Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Verið velkomin Bolir Peysur Túnikur Buxur Kjólar o.fl. NÝ SENDING Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum snyrtivörum til 2. september hækkað um 18% frá 2014 til 31. mars 2017. Laun þeirra sem heyra undir kjararáð hefðu hækkað um 31%. Hækkanir í áföngum Með úrskurðum kjararáðs fylgir rökstuðningur umræddra launþega/ stofnana fyrir launakröfum. Iðulega er vísað til álags og ábyrgðar. Kjararáð hefur sem áður segir hækkað laun í áföngum síðustu ár. Hinn 12. febrúar 2013 fundaði kjararáð vegna ákvörðunar um al- menna launahækkun til þeirra sem heyra undir ráðið. Rifjað var upp að 1. febrúar sama ár hefðu laun sam- kvæmt kjarasamningum á hinum al- menna markaði hækkað að jafnaði um 3,25%. Laun samkvæmt kjara- samningum fjármálaráðherra og ríkisstarfsmanna myndu hækka að jafnaði um 3,25% 1. mars 2013. Með hliðsjón af þessu ákvað kjararáð að laun þeirra sem ákvörðunarvald ráðsins nær til skyldu hækka um 3,25% 1. mars 2013. Síðar á árinu 2013 tók kjararáð ákvörðun um afturvirka launahækk- un hjá mörgum sem undir það heyra. Til dæmis voru laun útvarps- stjóra, seðlabankastjóra og forstjóra Isavia hækkuð frá og með 1. ágúst 2012 en laun bankastjóra Lands- bankans hækkuð frá og með 1. júní 2012. Þá fékk þjóðminjavörður hækkun frá og með 1. janúar 2013. Fimmtudaginn 16. janúar 2014 fundaði kjararáð um eingreiðslu. Var ákveðið að 1. febrúar 2014 skyldi greiða 38 þúsund í eingreiðslu til þeirra sem heyra undir ráðið mið- að við fullt starf í nóvember 2013. Aðrir fengju hlutfallslega greiðslu. Vísa til hækkana á markaði Hinn 30. júní 2014 tók kjararáð ákvörðun um almenna hækkun. Vísað var til þess að kjarasamn- ingar hefðu verið undirritaðir við vel flest stéttarfélög ríkisstarfsmanna og aðildarfélög ASÍ. Þeir hafi meðal annars falið í sér að árið 2014 hefðu laun hækkað um 3,4% að meðaltali. Laun samkvæmt flestum kjara- samningum fjármálaráðherra og ríkisstarfsmanna myndu hækka frá og með 1. febrúar 2014. Með hliðsjón af þessu skyldu laun þeirra sem heyra undir ráðið hækka um 3,4% frá og með 1. febrúar 2014. Kjararáðið fundaði næst um al- menna hækkun þriðjudaginn 17. nóvember 2015. Var þá rifjað upp að ríkið hefði lokið kjarasamningum við flesta viðsemjendur sína. Síðar sagði orðrétt í úrskurði kjararáðs: „Kjara- ráð telur að meginlínur í kjarasamn- ingum séu orðnar það skýrar að ráð- ið geti nú úrskurðað um almenna launahækkun til þeirra sem undir ráðið heyra. Lágmarkshækkun sam- kvæmt kjarasamningum á almenn- um vinnumarkaði á árinu 2015 er 3,2% en mesta hækkun 7,2%. Gild- istími samninganna var frá 1. maí 2015. Úrskurður gerðardóms sam- kvæmt lögum nr. 31/2015 um launa- kjör 18 aðildarfélaga í Bandalagi há- skólamanna (BHM) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) leiddi til 9,3% hækkunar launa að meðaltali á árinu og er leiðrétting á launatöflum þar meðtalin. Hækkun til félaga í BHM gilti frá 1. mars 2015 en FÍH frá 1. maí 2015. Niður- staða gerðardóms hefur í aðal- atriðum verið lögð til grundvallar í samningum ríkisins við stór stéttar- félög,“ sagði þar um stöðuna. Með hliðsjón af þessu ákvað kjararáð að laun þeirra sem heyra undir ráðið skyldu hækka um 9,3% frá og með 1. mars 2015. Ákváðu 7,15% hækkun í fyrra Hinn 9. júní 2016 fundaði kjararáð aftur um almenna launahækkun. Rifjað var upp að skv. úrskurði gerð- ardóms um launakjör 18 aðildar- félaga í Bandalagi háskólamanna skyldu laun þeirra hækka um 5,5% frá 1. júní 2016. „Að auki er kveðið á um 1,65% framlag til útfærslu menntunarákvæða úrskurðarins og eftir atvikum annarra þátta í stofnanasamningum,“ sagði þar m.a. Með hliðsjón af þessu skyldu laun þeirra sem heyra undir ráðið hækka um 7,15% frá og með 1. júní 2016. Meira er fjallað um málið á bls. 20. Dæmi um úrskurði kjararáðs 2017 Að auki geta fylgt fríðindi 31. janúar 13. febrúar 30. mars 30. mars 30. mars 15. maí 20. júní 22. júní 22. júní 22. júní Bankastjóri Íslandsbanka* Forstjóri Hörpu tónlistarhúss Forstjóri Borgunar Skrifstofustjóri Alþingis Ríkislög- maður Forstjóri Um- hverfisstofnunar Forstjóri Fjár- málaeftirlitsins Sendiherrar með mannaforráð Varaforseti Hæstaréttar** Forsetaritari Mánaðarlaun 1.131.816 925.856 1.094.455 1.339.043 1.210.442 989.836 1.170.443 989.836 1.432.454 1.094.455 Fjöldi eininga fyrir yfirvinnu og álag 100 40 75 50 40 40 65 33 48 25 Greiðsla á einingu 9.572 9.572 9.572 9.572 9.572 9.572 9.572 9.572 9.572 9.572 Greiðsla fyrir einingar 957.200 382.880 717.900 478.600 382.880 382.880 622.180 315.876 459.456 239.300 Heildarlaun 2.089.016 1.308.736 1.812.355 1.817.643 1.593.322 1.372.716 1.792.623 1.305.712 1.891.910 1.333.755 Hækkun frá Ekki úrskurðað áður Ekki úrsk. áður Ekki úrsk. áður 1. júlí 2016 1. janúar 2016 1. janúar 2016 1. janúar 2016 1. júlí 2016 1. janúar 2016 1. október 2016 Dæmi um rökstuðning fyrir launakröfum ■ Fyrirtækið sé stórt. ■ Starfið geri mikilar kröfur. ■ Árangur hafi verið framúrskarandi. ■ Vinnutími sé 130 tíma umfram venjulegan dagvinnutíma. ■ Margir forstjórar í sam- bærilegum fyrirtækjum í fjármálakerfinu hafi umtalsvert hærri laun en bankastjóri Íslandsbanka. ■ Bankinn þurfi að geta boðið samkeppnishæf laun. ■ Starfið krefjist mikillar viðveru og sýnileika. ■ Forstjórinn sitji í stjórn dótturfélaga Hörpu auk Ráðstefnu- borgarinnar Reykjavíkur og þiggi ekki laun fyrir þau störf. ■ Laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem fyrir- tækið starfi á, en séu ekki leiðandi. ■ Núverandi launakjör forstjóra samræmist kröf- um sem gerðar séu til hans. ■ Það sé talið fara gegn hagsmunum fyrirtækisins að breyta launakjör- um verulega. ■ Reglulegur vinnu- tími sé til kl. 19.00. ■ Yfirvinna sé að jafnaði meira en 50 stundir á mánuði, auk þess meira en 10 klst. eftir kl. 19.00. ■ Skrifstofustjóri sé á stöðugri vakt. ■ Starfið sé sam- bærilegt starfi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti. Eðlilegt sé út frá stöðu Alþingis að þessir embættismenn séu jafnstæðir. ■ Við ákvörðun kjara ríkislög- manns hafi kjararáð haft hliðsjón af launakjörum ríkissak- sóknara. ■ Málum hafi fjölgað og hvert þeirra sé umfangs- meira en áður. ■ Vísað í ný lög um stjórn vatns- mála frá 2011. ■ Stofnuninni hafi verið falið að ann- ast stjórnsýslu á sviði vatnsverndar. ■ Um sé að ræða umfangsmikla lög- gjöf sem innleiði vatnatilskipun ESB. ■ Rekstur við- skiptakerfis ESB með losunarheim- ildir sé viðamikill. ■ Verulegar breytingar hafi orðið á launum í þjóðfélaginu undanfarin misseri. ■ Það geti verið erfitt fyrir FME að halda í starfsfólk sem stofnuninni sé nauðsynlegt. ■ Laun stjórn- anda nemi um helmingi algengra launa millistjórn- enda í banka. ■ Laun sendi- herra hafi dregist aftur úr grunn- launum annarra embættismanna innan stjórnar- ráðsins án þess að til grundvallar því liggi sérstök ákvörðun kjara- ráðs. ■ Varaforseti gegni störfum forseta í forföll- um hans, eða þegar hann sé fjarstaddur. ■ Varaforseti hafi sinnt fag- legum tengslum og samráði við æðstu dómstóla annars staðar á Norðurlöndum. ■ Hafi sinnt ýmsum skyldum er lúti að innri stjórn réttarins. ■ Skrifstofa forseta sé sjálfstæð í stjórnskipun landsins og því sambærileg til dæmis stöðu Alþingis og Hæstaréttar. ■ Umsvif emb- ættisins hafi aukist mikið síðustu ár. * Fram kom í Morgun- blaðinu 22. febrúar sl. að með úrskurðinum hefðu laun Birnu lækkað um 40%. Þau hefðu verið um 3,6 milljónir árið 2015. Ríkissjóður eignaðist öll hlutabréf í Íslandsbanka sem hluta af stöðug- leikaframlagi Glitnis við uppgjör slitabúsins. **Hér er miðað við að ein- ing sé 1% af launaflokki 502-136, skv. launatöflu kjararáðs nr. 502. Mikið álag í yfirstjórn landsins  Fulltrúar ríkisstofnana vísa til álags og ábyrgðar þegar þeir rökstyðja kröfur um launahækkanir  Kjararáð hefur hækkað laun um að meðaltali 31% frá 2014  ASÍ krefst sömu hækkana í vor Morgunblaðið/Ófeigur Stjórnarráðið Forystumenn ríkisstofnana vísa til annríkis og ábyrgðar í rökstuðningi fyrir því að laun þeirra skuli hækkuð hjá kjararáði. Fóru í 1.144 þúsund » Meðallaun hjá ASÍ fóru úr 377 þúsund 2014 í 445 þúsund til og með 31. mars 2017, án mótframlags. Hjá kjararáði fóru meðallaunin úr 873 þús- und í 1.144 þúsund í mars. » Tölurnar eru heildarlaun að meðaltali. » Tölur fyrir laun á öðrum árs- fjórðungi í ár hafa ekki verið birtar á vef Stjórnarráðsins. Þær munu bregða frekari birtu á launaþróunina. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Laun þeirra sem hafa heyrt undir kjararáð hafa hækkað í nokkrum skrefum undanfarin ár og að hluta afturvirkt. Endurskoðuð lög um kjararáð taka gildi 1. janúar nk. Með þeim fækkar þeim sem heyra undir ráðið. Nánar er fjallað um þá breyt- ingu á blaðsíðu 20 hér í blaðinu í dag. Haft var eftir Gylfa Arnbjörns- syni, forseta ASÍ, í Morgunblaðinu sl. miðvikudag að kjararáð hefði sett viðmið um launaþróun í landinu. ASÍ krefjist sömu hækkana. Fram kom í Morgunblaðinu 22. ágúst að meðallaun hjá ASÍ hefðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.