Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Málflutningur hefst í Hæstarétti Ís- lands í dag að loknu sumarhléi. Jafnframt fækkar dómurum við réttinn um einn frá og með deginum í dag. Eiríki Tómassyni hefur verið veitt lausn frá störfum. Eiríkur er 67 ára. Hann var skipaður hæsta- réttardómari 1. september 2011 og hefur því gegnt embættinu um sex ára skeið. Hann var áður prófessor við lagadeild Há- skóla Íslands árin 1994 til 2011. Þar sem Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót verður nýr dómari ekki skipaður í stað Eiríks. Samkvæmt lögum sem Alþingi sam- þykkti s.l. í vor, verður ekki skipað í embætti hæstaréttardómara sem losna fyrr en þess gerist þörf til að fjöldi hæstaréttardómara verði sjö. Við Hæstarétt starfa nú eftirtald- ir dómarar: Þorgeir Örlygsson, for- seti Hæstaréttar, Helgi Ingólfur Jónsson varaforseti, Benedikt Boga- son, Greta Baldursdótir, Ingveldur Einarsdóttir (sett), Karl Axelsson, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Páll Hreinsson (í leyfi) og Viðar Már Matthíasson. Á lista yfir áfrýjuð mál hjá Hæstarétti má sjá að 335 mál bíða þar afgreiðslu. Þar af eru 249 mál sem áfrýjað hefur verið á þessu ári, 85 frá árinu 2016 og eitt mál frá árinu 2015. Í lögunum sem samþykkt voru s.l. vor segir að til mótvægis við fækkun dómara vegna þess fjölda mála sem enn verða til úrlausnar hjá Hæsta- rétti, muni Landsréttur taka við þeim sakamálum sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar en ólokið verð- ur hjá réttinum. Ekki er breytt því fyrirkomulagi að Hæstiréttur ljúki meðferð einkamála sem áfrýjað hef- ur verið til réttarins þegar Lands- réttur tekur til starfa. Þriggja þrepa dómskerfi Með tilkomu Landsréttar um næstu áramót verður grundvallar- breyting á dómskerfinu. Dómskerfið verður þriggja þrepa í stað tveggja. Til hins nýja dómstóls verður unnt að skjóta úrlausnum héraðsdómstól- anna átta og verða úrlausnir hans endanlegar í flestum málum. Í sér- stökum tilvikum og að fengnu leyfi Hæstaréttar Íslands má skjóta nið- urstöðum Landsréttar til Hæsta- réttar. Hundruð mála bíða Hæstaréttar  Hefur störf í dag eftir sumarhlé  Einn dómaranna lætur af embætti Morgunblaðið/Þórður Hæstiréttur Mörg mál bíða réttar- ins að loknu sumarhléi. Eiríkur Tómasson VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að koma því sérstaklega á framfæri hversu þakklát namibíska þjóðin er Íslendingum,“ segir Mor- ina Muuondjo, sendiherra Namibíu á Íslandi, en hún var stödd hér á landi í síðustu viku til þess að af- henda forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannessyni, skipunarbréf sitt. Muuondjo var fyrst skipuð sendi- herra í Svíþjóð árið 2013, en sendi- ráð Namibíu í Stokkhólmi sér um samskipti landsins við Norður- löndin að frátöldu Finnlandi. Hún segir að í upphafi hafi sendiráð hennar átt að sjá um öll Norður- löndin auk Eystrasaltsríkjanna, en ríkisstjórn Namibíu hafi ákveðið að stokka upp í utanríkisþjónustunni og opna nýtt sendiráð í Finnlandi. Allar þessar hræringar hafi því miður tafið fyrir komu hennar hingað til Íslands. Samskiptin ná langt aftur Muuondjo tekur þó fram að sam- skipti ríkjanna hafi alltaf verið traust, þrátt fyrir þá bið. „Ísland og Namibía hafa átt í góðum sam- skiptum í gegnum tíðina, og eiga enn. Þau tengsl byrjuðu jafnvel áð- ur en Namibía varð sjálfstæð 1990,“ segir Muuondjo, en Norð- urlöndin hafi þá stutt landið með þróunaraðstoð. Ísland hafi þar lagt til aðstoð meðal annars í jafnrétt- ismálum og við að bæta aðgang að drykkjarvatni. Muuondjo talar hlýlega um Þró- unarsamvinnustofnun, sem hafi starfað í landinu alveg fram til árs- ins 2012, þrátt fyrir að þróunar- aðstoð hafi verið formlega hætt tveimur árum fyrr, en dregið hefur úr þróunaraðstoð til Namibíu á síð- ustu árum. „Staða okkar er breytt, þar sem við erum talin til ríkja þar sem tekjur eru í efra meðallagi,“ segir Muuondjo, og bætir við að þess vegna séu Namibíumenn nú að skoða önnur tækifæri til samvinnu og viðskipta sem muni koma báðum löndum til góða. „Við erum til dæmis að skoða samstarf á sviði menntunar, skiptinám og ferða- mennsku, bara svo ég nefni nokkur atriði. Þá hefur Ísland leikið lyk- ilhlutverk í sjávarútvegi Namibíu og mun gera það áfram.“ Muuondjo segir að Namibíumenn séu einnig að reyna að ýta undir hagvöxt. „Helstu sóknarfæri okkar þar eru í landbúnaði, framleiðslu- iðnaði, ferðamennsku og í flutn- ingum. Ég er sannfærð um að við getum lært mikið af Íslendingum í þessum efnum og öfugt.“ Muuondjo bætir við í því sambandi að Namibía búi yfir ýmsum kostum fyrir þá sem hefðu hug á að taka þátt í slíku samstarfi. „Landið er lýðræðisríki, það er réttarríki með sjálfstæða dómstóla og við búum við pólitískan stöðugleika. Namibía hefur upp á allt þetta að bjóða. Með það í huga, þá tel ég að íslensk fyr- irtæki ættu að hafa mikið svigrúm til þess að finna starfsgrundvöll í Namibíu, ekki bara fyrir Íslend- inga, heldur einnig Namibíumenn.“ Eigum margt sameiginlegt Muuondjo leggur á það áherslu, að þó að ríkin tvö séu á ólíkum stað á hnettinum eigi þau ýmislegt sam- eiginlegt. Hún nefnir sem dæmi að bæði ríki séu tiltölulega stór að flatarmáli en dreifbýl. Hún nefnir ferðalög á milli land- anna sem góða leið til þess að auka skilning fólks á ólíkum menningar- heimum. Þá sé einnig hægt að ná til fólks með ýmsum hætti, til dæm- is með skiptinámi eða listasýn- ingum. Þá mætti halda sérstaka „Namibíu-viku“ í háskólunum hér til þess að kynna landið ungu fólki. Muuondjo leggur þó áherslu á það að nú þegar séu mikil tengsl sem hafi myndast á milli landanna. „Flestir sem ég hef hitt hérna hafa einhver tengsl við Namibíu eða þekkja einhvern sem hefur verið þar. Það eru þannig tengsl sem við þurfum að varðveita og styrkja.“ Þessi tengsl þarf að varðveita  Morina Muuondjo, sendiherra Namibíu á Íslandi afhenti skipunarbréf sitt hér í síðustu viku  Namibíumenn eru mjög þakklátir fyrir þá aðstoð og velvilja sem Íslendingar hafi sýnt Morgunblaðið/Hanna Sendiherra Morina Muuondjo, sendiherra Namibíu á Íslandi, segir að varð- veita þurfi þau sterku tengsl sem skapast hafi á milli Íslands og Namibíu. Hún afhenti forseta Íslands skipunarbréf sitt á Bessastöðum í síðustu viku. Namibía » Elstu mannvistarleifar í Namibíu eru um 25.000 ára gamlar, en Þjóðverjar gerðu landið að nýlendu sinni á 19. öld. » Eftir fyrri heimsstyrjöld var landið fært undir yfirráð Breta og síðar Suður-Afríkumanna. » Namibía hlaut sjálfstæði ár- ið 1990. Höfuðborgin heitir Windhoek, og var stofnuð af Búum árið 1840. » Rúmlega tvær milljónir manna búa í Namibíu, þar af búa um 325.000 í Windhoek. Endingargóð vatnsheldni og öndun Eiginleikar og þægindi: Verkfræðihönnun GORE-TEX® VÖNDUÐ ÍTÖLSK GÆÐAVARA Vibram® skósólar og GORE-TEX® vatnsheldni í öllum skóm. Komdu til okkar á útsöluna í ICEWEAR MAGASÍN , Laugavegi 91, og fáðu þér vandaða skó á einstöku verði. Heldur fótum þurrum og eykur þægindi GORE-TEX tryggt Shiver GV Kr. 19.990.- Nú kr. 11.994.- Til í mörgum litum LAUGAVEGUR 91 • OPIÐ TIL 22:00 Parete Nord GV Kr. 36.990.- Nú kr. 22.194.- Piolet GV Kr. 34.990.- Nú kr. 20.994.- AltaVia GV Kr. 39.990.- Nú kr. 23.994.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.