Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 18
FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR www.forlagid.is - alvöru bókavérslun á netiiui FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahllð 24,105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndls Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Krístján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is (ÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is UÓSMYNDIR: Pjetur S\gur6sson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Ógnvænlegt - fólk þorir ekki að standa á rétti sínum Valgerður Bjarnadóttlr alþingismaður Fólk og fyrirtæki óttast að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna þjónustu opinberra stofnana. Það geti komið í bakið á þeim þegar leitað sé til stofnana síðar. Hið sama á við ef fólk telur að hið opinbera gangi á rétt þess. Þetta er auðvitað ekkert annað en ógnvænlegt. í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2010 kom fram að hann hefði orðið var við að forsvarsmenn fyrirtækja í atvinnurekstri treystu sér illa til þess að bera fram form- legar kvartanir vegna eftirlitsstjórnvalda og bæru þá við ótta um að þeim yrði hegnt af hálfu stjórnvaldsins þegar kæmi að ákvörðunum í málum þeirra og tilefni til eftirlits. Slík framkoma eftirlitsstofnana á auðvitað ekki að líðast. í skýrslu Umboðsmanns fyrir árið 2011 kemur fram að ef einstaklingur hafi kvart- að til Umboðsmanns líði hann fyrir það. í stuttu máli: Einstaklingur kvartar til Umboðsmanns vegna þess að mál hans er ekki afgreitt innan tilsetts tíma. Þá dregur stjórnvaldið enn lappirnar og nú í skjóli þess að Umboðsmaður hefur kvörtunina til meðferðar. Hvers lags er þetta eiginlega? Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta. Vald er vandmeðfarið. Það er alltaf óþol- andi þegar sá sem valdið hefur misbeitir því. Þetta á alltaf við, sérstaklega þegar hið opinbera á í hlut. Hið opinbera er til fyrir okkur öll og til að þjóna okkur öllum. Sérstakar reglur eru til um hvernig fólk í opinberum störfum á að starfa. Þessar regl- ur heita stjórnsýslulög. Telji fólk að þessi lög séu brotin á það að láta reyna á rétt sinn - ekki hika við það. Umboðsmaður Alþingis tekur það óstinnt upp ef hann hefur veður af því að það komi á einhvern hátt niður á þeim sem vilja standa á rétti sínum. Mörgu þarf að breyta og margt að laga í stjórnsýslunni. Hegðan hins opinbera sem veldur því að fólk og fyrirtæki veigra sér við að standa á rétti sínum þarf að uppræta. skoðun greinar@j FRETTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDACUR MAGNÞRUNGIN ÖRLAGASAGA llEI, llFI • ás ER EkKl ffi WA AV SoiLi 'fl fllRlftíflkES. É? B? BflRfl , on T°uR " w ER ALtr flý FflRfl Tit FJANPAHS ilf l/W flllT. SiöjtpilKREPPfl, 'OEiRÞ'R °s SMl/RLEQT yFÞtíft. Þauivön Nú ætla Siv Friðleifsdóttir og félagar hennar i Norðurlandaráði að gera Norðurlöndin reyklaus fyrir árið 2040, Það er öllu háleitara markmið en hitt: að draga úr áfengisdrykkju um tíu prósent á næstu 13 árum. Allt að einu getur Siv lagt til að byggt verði á planinu sem hún og félagar hennar í Framsóknar- flokknum kynntu fyrir kosningarnar 1999 um vímuefnalaust fsland 2002. Það gekk vel. Jarm Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir hélt fróðlegt erindi á hádegisverðarfundi Félags við- skipta og hagfræðinga í gær, þar sem umræðuefnið var kvikmyndagerð á fslandi. Ekki síður fróðleg voru orð hennar um flokksfélaga sína: „Svo ætla ég aðeins að nefna RÚV, og ekki á sömu forsendum og þeir sem eru til dæmis ( prófkjöri hjá Sjálfstæðis- flokknum; að tala niður RÚV. Ég ætla ekki að taka þátt í því jarmi." Flún sagði ekki við hverja hún ætti, en það vakti athygli á dögunum þegar Elín Hirst gagnrýndi fyrrverandi kollega sína á fréttastofu RÚV harkalega. í fríðum flokki Sigurður Einarsson, fyrrverandi banka- stjóri, var viðstaddur málflutning um frávísunarkröfu sína í Al Thani- málinu ( Héraðsdómi Reykjavíkur ( gær. Sigurður býr í London og notar greinilega öll tækifæri þegar hann er á landinu til að njóta þess sem íslenskt er. I hádegishléinu í gær fór hann með verjanda sínum, Gesti Jónssyni, með- sakborningnum Ólafi Ólafssyni / °8 öðrum verjendum og fá sér pylsur á Bæjarins bestu. L IA) Þeir bætast þar með í hóp fleiri frægra manna sem þar hafa átt viðskipti - til dæmis hljómsveitar- innar Metallicu og Bills Clinton. stigur@frettabladid.is Stephemen olafur@frettabladid.is Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmisgæzlu: Lítið skref, stórákvörðun Fyrir ekki svo löngu, á tíma kalda stríðsins, voru varnar- og öryggismál bannorð á þingum Norðurlandaráðs. Þess vegna eru yfirlýsingar stjórnvalda í Svíþjóð og Finnlandi um að ríkin muni taka þátt í loftrýmisgæzlu Atlantshafs- bandalagsins (NATO) við ísland stórmerkileg tíðindi. Þögnin um varnar- og öryggismálin á sínum tíma helgaðist af ólíkri afstöðu norrænu ríkjanna til vestræns varnarsamstarfs. Þótt kalda stríðið sé búið og öryggismálin löngu orðin eitt af umræðuefnum norræns sam- ?----starfs hefur það ekki breytzt að Svíþjóð og Finnland standa utan NATO og ekki er neinn pólitískur meirihluti í ríkjunum fyrir því að breyta því. Hins vegar hafa bæði Svíar og Finnar starfað mjög náið með bandalaginu í ýmsum verkefnum, til dæmis að friðargæzlu, og stundum er því haldið fram að starfsemi herafla þeirra sé orðin betur aðlöguð NATO en sum aðildarríkin geta státað af. Nefnd undir forystu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Noregs, lagði á sínum tíma til að norrænu ríkin tækju að sér það verkefni að líta eftir loftrými íslands. Sú framtíðarsýn er ekki uppfyllt með þessari ákvörðun. Finnland og Svíþjóð hafa í raun ekki skuldbundið sig til að gera meira en að taka þátt í loftrýmis- gæzlunni í nokkrar vikur í ársbyrjun 2014, þegar Noregur á að sjá um hana. Gera verður ráð fyrir að önnur NATO-ríki haldi áfram að skiptast á að sinna þessu eftirliti, að minnsta kosti enn um sinn. Engu að síður er þetta stór ákvörðun. Þótt utanríkisráðherrar Svíþjóðar og Finnlands segi hana ekki til marks um breytingu á afstöðu þeirra til NATO þýðir hún að sjálfsögðu að ríkin tvö stíga skrefinu lengra inn í kjarna vestræns varnarmálasamstarfs. Fyrir Norðurlandasamstarfið er þetta líka merkilegur áfangi. Það er á mörgum sviðum eitthvert nánasta milliríkjasamstarf sem þekkist. Með því að fikra sig lengra inn á svið varnarmálanna, þótt það gerist með þessu litla skrefi, er samstaða Norðurlandaríkjanna undirstrikuð enn betur en áður. Fyrir íslenzka hagsmuni er þetta jákvætt skref. Þegar varnarliðið fór frá Keflavíkurflugvelli 2006 var stórt svæði á Norður-Atlants- hafinu skilið eftir án reglubundins eftirlits og ísland varð eina NATO-ríkið án nokkurra loftvarna. Það var óviðunandi staða bæði fyrir ísland og fyrir Atlantshafsbandalagið. NATO-ráðið ákvað enda í kjölfarið að aðildarríkin skiptust á að sinna loftrýmisgæzlu við ísland og kæmu í veg fyrir að til yrði öryggistómarúm, sem einhver gæti viljað freistast til að notfæra sér. Viðbrögðin við þessari merkilegu ákvörðun varpa enn nýju ljósi á það hversu ósamstíga ríkisstjórn íslands er. Svíar og Finnar undirstrika að yfirlýsing þeirra sé viðbrögð við beiðni íslenzkra stjórnvalda. Engu að síður vill annar stjórnarflokkurinn ekkert við málið kannast og telur varnir landsins, í hvaða formi sem þær eru, tímaskekkju og óþarfa. Þeir sem segjast vera í norrænni velferðarstjórn ættu fremur að fagna norrænni samstöðu um að tryggja öryggi íslands og Norður- slóða. Velferðin byggist nefnilega á friði og öryggi. FRETTABLAÐIÐ ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTODARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn @frettabladid.is Fréttablaðið kemur út 190.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið I völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins (stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.