Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDACUR Örn, œtlarðu að fd svans- búninginn hennar Bjarkar lánaðan fyrir giggið? „Já, pottþétt. Svo höldum við kannski aukatónleika á Álftanesi." Örn Ellas Guðmundsson, Mugison, hljóp I skarðið fyrir hljómsveitina Swans á lceland Airwaves 1 gær. NÝR IPAD Minni útgáfan er 5 fersentí- metrum minni en iPad af venjulegri Stærð. NORDiCPHOTOS/ÁFP Sala hefst um heim allan: Apple hefur sölu á iPad mini tækni Bandaríski tölvurisinn Apple hefur sölu á nýjum útgáfum af iPad-spjaldtölvunum um heim allan í dag. íslenskar verslanir hefja einnig sölu á tölv- unum í dag. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti nýju spjaldtölvurnar á þriðjudag í síðustu viku. Bæði er um uppfærslu á þriðju kynslóð af iPad að ræða og minni útgáfu af tölvunni. Áhrifa Steve Jobs á vörur fyrirtækisins gætir í æ minni mæli. Ný framleiðslutæki eru notuð í vörur Apple og breyting- ar á yfirstjórn hönnunardeilda á miðvikudag gætu haft mikil áhrif á notendaviðmót Apple-tækja framtíðarinnar. - bþh Varaforsætisráðherra l'raks: Dæmdur öðru sinni til dauða Iraks. ap Dómstóll í írak hefur kveðið upp dauðadóm yfir Tarik al Hashemi, varaforseta landsins, fyrir að hafa reynt að fá lífverði til að myrða háttsettan embættis- mann. Þetta er í annað sinn á tæpum tveimur mánuöum sem dauða- dómur er kveðinn upp yfir Hashemi, en hann flúði til Tyrk- lands í lok síðasta árs. Hann segist saklaus af ákær- unum. - gb 2 Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar nýtir byltingarkennda tækni til að rannsaka lífsferil þorska við Island: Nota gervitunglamerki til þorskrannsókna rannsóknir Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar og samstarfsaðilar hafa tekið í notkun nýja tækni sem gerir kleift að fylgjast með ferð- um þorska við ísland. Tæknin byggir á fisk- merkjum sem senda upplýsingar um ferðir fiskanna um gervitungl. Þannig fást gögn um hegðun og umhverfi fiskanna án þess að endurveiða fiskana, sem er nýjung í þorsk- rannsóknum. Slík gögn gefa meðal annars nýjar hagnýtar upplýsingar um þorskinn þegar hann dvelur utan veiðislóðar. Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum segir að merkin séu á ýmsan hátt sambærileg þeim sem notuð hafa verið til hvalarannsókna, en gögnin frá gervitunglafiskmerkjunum skila sér hins vegar á þann hátt að merkin losa sig af fiskunum á fyrir fram ákveðnum tíma og fljóta upp í yfirborð þar sem þau geta fyrst náð sambandi við gervitungl ARGOS-gervitungla- kerfisins. Um gervitungl berast þannig mæli- gögn yfir fiskdýpi á farleiðinni hverju sinni, sem og sjávarhita og birtumagn. Fyrstu niðurstöður rannsókna sem hófust í vor lofa góðu. „Vænir hrygningarfiskar sem merktir voru í Faxaflóa hafa meðal annars komið fram bæði sunnan við land og norðan, allt að 600 kílómetrum frá merkingarstaðn- um,“ segir Jóhannes. Laxfiskar kynna rannsóknina á þorskinum, ásamt öðrum rannsóknum, á opnum fundi á þriðjudaginn kemur í Víkinni - Sjóminja- safninu, Grandagarði. - shá GOLÞORSKUR I MERKINGU Jóhannes og Erlendur Geirdal við merkingar á þorski sem hafa skilað áhugaverðum niðurstöðum. mvnd/iaxfiskar Hnetum úthýst úr skólum Reykjavíkur Fimm grunnskólar í Reykjavík eru hnetufríir vegna bráðaofnæmis skólabarna. Nemendur í skólunum eiga ekki að koma með nesti í skólann sem inniheldur hnetur eða er unnið úr hnetum. Bráðaofnæmi fyrir hnetum verður æ algengara. HEILBRIGÐISMÁL í FoSSVOgSSkÓla eru fimm börn með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Þar hefur sú stefna verið innleidd að foreldrar barna í skólanum sendi þau ekki í skól- ann með nesti sem inniheldur hnetur. „Börnin eru voða dug- leg að koma með ávexti í nesti. Það var hins vegar eitt og eitt barn sem kom með eitthvað sem inni- hélt hnetur og því send- um við út ábendingu um að því ætti helst að sleppa,“ segir María Skaftadóttir, hjúkr- unarfræðingur. Hún er verkefnisstjóri yfir heilsugæslu í Réttar- holtskóla, Breiða- gerðisskóla, Hvassaleitisskóla og Fossvogskóla. „Við byrjuð- um á þessu í fyrra því það eru óvenju mörg börn með hnetuofnæmi í skólanum núna og þeim fer allt- af fjölgandi," segir María. „Þetta hefur ekki verið vanda- mál en það þarf að passa vel upp á þetta. Hnetur leyn- ast í mjög mörgu þótt það sé ekki uppgefið á umbúð- um,“ segir María. „Við vinnum náttúr- lega að forvörnum £ to og fræðslu líka. Við bíðum ekki bara eftir að einhver slasist." Markmiðið með því að gera skólana hnetufría er að skapa öruggt umhverfi fyrir alla nem- endur. María segir foreldra barna í skólunum hafa tekið vel í þetta verkefni og segir þá skilnings- ríka. „Við Björg Cortes erum tveir hjúkrunarfræðingar með þessa fjóra skóla og höfum verið að vinna að þessum hnetu- fríu skólum. Þetta er mikið rætt meðal okkar skólahjúkrunar- fræðinga að flestir skólar taki tessa stefnu upp,“ segir María. saksskóli er einnig „hnetufrír" skóli. birgirh@frcttabladid.is Fyrst af öllu hringt í Neyðarlínuna eir sem hafa bráðaofnæmi fyrir hnetum mega helst ekki komast í tæri við hnetur eða nokkur matvæli sem innihalda hnetur. Hnetusmjör, hnetujógúrt og ýmsar brauðtegundir innihalda til dæmis hnetur. „Þeirsem eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum eru svo viðkvæmir fyrir þeim að það eitt að borða matvæli frá einhverjum sem er nýbúinn að handleika hnetur getur kallað fram einkenni," segir María. Um viðbrögð við bráðaofnæmis- einkennum segir María það einfaldlega mjög gott að vita hvort einhver sé með bráðaofnæmi. Þá sé maður fljótari að átta sig á einkennunum. „Óþægindi í öndunarvegi eru það sem maður er hræddur við. Fyrstu einkennin sem krakkarnir segja sjálfir frá eru pirringur í öndunarveginum, í tungunni eða í vörunum." Einkenni bráðaofnæmisins eru að ein- staklingurinn bólgnar upp og bólgan getur lokað öndunarveginum. „Fólk er hvatt til að nota adrenalín- sprautuna fyrr en seinna. Ég hef verið að hvetja starfsfólkið í skólunum til að nota sprautuna frekar en að sleppa því." í hvert skipti sem svona tilfelli kemur upp er hringt í Neyðarlínuna, 112. „Það fyrsta sem maður gerir er náttúrlega að hringja í 112,"segirMaría. HNETUSMJÖR Allar þær matvörur sem innihalda geta verið sm fyrir Fólk gæti tapað ævisparnaði: Eir skuldar átta milljarða króna félagsmál Hjúkrunarheimilið Eir er í miklum rekstrarvanda en unnið er hörðum höndum að því að leysa vanda félagsins. Félagið skuldar um átta milljarða en laust fé er nánast uppurið. Af átta millj- örðum skuldar Eir sex milljarða tii lánardrottna, íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða en um tvo millj- arða til eldri borgaranna sem búa í öryggisíbúðunum sem félagið rekur. Ævisparnaður margra íbúa gæti glatast, færi félagið í þrot. Eir er sjálfseignarstofnun en meðal stofnaðila Reykjavíkur- borg, Seltjarnarnes, stéttarfélög og h'feyrissjóðir. Eir rekur meðal annars 173 hjúkrunarrými og 206 öryggis- íbúðir fyrir aldraða. - aó Ekkert ferðaveður á landinu: Varað við stormi víðaumland veður Veðurstofa íslands varar við norðanstormi víða um land i dag. Vindhraði gæti mælst meiri en 20 metrar á sekúndu og sums staðar, sérstaklega á sunnanverðu landinu, gætu vindhviður náð 55 metrum á sekúndu. Þá má búast við nokkurri úrkomu um land allt í formi snjóa og hiti fer víðast undir frostmark. Fólki er ráðið frá miklum ferða- lögum enda færð á vegum afar léleg. í gærkvöldi voru hálkublettir og þæfingsfærð víða á vegum. Ófært er á hálendinu. Ekki er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður fyrr en á morgun eða á sunnudag. - bþh SAMFÉLAGSMÁL Dagur gegn einelti Baráttudagur gegn einelti hér á landi verður haldinn 8. nóvember. I tilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti, ekki síst í skólum og á yinnu- stöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist. Félagar í Geðhjálp athugið: Geðhjálp auglýsir félagsfund þann 3. nóvember kl. 14-16. Efni fundarins er: • Kynning á nýjum framkvæmdastjóra félagsins. • Kynning á verkefnum félagsins á árinu og þeim verkefnum sem liggja fyrir. • Kynning á framkvæmdum og afkomu. • Opnar umræður og skoðanaskipti. GEÐHJÁLP Fréttablaðið efnirtil verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna: Jólasagan birtist á aðfangadag samkeppni Fréttablaðið efnir til verðlaunasamkeppni um bestu frumsömdu jólasöguna í ár. Verðlauna- sagan birtist í Fréttablaðinu á aðfangadag, mynd- skreytt af Halldóri Baldurssyni teiknara. Samkeppnin er öllum opin. Einu skilyrðin eru þau að sagan fjalli um jólin eða fangi anda jólanna með einum eða öðrum hætti. Lengdarmörk eru 1.000 til 1.300 orð (um það bil 5.500 til 7.000 slög með bilum) en að öðru leyti eru efnistök frjáls. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu sögurnar að mati dómnefndar, sem Fréttablaðið skipar. í fyrstu verðlaun eru Intel Pentium-fartölva frá Toshiba, auk þess sem sagan birtist í blaðinu. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti eru spjaldtölvur af gerðinni United. Sigurlaunin eru frá Tölvulistanum. „Þetta er hugmynd sem okkur langaði til að prófa og ef vel tekst til gæti hún orðið að árlegri hefð,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Hún hvetur áhugasama höfunda, reynda sem óreynda, til að senda inn sögur og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. „Andi jólanna er víðfeðmt hugtak. Skemmtilegustu sögurnar eru oft þær sem koma manni svolítið á óvart.“ JÓLIN NÁLGAST Auk þess að fá sögu sína birta I Fréttablaðinu á aðfangadag, myndskreytta af Halldóri Baldurssyni teiknara, hlýtur sigurvegari jólasögukeppninnar fartölvu I verðlaun. FRÉTTABLAÐIÐ/CVA Texta skal senda í Word-skjali (eða á sambærilegu formi) á netfangið jolasaga@frettabladid.is ásamt nafni höfundar, netfangi og símanúmeri. Starfs- maður Fréttablaðsins tekur á móti sögunum og sendir þær nafnlausar áfram til dómnefndar. Skila- frestur er til 5. desember. - bs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.