Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 46
HELGIN 46 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR „Ég er á bólakafi í Airwaves og hef sjaldan skemmt mér jafn vel. í kvöld œtla ég að sjá Apparat Organ Quartet og Half Moon Run. Á laugardaginn spila ég með Sykri í Macland- portinu hjá Sirkus og á Faktorý um kvöldið. “ Halldór Eldjárn úr hljómsveitinni Sykri. Láta reyna á „meikið“ eftir 20 ára hlé „Okkur fannst tímabært að draga fram þetta nafn í tilefni af Airwaves-hátíðinni og láta reyna á „rneikið," segir Stefán Hilmarsson kíminn. Hljómsveitin Beaten Bishops spilar á Spot á laugardagskvöld. íslendingar þekkja hana betur undir nafninu Sálin en enska heit- ið var notað þegar sveitin ætlaði að slá í gegn á erlendri grundu í byrj- un tíunda áratúgarins. „Árið 1991 fórum við út til Danmerkur að ég held og spiluð- um í félagi við aðrar sveitir. Síð- asta opinbera giggið var í Ósló eða Stokkhólmi 1992. Biskuparnir lögðu upp laupana þá,“ segir Stefán og brosir í dag að þessum „meik“- draumum. Aðspurður segir hann þennan tíma hafa verið virkilega skemmtilegan. „En við máttum eiginlega ekki vera að því að sinna þessu því það var svo mikið að gera hérna heima.“ Á upphafsárum Airwaves stóð Sálinni til boða að troða upp á hátíðinni en hafði ekki tök á því þá. Síðan hafa þeir félagar beðið þolin- móðir eftir öðru tækifæri en ekk- ert verið hringt. Þeir ákváðu því að taka málin í eigin hendur og verða rúmlega „off-venue“ í Kópavogi í von um að erlendir útsendarar plötufyrirtækja komi auga á þá. Á sínum tíma tengdu sumir útlendingar nafnið Beaten Bishops við sjálfsfróun. Stefán kannast við þessa umræðu. „Ég man ekki hver átti þessa nafnahugmynd en ætli það hafi ekki verið ég. Svo var okkur bent góðfúslega á að „bishop“ væri slanguryrði yfir getnaðarlim og „beat the bishop“ væri einhvers konar sjálfsfróun. Þetta var svona eftir á að hyggja ekki alveg besta nafnið," segir hann og hlær. Beaten Bishops gaf út eina plötu á sínum ferli, Where Is My Dest- iny?, og verða lög af henni í bland við önnur Sálarlög spiluð á Spot.-fb „MEIKIÐ" MISTÓKST Hljómsveitin Beaten Bishops fyrir um tuttugu árum. FISKIVIKA Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 CHIARA: ÉG HEF EKKI UNDAN AÐ SVARA SÍMTÖLUM OG SKILABOÐUM Eurovision-drottning í slagtogi með íslendingum Chiara hefur tekið þátt í Eurovision í þrígang fyrir hönd Möltu. Samtals hefur hún fengið 388 stig í keppninni og er því í þriðja sæti yfir stigahæstu keppendur fyrr og síðar, á eftir þeim Dima Bilan frá Rússlandi og Carolu frá Svíþjóð. 1998 söng hún ballöðuna The One That I Love og endaði í þriðja sæti. ísland var ekki með þetta árið sökum slaks gengis árið á undan. 2005 náði hún öðru sætinu með lagið Angel sem hún samdi sjálf. Selma Björnsdóttir fór sem fulltrúi okkar með lagið If I Had Your Love en komst ekki upp úr undankeppninni. 2009 komst Chiara upp úr undankeppninni með lagið What If We og endaði í 22. sæti í lokakeppninni. Við íslendingar enduðum í öðru sæti með laginu Is It True í flutningi Jóhönnu Guðrúnar. „Ég hef verið að syngja mikið með Heru Björk um alla Evrópu og ég tók eftir því hvað hún átti í góðu sambandi við Valla, umboðs- manninn sinn. Ég manaði mig loksins upp í að spyrja hvort hann hefði áhuga á að taka mig að sér líka,“ segir maltneska Eurovision- drottningin Chiara Siracusa. Chiara hefur skrifað undir samning við íslenska útgáfufyr- irtækið Hands Up Music, sem er í eigu Valgeirs Magnússonar, eða Valla Sport, og Örlygs Smára Jakobssonar. Saman gáfu þau út sitt fyrsta lag, Forget Forgetting Me, á þriðjudaginn. „Ég hef varla undan að svara símtölum og skila- boðum þar sem fólk er að lýsa yfir ánægju með lagið,“ segir Chiara, en það var frumflutt í sjónvarps- Íætti á Möltu á sunnudaginn. slendingar ættu að þekkja lagið betur undir heitinu Allt fyrir ástina og í flutningi Páls Óskars Hjálmtýssonar, en það er samið af Örlygi Smára, Niclas Kings og Danielu Vecchia. Chiara segist ekki hafa þekkt lagið áður en þeir Valgeir og Örlygur Smári bentu henni á það. Hún hefur heldur aldrei hitt Pál Óskar, þótt þau deili ást á Eurovision-söngvakeppninni og hafi bæði tekið þátt. „Ég byrjaði ekkert að fylgjast með keppninni af alvöru fyrr en ég tók sjálf þátt árið 1998. Síðan þá hef ég verið mikill aðdáandi og er algjörlega föst í Eurovision-heiminum núna,“ segir Chiara, en hún hefur tekið þátt í keppninni í þrígang fyrir hönd Möltu. Hún segir sigurlagið frá árinu 1987, Hold Me Now með Johnny Logan, hennar uppáhalds- lag í keppninni frá upphafi og af íslensku lögunum sé það lag Heru Bjarkar, Je ne sais quoi. „Það lítur kannski illa út því þau eru bæði góðir vinir mínir, en þetta eru í alvöru uppáhaldslögin mín,“ segir hún og hlær. Aðspurð segir hún Eurovision- ferli sínum vonandi ekki lokið. „Ég er viss um að keppnin á eftir að toga mig til sín aftur í framtíðinni. Mér líður eins og ég eigi enn eitt- ÞRISVAR í EUROVISION hvað ógert þar,“ segir Chiara og þegar blaðamaður bendir henni á að hún eigi augljóslega enn eftir að fara með sigur af hólmi hlær hún dátt og svarar; „Nákvæm- lega.“ Hún segir þó íslandsheim- sókn vera á dagskrá fyrst því hana dreymi um að koma hingað, kynn- ast landi og þjóð og vonandi taka lagið. tinnaros@frettabladid.is 250 þúsund seld í Frakklandi Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintök- um á fáeinum mánuðum. Bókin heitir á frönsku La riviére noire. Hún flaug beint inn á vin- sældalistann við útgáfu og var í sautján vikur samfleytt í einu af tíu efstu sætunum. Áður hafði innbundna útgáfan trónað á toppi metsölulista yfir glæpasögur þar í landi. Von er á Bettý eftir Arnald í vasabroti í Frakklandi í næsta mánuði og í febrúar verður bókin Furðustrandir gefin þar út innbundin. Það verður tíunda bókin sem kemur út eftir hann í Frakklandi. Vinsældir bóka Arnaldar á erlendri grund fara stig- vaxandi en nú hafa á átt- undu milljón bóka hans selst á heimsvísu. Arnald- ur var val- inn einn af tíu bestu núlifandi glæpa- sagna- höfund- um í Evrópu af Guardian á síð- asta ári og var þar meira að segja efstur á blaði. Ný bók eftir Arn- ald, Reykjavíkur- nætur, er nýkominn út en hún fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar Sveinssonar. - fb VINSÆLL Arnaldur Indriðason nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.