Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUPAGUR Sagði frá niðurfellingu kauprétta Forstjóri Eimskips greindi formanni VR frá því að til stæði að fella niður kaup- rétti stjórnenda fyrirtækis- ins áður en hlutafjárútboði lauk. Fjármálaeftirlitið rannsakar hvort allir bjóð- endur hafi setið við sama borð. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, sagði Stefáni Einari Stefánssyni, formanni VR, að til stæði að falla frá kaupréttum stjórnenda félags- ins áður en fagfjárfestaútboði lauk á fimmtudag í síðustu viku. Stef- án Einar sagði Helga Magnússyni, stjórnarformanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, frá málinu í kjöl- farið. Fjármálaeftirlitið rannsakar hvort allir hafi setið við sama borð í lokuðu útboði til fagfjárfesta á 20 prósenta hlut í Eimskip sem lauk klukkan 14 síðastliðinn fimmtu- dag. Á meðal þess sem það rann- sakar er hvort forsvarsmenn Eim- skips hafi upplýst einhverja um að til stæði að fella niður kauprétt- ina áður en útboðinu lauk og hvort að umsjónaraðilar útboðsins hafi boðið völdum þátttakendum að gera fyrirvara um kaupréttina við tilboð sín. Umfangsmiklir kaupréttir stjórnenda Eimskips urðu til þess að nokkrir af stærstu lífeyris- sjóðum landsins ákváðu að taka ekki þátt í útboðinu. Stjórnendur- nir féllu síðar frá kaupréttunum og var tilkynnt um það til kauphallar að kvöldi síðastliðins fimmtudags. Lífeyrissjóðurinn Festa öskaði í kjölfarið eftir því að FME myndi taka útboðið til rannsóknar. Sjóð- urinn vill meðal annars meina að starfsmenn umsjónaraðila útboðs- ins, íslandsbanka og Straums fjár- festingabanka, hafi boðið sumum þátttakendum í útboðinu að gera tilboð í hlutabréf Eimskips með fyrirvara um að kaupréttarsamn- ingar stjórnenda yrðu felldir niður. Festa taldi ótækt að valdir fjárfestar hefðu fengið meiri upp- lýsingar en komu fram í útboðs- lýsingu og stóðu öðrum fjárfest- um til boða. Auk þessa rannsakar FME auk þess hvort einhverjir hafi haft upplýsingar um að til stæði að fella niður kaupréttina á meðan að útboðinu stóð. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fór eftirlitið meðal ann- EIMSKIP Fjármálaeftirlitið fór í vettvangsferðir til umsjónaraðila útboðsins, íslandsbanka og Straums, fyrr í vikunni. Þar fékk það meðal annars afrit af samskiptum starfs- manna þeirra við utanaðkomandi aðila. Cylfi Sigfússon er forstjóri Eimskips. fréttabuðib/stefAn Gylfi gat ekki tekið ákvörðunina einn Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir að Gylfi Sigfússon, for- stjóri Eimskips, hafi fengið skilaboð klukkan korter yfir eitt þennan fimmtudag um að Stefán Einar væri að reyna að ná tali af honum. „Gylfi náði ekki að svara honum vegna þess að hann var á fundi. Um hálf tvöleytið fékk hann tölvupóstfrá Stefáni þar sem hann lýsir áhyggjum sínum og starfsmanna fyrir- tækisins yfir þessu máli. Rétt fyrir klukkan tvö þá hringjast þeir á þar sem að Gylfi fer yfir þennan tölvupóst og segist skilja þessar áhyggjur hans. Þeir sam- mælast um að Gylfi haldi áfram að skoða þessi mál. Þegar útboðinu er lokið klukkan korter yfir tvö koma þessir miklu fyrirvarar í Ijós, sem menn höfðu verið að setja á tilboðin. Gylfi hringir síðan aftur í Stefán um klukkan korter í þrjú og tilkynnir honum um fyrirvarana og að hann ætli sér að vera í sambandi við framkvæmdastjóra fyrirtækisins til að sjá hvað sé hægt að gera varðandi kaupréttina. Á þessum tímapunkti voru tveir framkvæmdastjórar erlendis, og annar þeirra meira að segja í flugi. Þetta var ekki Gylfa ákvörðun ein og sér að taka, heldur þurftu sex menn að taka þessa ákvörðun um að falla frá kauprétt- unum. Það næst ekki fyrr en um sexleytið, líkt og komið hefur fram áður." ars fram á það við Lífeyrissjóð verzlunarmanna á mánudag að hann upplýsti um hvenær forsvars- menn sjóðsins hefðu fengið upplýs- ingar um að fallið yrði frá kaup- réttunum. Það hefur auk þess farið í vettvangsferðir til umsjónaraðila útboðsins og fengið afrit af sam- skiptum starfsmanna þeirra sem áttu sér stað á meðan á útboðinu stóð. Stefán Einar sendi forstjóra Eimskips tölvupóst klukkan 13.30 síðastliðinn fimmtudag þar sem hann gerði grein fyrir áhyggjum sínum vegna kaupréttanna, enda starfaði fjöldi félagsmanna VR hjá Eimskip og að hans mati væri málið farið að skaða fyrirtækið. í póstinum lagði Stefán Einar síðan til að kaupréttirnir yrðu látnir niður falla. „Gylfi hringdi síðan í mig klukkan 13.45. Þar gerir hann mér grein fyrir því að hann sé að kalla saman stjórnarfund þar sem hann muni leggja til að þetta yrði fellt niður. Hann bað mig fyrir þessu í trúnaði sem ég geri ráð fyrir að geri mig að tímabundn- um innherja. Ég lofaði því, nema ég spyr hvort ég eigi að hafa sam- band við lífeyrissjóðinn vegna þess að ég vissi að þeir voru á stjórnar- fundi og að þeir væru að vinna að yfirlýsingu um málið.“ Stefán Einar kallaði í kjölfarið Helga Magnússon, stjórnarfor- mann Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, út af stjórnarfundi í sjóðn- um. Hann telur að klukkan hafi þá verið um fimm mínútur í tvö. „Ég hef það hins vegar staðfest úr tölvukerfinu hér að ég sendi tölvu- póst á Gylfa Sigfússon klukkan 13.30. Hann hringdi í mig klukkan 13.45 og ég var kominn upp á skrif- stofu hjá lífeyrissjóðnum klukkan fimm mínútur í tvö“. Samkvæmt upplýsingum frá Líf- eyrissjóði verzlunarmanna bárust upplýsingarnar inn á stjórnarfund- inn stuttu eftir að útboðinu lauk. Þórður Snær Júlíusson xÁj/a thordur@fréttabladid.is MáStGfri- FRÉTTASKÝRING: Fjármálaeftirlitið rannsakar hlutafjárútboð Eimskips Golf kostar adeins fró 3.390.000 kr. * Volkswagen Golf var sigurvegari í órlegri sparaksturskeppni Atlantsolíu 2012, í flokki disilbíla 1.4-1.6 cc. Volkswagen Golf BlueMotion Sparnaðarráð frá Þýskalandi Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km** ** Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Golf BlueMotion 1.6 Das Auto. Komdu og reynsluaktu Volkswagen Golf Reynslan er góð! Laugavegi 170-174 • 590 5000 • hekla.ls • hekla@hekla.is • umboösmenn um land allt Œl HEKLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.