Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 83
MENNING 83 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 – Þetta er dramatísk kvikmynd þó hún sé stundum spaugileg og ein af þessum myndum þar sem eitthvað sem virðist heldur léttvægt vindur allsvakalega upp á sig, eins og rúll- andi snjóbolti … „Algjörlega og þannig eru yfirleitt þessi nágrannamál, út af einhverjum tittlingaskít. Einhver leggur í stæði sem annar á eða einhver gefur frá sér ákveðin hljóð. Þetta vindur upp á sig og verða oft mjög ljót mál. En eins og ég segi þá finnst mér heillandi að þetta er venjulegt fólk eins og ég og þú.“ – Hin sagan í myndinni, sú sem snýst um hjónadeilur og skilnað, er ekki síður mikilvæg og þar ertu meira kominn út í siðferðislegar spurningar? „Já, í raun og veru og mig langaði að búa til aðstæður sem vekja at- hygli á stöðu einstæðra feðra og hugsanlegt efni í e.k. tálmunarmál sem eru líka mikið í umræðunni. Án þess að vilja leggja einhvern dóm á þau, í raun og veru, búa frekar til þessar aðstæður,“ svarar Hafsteinn. – Og við getum ekki talað mikið meira um þann hluta sögunnar því þá erum við farnir að skemma fyrir þeim sem hafa ekki séð myndina … Hafsteinn hlær. „Við viljum sem minnst tala um söguna, frekar tala í kringum hana því ég held að það sé mikilvægt að fólk viti sem minnst um framvinduna. Ég vil koma fólki á óvart.“ Leit að rétta trénu – En ef við leitum að sameigin- legum þræði í þessum tveimur sög- um má segja að hann sé ofinn úr reiði, óréttlæti eða réttlæti, eftir því hvernig á það er litið og svo auðvitað hefnigirni. Er ég nokkuð að kjafta frá með því að nefna þetta? „Nei, nei, engan veginn. Þetta eru þessi stóru þemu og líka fjölskyldan þar sem tréð verður einhvers konar myndlíking fyrir hana.“ – Talandi um þetta tré, það er heilmikil saga tengd trénu sem þið notið í myndinni, þú gerðir mikla leit að því, ekki satt? „Jú, einmitt, það er náttúrlega einn af aðalleikurum myndarinnar þetta tré og það varð að vera áhuga- vert sjónrænt og hafa dálítinn kar- akter, stórt og mikið. Það var ekki hlaupið að því að finna tökustað með samliggjandi görðum og rétta trénu og spennandi arkitektúr í húsunum. Það stóð yfir mikil leit og við fund- um loksins húsin sem okkur líkaði og fengum leyfi þar og færi ég fólk- inu í hverfinu allar mínar bestu þakkir. En það þurfti að finna tréð og ég varð strax heillaður af garða- hlyni sem er dálítið voldugt og glæsilegt tré. Við fundum það loks- ins, eftir að hafa auglýst í dagblaði eftir því, hjá fólki í Skerjafirði sem hafði verið að gæla við að fella þetta fallega tré sem var farið að skyggja mikið á hjá þeim en hafði ekki fengið sig í það, ekki fyrr en það sá auglýs- inguna og áttaði sig á því að tréð gæti öðlast framhaldslíf í myndinni og vonandi eilíft líf. En svo var heilmikið umstang, krónan gat ekki lifað nema í örfáa daga, gat ekki staðið þarna í sex vik- ur eins og þurfti. Þannig að krónan er sett inn eftir á í tölvumynd- vinnslu. Við vorum bara með bolinn í garðinum og svo var þetta mikið samspil milli leikmyndadeildar og kvikmyndatöku og þeirra sem sáu um eftirvinnslu myndarinnar. Þetta var mjög stórt mál að tækla við gerð myndarinnar, að útfæra þetta og ég held að það hafi heppnast mjög vel,“ segir Hafsteinn. – Þannig að tréð var flutt úr Skerjafirði … hvert? „Frá Einarsnesi út á opið svæði í Skerjafirðinum þar sem það var myndað í bak og fyrir og svo var krónan tekin af því og bolurinn flutt- ur upp í Hvassaleiti, þar sem mynd- in var tekin, og reistur þar,“ svarar Hafsteinn. Bolnum hafi verið stung- ið niður í garðinum því ekki hafi ver- ið mögulegt að flytja tréð þangað með öllu rótarkerfinu. Steindi og Edda dramatísk Athygli vekur að tveir af aðalleik- urum kvikmyndarinnar eru þekkt- astir fyrir gamanleik, Steinþór Hró- ar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., og Edda Björgvins- dóttir. Hafsteinn er spurður að því hvers vegna hann hafi valið Steinda og Eddu í hádramatísk hlutverk. „Þetta er ofboðslega dramatísk kvikmynd og tragísk, hún er í raun tragedía og það er ákveðinn lúmsk- ur, undirliggjandi og kitlandi húmor í handritinu og í aðstæðunum. Mér fannst mjög mikilvægt að það myndi skila sér en að það mætti aldrei spila á það og leika það út, einhvern veg- inn. Því fannst mér mikilvægt að velja leikara sem hefðu þetta nátt- úrulega í sér. Þessir leikarar eru of- boðslega hæfileikaríkir og með svakalega fínar tímasetningar og þetta er bara þarna án þess að þú þurfir að gera nokkuð við það. Kómík er auðvitað rosalega erfið og ef þú ræður við hana þá ræður þú við drama, held ég, og þau sýna það bæði í þessari mynd. Ég held að það verði áhugavert fyrir íslenska áhorf- endur að sjá aðra hlið á þessu fólki en það er vant að sjá.“ – Það hefur líklega reynt meira á Steinda en Eddu, hann býr ekki að sömu leikreynslu og hún eða hinir aðalleikararnir? „Já, ég held það. Ég held að hon- um hafi þótt þetta dálítið erfitt en hann var ofboðslega metnaðarfullur og tók þessu strax sem mikilli áskor- un. Ég fann það bara strax að hann ætlaði að gera þetta 150%, sem hann og gerði. En þetta var kannski til- finningalega erfiðara fyrir hann,“ svarar Hafsteinn. Vildi breyta til Hafsteinn er spurður að því hvort hann hafi litið til einhverra tiltek- inna kvikmynda við gerð Undir trénu, hvað varðar frásagnarstíl eða útlit, t.d. myndatöku, og segist hann ekki hafa gert það beinlínis en hins vegar reynt að finna ákveðið tungu- mál fyrir hvora sögu. Sagan af hjón- unum ungu, sem Steindi og Lára Jó- hanna leika, einkennist meira af handheldri myndatöku og hrárri stíl en hin sagan sé fágaðri. „Við reynd- um að skapa ákveðnar andstæður í þeim,“ segir hann og að áhrifin komi héðan og þaðan. – Þessi kvikmynd er töluvert ólík þeim sem þú hefur gert áður … „Já, mig langaði að taka annað skref, frá þessum lágstemmdari, kómísku myndum, gera drama- tískari og meira aksjón-drifnari mynd. Kanna aðrar lendur,“ svarar Hafsteinn. – Ertu farinn að huga að næstu kvikmynd? „Já, já, maður er alltaf eitthvað að pæla og bralla. Þetta tekur svo lang- an tíma að maður þarf að vera með nokkur verkefni í gangi á ólíkum stigum til að halda dampi.“ En telur Hafsteinn íslenskar ná- grannadeilur söluvænlegar? „Ég held að nágrannadeilur séu mjög al- þjóðlegt fyrirbæri og í raun og veru gæti þessi mynd gerst hvar sem er. Það sýna líka viðbrögðin sem við höfum fengið við henni, að þetta sé alþjóðlegt þema.“ Spenna og eftivænting Sem fyrr segir var Undir trénu heimsfrumsýnd á hinni virtu kvik- myndahátíð í Feneyjum í gær, elstu kvikmyndahátíð heims, að við- stöddum leikstjóranum og fleirum sem komu að gerð myndarinnar. Viðtal þetta við Hafstein var hins vegar tekið fyrir frumsýningu, svo því sé haldið til haga, og fylgir því ekki sögunni hverjar viðtökur sýn- ingargesta voru. Keppnisflokkurinn Orrizzonti er ekki aðalkeppnisflokkur hátíðar- innar en sá sem kemst næst honum, helgaður verkum minna þekktra leikstjóra sem eru á uppleið. „Hann er sambærilegur Un certain regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes,“ út- skýrir Hafsteinn. Hann segir það vissulega mikinn heiður að vera valinn í þennan flokk en skyldi ekki vera taugatrekkjandi að frumsýna á svo merkri kvik- myndahátíð? „Jú, þetta er bæði spennandi og frábær vettvangur til að heimsfrumsýna myndina og mikil athygli sem fylgir því þannig að þetta er blanda af spennu og eftir- væntingu, að fá þetta svið,“ svarar Hafsteinn sem er líkast til í spennu- falli þegar viðtalið birtist. – Og hjálpar væntanlega til við frekari dreifingu á myndinni? „Já, þetta er strax ákveðinn stimpill fyrir myndina að vera valin á hátíðina og tilnefnd til þessara verðlauna. Það hjálpar auðvitað til við dreifingu og sölu og allt slíkt.“ Kóræfing Sigurður Sigurjónsson í hlutverki Baldvins á kóræfingu. Baldvin syngur ekki með enda hefur hann sína djöfla að draga, m.a. deilur við nágranna. »Ég held að ná-grannadeilur séu mjög alþjóðlegt fyr- irbæri og í raun og veru gæti þessi mynd gerst hvar sem er. Það sýna líka viðbrögðin sem við höfum fengið við henni, að þetta sé alþjóðlegt þema. Loftpressur - stórar sem smáar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.