Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 19
shoðun FÖSTUDAGUR 2. nóvember 2012 19 Happdrættiseftirlit ríkisins Stundum eru nafngiftir opin- berra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bók- ina 1984, séð þar nöfnin „Sann- leiksráðuneyti“ og „Friðarráðu- neyti“ og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins.“ Opinberum „stofnunum“ fækk- ar. Opinberum „stofum" fjölgar: jafnréttisstofa, neytenda- stofa... Kannski að menn haldi að sæta stofuendingin fái fólk til að gleyma því að margar þessara stofnana fara með vald til að rann- saka, banna, sekta og fyrirskipa. Nýjasta stofan er svokölluð happ- drættisstofa. Það stendur nefni- lega til að reyna að hindra fólk í því að spila póker á netinu. Þar af leiðandi þarf einhverja stofnun til að fylgjast með því hvað fólk gerir á netinu og hverju fólk eyðir peningunum sínum í. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Ég ætla að hlæja. Hlátur er vörn lík- amans við ótta. Citation needed, Ögmundur Margt er reynt að gera til að sann- færa fólk um nauðsyn þess að banna fólki að leika sér á netinu. í inngangi að nýlegri skýrslu um fjárhættuspil á íslandi hélt Ögmundur Jónasson eftirfarandi fram: „Ágengasta spilaformið í seinni tíð er svo fjárhættuspil á Netinu sem soga þegar til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyði- leggja enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þessum vágesti." Síðar kom fram í upplýs- ingum frá innanríkisráðuneytinu að útgjöldin væru 1,5 milljarðar. Ég spurði í grein hér í Frétta- blaðinu í mars sl. hvernig sú tala væri fengin. í júlí birti Ögmundur svo svargrein til mín þar sem hann sagði meðal annars: „Því er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækj- anna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta íslend- inga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011“ Ég sendi fyrirspurn á innan- ríkisráðuneytið og bað um aðgang að þeim gögnum sem ráðherrann nefnir. Það eru nefnilega margar spurningar í þessu. Eru milljarðar króna í töpuðum gjaldeyri orðnir að 1.500 milljónum í kortaveltu? Sumir græða stundum á því að spila póker, er það dregið frá í þeirri tölu? Eru þetta öll fyrir- tækin? Hvaða aðferðafræði nota þau til að flokka útgjöldin? Aðal- málið er samt bara aö í opinberri umræðu er ekki boðlegt að vísa til gagna sem enginn getur sann- reynt. Ég sendi fyrirspurnina sama dag og Ögmundur birti grein sína, 16. júlí. Ég bíð enn svars. í sömu grein sagði Ögmundur jafnframt: „Samkvæmt upplýsing- um sem innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrir- tæki vanáætli þessar fjárhæðir." Þetta hljóma eins og mjög fróð- legar upplýsingar. Koma þær frá norska ríkinu? Norskum háskóla? Norskum vini ráðherra? Og hvaða upplýsingar voru þetta? Útreikn- ingar? Skýrsla? Sjónvarpsþáttur? Ég bað ráðuneytið einnig um aðgang að þessum óljósu, en þó norsku, upplýsingum. Svörin í þessu tilfelli hafa einnig látið á sér standa. Það þykir mér dálítið undarlegt. Ég verð að segja að ég hef almennt ágæta reynslu af því að senda ráðuneytum fyrirspurnir. En í þessum málum er fátt um svör. íslenska hólfið Rifjum upp: ítarleg rannsókn hefur leitt í ljós að 0,8% íslend- inga eiga við líklega spilafíkn að etja. Þetta, ásamt óljósum og ósannreyndum útgjaldatölum, er notað sem rök fyrir því að banna fólki að spila póker á netinu. Hugsanlega á að loka á póker- síður, loka á greiðslur til þeirra og setja á fót sérstaka stofnun til að fylgjast með því að bönnin haldi. Þetta er vont. Því fleiri slík bönn sem eru sett, þeim mun lík- legra er að netið hólfist niður og vefsíður bjóði almennt ekki þjón- ustu sína nema á fáum og stórum markaðssvæðum af ótta við að verða brotleg við lög einhverra annarra ríkja. Þar með verðum við fátækari. Við munum sitja á þeim fáu íslensku síðum sem lúta íslenskum lögum og borga með okkar íslensku kreditkortum fyrir þá íslensku þjónustu sem hinir íslensku aðilar vilja veita okkur íslendingum hér á íslandi. Og íslenskar stofnanir munu sjá til þess að við förum okkur ekki að voða. Nei, fyrirgefið, ekki íslenskar stofnanir. íslenskar stofur. Kaflaskil í nor- rænni samvinnu Norræn samvinna Gunnar Alexander Ólafsson Elvar Örn Arason stjórnmálafræðingar og áhugamenn um norræna samvinnu * Anýafstöðnu þingi Norður- landaráðs var upplýst að Svíþjóð og Finnland myndu taka þátt í sameiginlegu loft- rýmiseftirliti Norðurlanda á íslandi. Loftrýmiseftirlit flug- herja Norðurlanda er ein tillaga af mörgum um nánara sam- starf á sviði öryggis- og varn- armál sem fram kom í skýrslu sem kennd er við Thorvald Stol- tenberg, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Noregs. Hann samdi skýrslu árið 2009 fyrir utan- ríkisráðherra Norðurlandanna um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. í skýrsl- unni voru settar fram þrett- án tillögur sem miða að því að efla norrænt samstarf í ofan- greindum málum. Tillaga Stoltenbergs um norrænt loftrýmiseftirlit yfir íslandi sem ákveðið hefur verið að hrinda í framkvæmd er frumleg og ögrandi, þar sem hvorki Finnar né Svíar eiga aðild að NATO. Að okkar mati er þessi ákvörðun fyrsta skrefið í jákvæðari þróun, þ.e. þeirri að Norðurlandaríkin taki smám saman að sér stærra hlutverk varðandi öryggis- og varnarmál innan Norðurlanda. í þessu sambandi er athyglis- vert að bæði Finnland og Sví- þjóð eru hlutlaus ríki og bæði aðildarríki ESB, en þátttaka þeirra í öryggis- og varnar- samstarfi er byggð á grundvelli norrænnar samvinnu. Ákvörð- unin um loftrýmiseftirlitið yfir íslandi tvinnar því saman hags- muni Norðurlandaríkja, NATO og stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum. Aukið samstarf Norður- landaríkjanna á þessu sviði mun efla öryggi á norðlægum slóðum. Efling norræns sam- starfs kæmi því til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Utan- ríkis-, öryggis- og varnarsam- starf ESB er í stöðugri þróun. íslendingar geta skipað sér í sveit með öðrum norrænum ríkjum og Eystrasaltslöndunum innan þess. Innganga íslands í ESB ásamt nánara samstarfi Norð- urlandaríkja á sviði öryggis- mála mun fylla það tómarúm sem skapaðist í kjölfar brott- hvarfs Bandaríkjahers og minnkandi þátttöku Atlants- hafsbandalagsins í öryggis- málum á norðlægum slóðum. Vænting og vonbrigði Samfélagsmál Teitur Björn Eínarsson lögmaður Mörgum er tíðrætt um virð- ingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort íslend- ingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlut- verk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífs- kjör fólks og auka velsæld í samfé- laginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og bein- línis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurn- ingin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipt- ing. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylk- ingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrir- heit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar vænt- ingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættu- legar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem tak- marka eða banna tilteknar fjárfest- ingar. Til að standa undir stækk- andi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreið- enda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka vel- sæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borg- aranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlut- verki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki. **** ÁHORFENDUR FÖGNUÐU OG VRR ZERIN feTZEÐK TIL FRETTABLHÐIÐ EFTIRMINNI- ^ LEGASTH BLAKKÁT SENIÉG HEF UPPLIFHÐ DJÖFLHEYJBN Hló af mér in dýrmæta maskarann á Blakkát! ÖRK EIÐSDÓTTIR ritstýra á Séd og heyrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.