mig
minni víðfrægu staðfestu, sem koll-
egar mínir í skepnufræðunum hafa
lýst sem þvermóðsku, ypptir dverg-
urinn öxlum og heldur áfram kjams-
inu.
Furðufugl, litli rauðbrúni kafbát-
urinn minn, flýtur við bryggjuna og
rétt hjá stendur flutningabíllinn
minn. Við Nýráður erum búin að yf-
irfara stýribúnaðinn í bátnum og
aðgæta að allar lokur, ventlar,
skrúfboltar og krækjur séu á sínum
stað. Tannhjólin í nýju firnavélinni
eru smurð og myrkrasteinninn inn-
an í henni ætti að vera rétt stilltur.
Þetta er sérstök myndavél sem
kostaði mig morðfjár, en með henni
ætti mér að takast að ná góðum
myndum af hinu yfirnáttúrulega.
Allt er til reiðu. Allt verður að
vera til reiðu.
Að öllum líkindum verður þetta
síðasta rannsóknarferð mín í Lag-
arfljót. Vaxandi mengunin frá ál-
verinu hefur hægt og bítandi
brenglað fæðukeðjuna á svæðinu.
Mengunarslys fyrir fimm árum fór
nærri því að ganga af öllu lífi dauðu
í vatninu. Grafnar tunnur með úr-
gangi frá álverinu skemmdust þeg-
ar öflugur jarðskjálfti reið yfir, við-
bjóðurinn lak út í jarðveginn, niður í
fljótið og ruddi sér leið inn í hring-
rás gróðurríkisins og dýralífsins.
Með tímanum breyttist vatnið og
varð gegnsýrt af óæskilegum efnum
og er nú orðið eitrað, ertandi og
skaðlegt dýrum og mönnum. Spurn-
ingar hafa vaknað um hvort eitt-
hvað annað en ál sé einnig framleitt
í verinu. Undanfarið ár hefur dauð-
um fiskitorfum skolað upp á land og
eflaust líður ekki á löngu þar til
skógurinn byrjar að sýna ummerki
lekans.
Nýráður skimar yfir skóginn og
lygnt fljótið. Undan hattinum og
frakkakraganum glittir í hrjúfa húð-
ina. Hann hefur rakað af sér allt
skegg og reynir að leika hlutverk
smávaxinnar mannveru; sem dverg-
ur í Mannheimi reynir hann að dylj-
ast.
„Ef við finnum ekkert, hvað þá?“
spyr hann.
Líkt og hann lít ég yfir svæðið.
Augu mín reika frá breiðu visnaðra
lúpína, sem munu taka aftur við sér
með sumrinu, niður að grárri fjör-
unni.
„Þá gætu þau haft rétt fyrir sér,“
dæsi ég. „Kannski er ormurinn
horfinn. Eða dauður. Eða þeim mun
verra, kannski hefur hann aldrei
verið til. Þriggja ára rannsóknar-
vinna fer í vaskinn, flestöll gögn
sem ég hef aflað verða gagnslaus og
ég mun eiga litla von um að verða
fastráðin hjá Rannsóknarmiðstöð
skepnufræða, auk þess sem mögu-
leikar mínir til að krækja mér í
styrki minnka — og ekki voru þeir
miklir fyrir.“ Örvæntingarfull bæti
ég við: „Doktor Aldís Auðunsdóttir
skepnufræðingur þyrfti að finna sér
aðra vinnu.“
„Aðra vinnu? Hvílík örlög,“ skop-
ast Nýráður.
Kankvís vaggar hann í átt til mín
þar sem ég sit á bekk við viðarborð,
hálfklædd í þurrgallann með örygg-
ishjálminn og nýju sérhönnuðu köf-
unargrímuna mér við hlið. Gríman
er lambhúshetta úr gúmmíi með
sjóngleri og hún á að vera nógu vel
einangruð til að húð mín komist
ekki í snertingu við vatnið. Ekkert
loft kemst inn eða út nema í gegn-
um slönguna frá loftkútnum, en
slangan er fest við munnstykki á
lambhúshettunni.
„Er ekki komið að þessu? Við
verðum að nýta birtuna,“ bendir
hann á. „Sagðirðu ekki að talið sé að
ormurinn sé á ferli seint á daginn
og fram á kvöld?“ Hann drepur
fingri á þykka möppu á borðinu. Út
úr henni standa horn á gulnuðum
blöðum.
„Svo segja sumar sögur, en ekki
allar.“ Ég stend upp, tosa gallann
upp yfir mitti og berst við að klæða
mig í ermarnar. Það krefst leikni að
koma mínum löngu handleggjum og
skönkum fyrir inni í búningnum.
„Sumir segjast hafa séð orminn að
nóttu til, aðrir undir morgun.“
„En ekkert hefur verið sannað
hvað það varðar, ef ég skil þig rétt.
Ekki hægt að vita fyrir víst hvort
það sem menn sáu hafi raunveru-
lega verið kynjaskepnan.“
Ég jánka því til staðfestingar.
„Rennum einu sinni enn yfir þetta
áður en við förum niður.“ Ég opna
möppuna og blaða í henni.
****
Kynjaskepnur eru yfirnáttúruleg
dýr úr Hulduheimi. Skepnurnar
sem hafast við í okkar heimi hafa
oft ratað yfir mörkin fyrir slysni og
ekki komist til baka. Það er mark-
mið okkar skepnufræðinga að finna
þær og rannsaka í því skyni að kort-
leggja og skilja dýraríki Huldu-
heims betur, og jafnvel varpa nýju
ljósi á dýraríki Mannheims. Eftir að
dvergurinn Nýráður hafði samband
við mig opnaðist fyrir þann mögu-
leika að fara yfir í Hulduheim og
rannsaka þar, en margar hættur
myndu fylgja slíkri för og því
treysti ég mér ekki þangað yfir,
ekki strax, kannski síðar. Auk þess
hefur Nýráður sagt að hann vilji
frekar starfa í heimi mannanna.
Líkt og mér finnst honum áhuga-
vert hvernig kynjaskepnurnar hafa
aðlagast aðstæðunum hérna.
Til að komast upp úr flokki
ímyndaðra þjóðsagnavera þurfa tvö
eða fleiri áreiðanleg vitni að hafa
komið auga á kynjaskepnu sam-
tímis, auk þess sem að minnsta
kosti ein ófölsuð ljósmynd af henni
verður að liggja fyrir. Tilvist skepn-
unnar er síðan sönnuð endanlega
með því að láta greina lífsýni hjá
Rannsóknarmiðstöðinni.
Í tilviki Lagarfljótsormsins hafa
ekki nógu margir verið viðstaddir í
einu þegar ormurinn hefur látið sjá
sig og enginn hefur náð af honum
nægilega góðri mynd. Ormurinn
telst því enn þjóðsagnavera.
Allajafna ræðst það af hentisemi
hvenær fólk kýs að taka sögur um
kynjaskepnur trúanlegar. Þegar svo
ber undir er það ýmist til að státa
sig af sérkennum byggðarlaga eða
til að fá ferðamenn til að seilast
lengra ofan í vasa sína. Nú kemur
enginn að Lagarfljóti lengur sökum
mengunar og sagan um orminn hef-
ur glatað aðdráttaraflinu. Hann hef-
ur verið afskrifaður. ...
Söguna alla má finna á vefsetri
Veraldar: http://verold.is/
Kynjaskepnan
Smásaga eftir Emil Hjörvar Petersen