Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 42
42 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR sport S sport@fre sport@frettabladid.is ATLI EÐVALDSSON var ( gær ráðinn þjálfari C-deildarliðs Reynis í Sandgerði en hann skrifaði undir þriggja ára sannning við félagið. Atli þjálfaði íslenska landsliðið frá 2000 til 2003 en gerði einnig KR að íslandsmeisturum árið 1999. Hann stýrði slðast liði í efstu deild þegar hann tók við Val á miðju tímabili árið 2009. ÚRSLIT Dominos-deild karla Njarðvík - Stjarnan 108-115 (46-50, 89-89, 98-98) Njarðvik: Elvar Már Friðriksson 36/10 stoðsend- ingar, Marcus Van 27/27 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 23, Ágúst Orrason 13, Maciej Stanislav Baginski 8/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 1. Stjarnan: Justin Shouse 33/12 stoðsendingar, Brian Mills 24/8 fráköst, Jovan Zdravevski 15, Sæmundur Valdimarsson 13, Marvin Valdimarsson 11/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 9, Dagur Kár Jónsson 7, Sigurjón örn Lárusson 3. ÍR - Grindavík 105-99 (44-52) IR: Eric James Palm 35, Nemanja Sovic 24, D'Andre Jordan Williams 14/10 stoðsendingar/5 stolnir, Hreggviður Magnússon 12, Sveinbjörn Claessen 8, Hjalti Friðriksson 8, Þorvaldur Hauksson 4. Grindavík: Samuel Zeglinski 28/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 25, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Aaron Brouss- ard 10/8 fráköst, Ómar örn Sævarsson 8, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Davíð Ingi Bustion 1. Keflavík - Fjölnir 91-69 (46-40) Keflavfk: Michael Graion 25/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 22/16 fráköst, Kevin Giltner 12, Magnús Þór Gunnarsson 8/5 stoðsend- ingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/12 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 5, Valur Orri Valsson 4/5 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4/5 fráköst, Andri Danlelsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2. Fjölnir: Árni Ragnarsson 18/9 fráköst, Sylverster Cheston Spicer 17/10 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Róbert Sigurðsson 5, Elvar Sigurðsson 4, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Leifur Arason 3, Christopher Matthews 2, Jón Sverrisson 2/5 fráköst. Tindastóll - Skallagrímur frestað NÆSTU LEIKIR Snæfell - KFf I kvöld kl. 19.15 ÞórPorl.-KR f kvöld kl. 19.15 Undankeppni EM 2014 1. riðill: Spánn - Portúgai 34-20 2. riðill: Þýskaland - Svartfjallaland 27-31 3. riðill: Frakkland - Litháen 27-18 5. riðill: Svíþjóð - Úkraína 27-23 ÚTSALA ÁKAMÍNUM Líttu við í verslun okkar eða kynntu þér úrvalið á heimasíðunni: www.normx.is NORMX Setlaugar & kamínur Auðbrekku 6 • 200 Kópav. • Sími 565 8899 íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að menn þar á bæ séu ekki að fara á taugum þrátt fyrir slæma byrjun á vetrinum. Hugmynda- fræði KR er að stóla á heimamenn en ekki útlendinga í vetur. TREYSTIR A HEIMAMENN Uppöldu KR-ingarnir og landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson eiga að vera í aðalhlutverki hjá KR. Þeir eru hér með Böðvari formanni. FRÉTTABLABiÐ/ERNm körfubolti KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga, sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Ham- ars í Lengjubikarnum. f kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorláks- höfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vestur- bænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrj- un nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna,“ segir Böðvar Guðjónsson, for- maður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinfi gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við.“ Útlendingarnir ekki staðið undir væntingum Útlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir vænt- ingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmynda- fræði sem KR er að vinna eftir í vetur, en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynj- ar Þór til liðs við okkur og vilj- um gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt.“ Rétt ákvörðun að ráða Helga KR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálf- ara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurninga- merki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og Við vildum ekki útlendinga til þess að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum. BÖÐVAR GUÐJÓNSSON FORMAÐUR KKND. KR föllum með henni. Helgi er þraut- reyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn,“ segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi SÍtt að segja. henry@frettabladid.is CUNNAR HEIÐAR Hefur slegið í gegn með Norrköping en hér bregður hann á leik á æfingu með íslenska landsliðinu. fréttablaðið/stefAn íslenskir landsliðsmenn: Þrír á meðal 50 bestu í Svíþjóð fótbolti Sænska blaðið Express- en birti á vefsíðu sinni í gær úttekt þar sem 50 bestu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar voru valdir. Þrír íslenskir landsliðs- menn voru þar á meðal - Gunn- ar Heiðar Þorvaldsson (9. sæti), Alfreð Finnbogason (17. sæti) og Ari Freyr Skúlason (47. sæti). Gunnar Heiðar er næstmarka- hæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað sextán mörk fyrir IFK Norrköping sem er í sjötta sæti deildarinnar. Þá er Ari Freyr Skúlason í lykilhlutverki hjá GIF Sundsvall. Alfreð Finnbogason skoraði tólf mörk í sautján leikjum með Helsingborg, en þar var hann í láni frá belgíska félaginu Lokeren, sem svo seldi hann til Heerenveen í Hollandi. Þar hefur hann farið mikinn og skorað átta mörk í jafn mörgum deildarleikj- Um. - esá Hollenska bikarkeppnin: Jóhann Berg skoraði tvö FÓTBOLTI Jóhann Berg Guðmunds- son var á skotskónum með liði sínu, AZ Alkmaar, sem vann 4-1 sigur á D-deildarliðinu Boso Sneek í hollensku bikarkeppninni í gær. Þá skoraði Helgi Valur Daníels- son mark AIK, sem gerði 1-1 jafntefli við Hácken í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Með jafn- teflinu urðu titilvonir Hácken að engu. - esá Síðustu sex leikir Arons í Höllinni Síðustu fimm leikir Guðjóns Vais í Höllinni Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson raða inn mörkum í Höllinr Sigur á Hvíta-Rússl. Sigurá Hollandi Jafntefli við Noreg Sigur á Finnlandi Sigur á Austurriki 11 (18 skot) 7 (8 skot) 4 (10 skot) 5 (7 skot) 8 (9 skot) Samanlagt: 43 mörk (63 skot, 68 prósent skotnýting) handbolti Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru mennirnir á bak við sigurinn í fyrsta leik hand- boltalandsliðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar. Strákarnir úr Kiel voru saman með 22 mörk í 36-28 sigri á Hvít-Rússum og eins og undanfarin ár hefur verið hægt að treysta á þeir félagar finni fjölina sína í Höllinni. Guðjón Valur skoraði 11 mörk úr 15 skotum, þar af komu fimm marka hans á síðustu sjö mínútunum og tvö voru af vítapunktinum. Aron nýtti 11 af 18 skotum sínum og komu þau öll utan af velli. Aron skoraði 7 mörk úr 10 skotum á fyrstu 22 mínútum leiksins. Það heyrist líklega sjaldnast hærra í stúkunni en þegar Guðjón Valur skor- ar úr einu af sínum háhraða hraðaupp- hlaupum eða þegar Aron lætur eitt af þrumuskotum sínum þenja netmöskva andstæðinganna. Guðjón Valur og Aron hafa nú báðir skorað yfir 50 mörk í átta síðustu leikj- um íslands í Laugardalshöllinni og hafa öðrum fremur séð til þess að liðið hefur unnið 7 þessara leikja og ekki tapað neinum þeirra. 46 af þessum 50 mörk- um Guðjóns hafa reyndar komið í síð- ustu fimm leikjum hans þar sem hann hefur aldrei skorað minna en sjö mörk. Aron er með 43 mörk úr 63 skotum (68 prósent) í sex síðustu leikjum sínum í Laugardalshöllinni en Guðjón Valur hefur skorað 46 úr 58 skotum (79 pró- sent) í sjö leikjum sínum í Höllinni á sama tímabili. Guðjón Valur náði að skora tíma- mótamark í leiknum í fyrrakvöld því hann er nú kominn með 202 landsliðs- mörk í húsinu. Guðjón náði þessu í aðeins sínum 33 landsleik í Höllinni og er hann því búinn að skora 6,1 mark að meðaltali í leikjum sínum þar. Guðjón Val vantar þó enn 34 mörk til að ná Ólafi Stefánssyni, sem skor- aði 236 mörk í 53 landsleikjum sínum í Laugardalshöllinni eða 4,5 að meðal- tali í leik. Guðjón lék sinn fyrsta landsleik í Höllinni 2001 og hefur síðan skorað átta mörk eða fleiri í 11 landsleikj- um í Laugardalshöllinni, en hann var einu marki frá því að jafna sinn besta persónulega árangur. Guðjón Valur hefur þrisvar náð því að skora tólf mörk í einum leik í Laugardalshöllinni. Aron Pálmarsson er þegar kominn með 89 mörk í 14 leikjum sínum í Höll- inni og því ekki ólíklegt að hann verði kominn í 200 marka klúbbinn með Ólafi og Guðjóni Val eftir nokkur ár. - óój Sigur á Hvíta-Rússlandi 11 (15 skot) Jafntefli við Noreg 8 (11 skot) Sigur á Finnlandi 7 (9 skot) Sigur á Austurríki 8 (10 skot) Sigur á Þýskalandi 12 (13 skot) Samanlagt: 46 mörk (58 skot, 79 prósent skotnýting)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.