Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SKÓLAGLERAUGU Umgjörð og gler m eð glampa,- rispu og móðuvörn á að eins: 14.900 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er alveg dásamlegt. Hver vill ekki eignast Benz?“ sagði Ingveldur Thorarensen, bókmenntafræðingur úr Hafnarfirði, þegar hún tók hæst- ánægð við spánnýrri Mercedez- Benz B-250e-rafbifreið síðdegis í gær. Ingveldur var dregin út í áskrifendahappdrætti Morgunblaðs- ins og Öskju í gær. Ingveldur starfar á leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði, en það tók hana stund að átta sig á fregnunum sem Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, færði henni í sím- tali í gær. „Ég kannaðist við númerið því ég og börnin mín bárum blaðið út í mörg ár. Því fannst mér ólíklegt að einhver væri að gera at,“ sagði hún, en hún hefur einnig verið áskrifandi að Morgunblaðinu um árabil. „Svo flutti pabbi minn í kjallarann hjá okkur og bjó í fimmtán ár. Hann var með áskrift þannig að við létum hana duga. Þegar hann féll frá var ekki séns að ég segði Mogganum upp, ég vildi sko lesa minn Mogga!“ sagði Ingveldur og hló. „Ég trúði varla mínum eigin eyr- um og við á leikskólanum biðum í of- væni eftir að þetta birtist á mbl.is, ég vildi vera alveg viss. Nú eru allir á leikskólanum búnir að heimta bíl- túr!“ sagði hún. Benz hátt skrifaður Ingveldur kveðst mikill umhverf- issinni og það eigi því vel við að Benz-bifreiðin sé aldrifin rafmagni. Hún segir að það hafi vel komið til greina að festa kaup á rafmagns- bifreið þegar hún myndi næst skipta um bíl. Hún segist einnig mikill bíla- áhugamaður og Mercedes Benz sé hátt skrifaður í sínum huga. Mercedes-Benz er í mikilli sókn í rafbílavæðingunni. B-250e er fyrsta bifreiðin sem fyrirtækið framleiðir sem er algerlega knúin rafmagni. Akstursdrægi hennar er rúmir 230 kílómetrar. jbe@mbl.is Vann í happdrætti Morgunblaðsins  „Hver vill ekki eignast Benz?“  Bar blaðið út í tíu ár Morgunblaðið/Hanna Ánægð Ingveldur ásamt Haraldi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóni Trausta Ólafssyni, frkv.stj. Öskju. Óvenjusólríkt var í Reykjavík í ný- liðnum ágústmánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Sólskinsstundirnar mældust um 216. Er það 61 stund umfram með- allag áranna 1961 til 1990 og um 33 stundir umfram meðallag ágúst- mánaða síðustu tíu ára. Þetta er sól- ríkasti ágúst í Reykjavík síðan 2011. Meðalhiti í Reykjavík er 10,9 stig, 0,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en -0,5 undir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn er í 53. sæti hita ágústmánaða síðustu 147 ára og 14. hlýjasta sæti á þessari öld. Á Akureyri er meðalhitinn 9,9 stig, -0,1 stigi neðan meðallags ár- anna 1961 til 1990, en -0,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er kaldasti ágúst á Akureyri síðan 2005 og er mánuðurinn í 72. sæti á lista hita síðustu 136 ára á Ak- ureyri. Úrkoma í Reykjavík mældist 39,0 millimetrar, um tveir þriðju hlutar meðalúrkomu. Ámóta þurrt var í Reykjavík í ágúst í fyrra. Á Akureyri mældist úrkoman 44,4 mm, sem er um þriðjungur umfram meðalúrkomu, en úrkoma í ágúst í fyrra var meiri en nú. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Sólardagur Nýliðinn mánuður var sólríkasti ágústmánuðurinn síðan 2011. Ágúst sólríkur í Reykjavík Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ísfiskur hf. og HB Grandi hf. munu leitast við að fylla í skörð starfs- manna hvors fyrirtækis um sig með starfsmönnum hins fyrirtækisins. Fækki starfsmönnum Ísfisks t.d. við flutninga fyrirtækisins á Akranes er fyrirtækið þannig opið fyrir því að starfsmenn HB Granda, sem vilja síður fylgja síðarnefnda fyrirtækinu til Reykjavíkur, fái umrædd störf og öfugt. Aðeins hluti starfsfólks flytur Ísfiskur festi í gær kaup á vinnslu- húsnæði HB Granda á Akranesi fyr- ir um 340 milljónir króna og verður öll starfsemi fyrirtækisins flutt þangað. Í nærri ár hefur Ísfiskur verið á Kársnesi í Kópavogi. Flytur fyrirtækið vegna skipulagsbreytinga á Kársnesi, en þar er gert ráð fyrir aukinni íbúðarbyggð. HB Grandi mun leigja aðra hæð hússins af Ís- fiski undir starfsemi sína auk stórs hluta frystigeymslu. Albert Svavarsson, framkvæmda- stjóri Ísfisks, segir fyrirtækin tvö opin fyrir starfsmannaskiptum í kringum flutningana. „Við erum með fjörutíu manns í vinnu í Kópavogi og vitum að ein- hverjir vilja fara með okkur. Við vit- um líka að einhverjir vilja það ekki. Þar af leiðandi gerum við ráð fyrir að við fáum ekki nema hluta af starfs- fólkinu með okkur. Við vitum líka að einhverjir á Akranesi, sem hafa verið að fara til Reykjavíkur til vinnu með rútu, hafa áhuga á því að skoða að vera áfram á Akranesi,“ segir hann. „Bæði fyrirtækin eru opin fyrir þess- um möguleikum og það hefur verið rætt. Þetta er samt auðvitað í hönd- um starfsfólksins að taka ákvörðun,“ bætir Albert við, en nefnir að ekki standi til að fjölga störfum. Mildi áhrif flutninga HB Granda Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri Akraness, segir áform um starfsmannaskipti jákvæð fyrir starfsfólkið. „Þetta getur orðið til þess að dempa áhrifin af því að HB Grandi flytur bolfiskvinnslu sína til Reykja- víkur. Þetta eru ánægjuleg tíðindi í kjölfar erfiðra frétta sem við fengum í vor,“ segir hann. Aðspurður segir hann að enn eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin verði fyrir afleidda starfsemi á Akranesi. Sævar segir að á næstu árum verði stefnt að því að laða fleiri fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtæki til bæjarins, en hugmyndir um nýja hafnaraðstöðu eru nú í skipulags- ferli. Fyrirtækin opin fyrir starfsmannaskiptum  Ísfiskur kaupir vinnsluhúsnæði HB Granda á Akranesi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Selt Ísfiskur keypti hús HB Granda á Akranesi á um 340 milljónir. „Maður getur alveg byrjað að sjá fín og falleg norðurljós um leið og það verður dimmt um miðjan ágúst,“ segir Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur í samtali við Morgunblaðið. Hann segir útlit fyrir ágætis norðurljósavetur hérlendis. „Næstu mánuðir verða fínir norð- urljósamánuðir ef sólin heldur áfram að hegða sér eins og hún hefur gert undanfarið,“ segir Sævar. Fjöldi ferðamanna kemur hingað með það að markmiði að sjá norður- ljósin á næturhimninum og margir leggja leið sína í skipulagðar norður- ljósaferðir ferðaþjónustufyrirtækja. Þó er allur gangur á því hvort ferða- menn ná að sjá norðurljós í slíkum ferðum, að sögn Sævars. „Það fer svolítið eftir því hversu vel fyrirtækin fylgjast með veðri og norðurljósaútlitinu, en ég veit um eitt fyrirtæki sem er með litla túra, þeir fresta þeim í svona 50% tilvika en þegar þeir fara sjá þeir norður- ljósin í um það bil 90% tilvika.“ Útlit fyrir ágætis norðurljósavetur  Sæmilegasta virkni næstu mánuði Morgunblaðið/Golli Ljósadýrð Margir koma til Íslands til að sjá ljósin dansa á himninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.