Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
„Við höfum fundið fyrir miklum
áhuga, en flestar fyrirspurnir sem
við fáum koma að utan. Þessi grein
staðfestir fyrir þeim sem áður hafa
heyrt um okkur að bátarnir og
skrokkurinn okkar búi yfir mjög
sérstökum eiginleikum sem ekki er
hægt að finna í öðrum bátum.“
Þetta segir Þorsteinn Sigur-
björnsson, markaðsstjóri skipa-
smíðastöðvarinnar Rafnars. Ítarlega
er fjallað um starfsemi fyrirtækisins
í nýjasta tölublaði breska tímaritsins
Yachting Matters, sem gefið er út
tvisvar á hverju ári.
Vísar Þorsteinn til greinar sem
ritstjóri tímaritsins, Colin Squire,
skrifar um ferð sem hann fór um
Vestfirði í sumar í fylgd með Þor-
steini og fleiri starfsmönnum Rafn-
ars um borð í nýjum bát skipa-
smíðastöðvarinnar, Fleng 850.
Lagt var frá bryggju á Ísafirði og
kemst ritstjórinn svo að orði:
„Á leið yfir fjörðinn um borð í
Fleng stefndum við á miklum hraða
að fjarlægum höfða, og var ferðin
merkilega þægileg á annars nokkuð
úfnum sjó. Á þessum opna dælu-
drifs-RIB-bát gat ég aftur vel kunn-
að að meta – eins og ég gerði síðast
þegar ég var um borð í öðrum bát
Rafnars – þennan óvenjulega skort á
skellum og skoppum sem ÖK-
skipsskrokkurinn gefur manni.“
Heillast af „einstökum eigin-
leikum skrokksins“
Hinn svonefndi ÖK-skips-
skrokkur sem Squire vísar til er
hönnun Össurar Kristinssonar,
stofnanda Rafnars, en hann er var-
inn með einkaleyfum. Ljóst er að
Squire er heillaður af hönnuninni.
„Munurinn á venjulegum RIB-
báti og RIB-báti Rafnars [...] er
ótrúlegur. Ég er hvorki skipahönn-
uður né sérfræðingur í heilsu og ör-
yggi, en ég hef verið á fleiri RIB-
bátum en flestir og ég er enn stöðugt
að heillast meira af ÖK-skips-
skrokknum og einstökum eigin-
leikum hans.“
Þorsteinn segir í samtali við
Morgunblaðið að Squire hafi enda
verið í skýjunum alla ferðina.
„Hann sagði ferðina hafa verið
eina þá bestu sem hann hefur upp-
lifað, sem segir mikið þar sem hann
hefur þegar ferðast um allan heim-
inn og lent í ýmsum ævintýrum,“
segir Þorsteinn.
Veiddu vel af þorski í Djúpinu
„Bátsferðin um Ísafjarðardjúpið
heppnaðist mjög vel. Dóttir hans var
líka með í för og og fannst okkur
mjög gaman að sjá hversu mikið þau
skemmtu sér saman. Við lentum í
um þriggja metra ölduhæð og tólf til
fimmtán metrum á sekúndu fyrsta
daginn og fannst þeim mjög merki-
legt að sjá hversu vel báturinn hag-
aði sér í slæmu veðri og öldum,“ seg-
ir hann og bætir við:
„Þau fengu ekki bara góða báts-
ferð út úr þessu, heldur sáu þau
einnig hvali og lunda og fengu að
prófa sjóstangaveiði þar sem þau
veiddu vel af þorski. Hvorki fyrr né
síðar höfðu þau séð svo myndarlega
þorska og hafði ritstjórinn orð á því
að „strákarnir á barnum“ myndu
hér eftir sjá um reikninginn, sökum
afreka hans á fiskveiðum við strend-
ur Íslands,“ segir Þorsteinn léttur í
bragði.
Fjöldi áhugasamra erlendis
Í skipasmíðastöðinni eru nú allar
hendur á dekki við að undirbúa ferð
á árlegu snekkjusýninguna í Móna-
kó, sem haldin er í lok september.
„Þar munum við kynna fyrirtækið
og bátana okkar fyrir skemmti- og
snekkjubátamarkaðnum. Í því felst
til dæmis að smíða sýningarbátinn
okkar Ask, af gerðinni Leiftur 1100,
sem sendur verður út til Mónakó um
miðjan mánuðinn,“ segir Þorsteinn.
„Við erum búin að byggja upp
sterkt tengslanet inn í þennan mark-
að og vinnum nú í að tryggja að allir
þessir aðilar heimsæki okkur og
prufusigli bátnum á sýningunni. Við
höfum líka þurft að svara mörgum
fyrirspurnum og erum að senda
fjölda tilboða til aðila sem hafa
áhuga á bátum frá okkur,“ bætir
hann við.
Auka þekkingu á útboðum
Bendir hann á að fyrirspurnirnar
lúti bæði að skemmtibátum og svo-
kölluðum séraðgerðarbátum.
„Í þeim efnum höfum við verið að
auka þekkingu okkar á útboðsmörk-
uðum erlendis með því að sækja ráð-
stefnur þar sem kynnt er fyrir nýj-
um þátttakendum hvernig útboðin
virka og hvernig hægt sé að taka
þátt.“
Mikill kraftur hefur verið settur í
kynningarstörf erlendis að undan-
förnu, einkum í Bandaríkjunum.
„Leiftur 1100 kynningarbáturinn
okkar, Embla, hefur farið víða á
þessu ári. Hún fór frá Íslandi til
Bresku Jómfrúareyjanna fyrr á
árinu, þaðan til Miami og loks til
Norfolk í Virginíu, þar sem hún var
kynnt fyrir fulltrúum tollgæslunnar,
bandaríska sjóhersins, og strand-
gæslunnar. Núna er hún í St. Aug-
ustine í Flórída þar sem löggæslu-
yfirvöld hafa fengið að skoða hana
og prufusigla.“
Mikil trú á tækninni vestanhafs
Þorsteinn segir að vestanhafs hafi
þau fundið fyrir mikilli trú á tækn-
inni og eiginleikum skrokksins, sem
henti vel fyrir þau hlutverk sem sér-
aðgerðarbátar þurfi að gegna.
Að lokum nefnir hann að skoðaður
hafi verið sá möguleiki að bjóða
bátaframleiðendum og skipasmiðum
leyfi til að smíða eigin báta með ÖK-
skrokknum.
„Það er möguleiki sem mjög fáir
bátaframleiðendur hafa haft tæki-
færi til að nýta sér.“
Ljósmyndir/Yachting Matters
Senda nýsmíðaða báta
austur og vestur um höf
Úfinn sjór Squire segist
lítið hafa fundið fyrir
„skoppum og skellum“
Önnur veröld Siglt var
með ritstjórann og dóttur
hans um Ísafjarðardjúp.
Tær sjór Rafnar býr sig nú
undir sýningu í Mónakó.