Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 24
skoðun 24 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR Hvers konar þjóðkirkjuákvæði? Ný stjórnarskrá Hjalti Hugason prófessor Lokatölur í þjóðaratkvæða- greiðslunni 20. október urðu athyglisverðar. Kjörsókn var um 50%. Tveir þriðju vilja að byggt verði á frumvarpi stjórnlagaráðs. Þó vék meira en helmingur kjós- enda frá þeirri meginvísbendingu með því að svara þjóðkirkjuspurn- ingunni með „Já“-i. Það augljósa í stöðunni er að þrátt fyrir mikið fylgi við tillögur stjórnlagaráðs í heild verður að víkja 19. gr. þeirra til hliðar. Mikill stuðningur við frumvarp ráðsins veldur því þó að reyna verður að fara sem næst þeim grunni sem þar er að finna. Hvað merkir „Já"? Spurning nr. 3 í atkvæðagreiðsl- unni hljómaði ekki upp á óbreytta 62. gr. í núgildandi stjórnarskrá. Við sem svöruðum með „Já“-i getum hafa lagt mismunandi merkingu í svarið. Við hljótum samt að hafa verið sammála um að þjóðkirkjuhugtakið þyrfti að koma fyrir í stjórnarskrártext- anum. Annars væri vart um þjóð- kirkjuákvæði að ræða. Fær leið? Ein leið til að sætta framangreind sjónarmið þessa er að orða nýja 19. gr. í frumvarpi byggðu á tillögu stjórnlagráðs á eftirfarandi hátt: Kveða skal á um stöðu þjóðkirkj- unnar sem og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Nú samþykkir Alþingi breytingu á ákvæðum laga um stöðu þjóð- kirkjunnar og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosninga- bærra manna í landinu til sam- þykktar eða synjunar. í ákvæði sem þessu er farin sama leið og í 19. gr. stjórnlaga- ráðs með því að skapa stjórnar- skrárgrunn undir lagaákvæði þar sem nánar er kveðið á um stöðu þjóðkirkjunnar. Ákvæðið gengur þó mun lengra en 19. gr. stjórn- lagaráðs. Þar er um heimildar- ákvæði að ræða. Hér er lögð sú skylda á löggjafann að kveða á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þá kemur þjóðkirkjuhugtakið fyrir í ákvæðinu, öfugt við það sem uppi er á teningnum hjá stjórnlagaráði. Af ákvæðinu er því ljóst að í land- inu starfar þjóðkirkja, að málefni hennar heyra undir opinberan rétt, að staða hennar sem þjóð- kirkju er skilgreind í lögum og að þjóðin hefur síðasta orðið þegar um breytingar á stöðu þjóðkirkj- unnar er að ræða rétt eins og nú er. Stjórnarskrárgrunnur undir trúmálarétt Styrkleiki þeirrar tillögu sem hér er kynnt felst í því að hún skapar stjórnarskrárgrunn undir trú- málarétt sem er þó sveigjanlegri og rúmar meiri jöfnuð en 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Því er slegið föstu að kveðið skuli á um stöðu þjóðkirkjunnar í lögum. Þetta er nú gert í 1. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu stjórn og starfs- hætti þjóðkirkjunnar. Þar segir: íslenska þjóðkirkjan er sjálf- stætt trúfélag á evangelísk-lút- erskum grunni. Ríkisvaldinu ber að styðja og vernda þjóðkirkjuna. Skírn í nafni heilagrar þrenn- ingar og skráning í þjóðskrá veitir aðild að þjóðkirkjunni. Verði fyrrgreind tillaga sam- þykkt verður þessari grein lag- anna eða hliðstæðu hennar ekki breytt án þjóðaratkvæðagreiðslu. Öðrum greinum laganna má hins vegar breyta án slíkrar veg- ferðar. Að þessu leyti er tillagan afdráttarlausari en tillaga stjórn- lagaráðs sem kvað á urri „kirkju- skipan ríkisins" og þjóðaratkvæða- greiðslu um breytingar á henni. Að vísu kann samstaða að hafa ríkt um að inntak „kirkjuskipanar rík- isins“ væri hvorki neitt meira né minna en að ofan greinir. Það er þó kostur að vera laus við tækniheiti í stjórnarskrá sem kalla á sérstaka túlkun - jafnvel sögulega túlkun á því hvað „kirkjuskipan ríkisins" merkti árið 1920 þegar orðalagið komst inn í stjórnarskrána. Tillagan rúmar jöfnuð í tillögunni er einnig áskilið að kveðið skuli á um stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í lögum. Það er nú gert í lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 sem í framtíðinni munu vonandi áskilja lífsskoðunarfélögum sam- bærilegan rétt til skráningar og trúfélög njóta nú að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind verða í lögnum. Á stöðu þjóðkirkjunnar og stöðu annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga er sá megin- munur að ákvæðum laga um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga má breyta án þjóðaratkvæða- greiðslu enda skarast þau ekki við þjóðina með neinu sambæri- legu móti og þjóðkirkjan. í tillög- unni er því tekið tillit til sérstöðu hennar hvað stærð og samfélags- leg hlutverk áhrærir. Það skyggir ekki á þjóðkirkjuna þótt öðrum trú- og lífsskoðunar- félögum sé skapaður traustari stjórnarskrárgrunnur en nú er, jafnvel þó það sé gert í þeirri grein sem um hana fjallar. í því efni rúmast ofangreind tillaga enda innan ályktunar aukakirkju- þings þjóðkirkjunnar sem kallað var saman í aðdraganda þjóðarat- kvæðagreiðslunnar en henni lauk með orðunum: ...hvetur þingið til þess að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá og að staða og rétt- indi annarra trú- og lífsskoðunar- félaga verði tryggð. ÞÚ VERÐUR AÐVIRÐA . ÞREYTUNA EFTIR SLAG! Landsmönnum er boðið á Laugardagsfund HEILAHEILLA laugardaginn 3. nóvember 2012 kl.11-13. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA’ opnar fundinn Rætt við RAX Ijósmyndara [Ragnar Guðna Axelsson] og sýndar myndir Edda Þórarinsdóttir, leik- og söngkona og félagar taka lagið Ómar Ragnarsson og Magnús Ólafsson skemmta Edda Þórarinsdóttir, leik- og söngkona og félagar taka lagið Dr. Sólveig Jónsdóttir PhD fjallar um "þreytuna eftir slag" ■ Kaffihlé Edda Þórarinsdóttir, leik- og söngkona og félagar taka lagið Katrín Júlíusdóttir, ráðherra, segir frá reynslu sinni af slagi Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA slítur fundi BORGARLEIKHÚSINU Allir velkomnir og kaffi á könnunni! Heiloheill Ókeypis aðgangur! • *»»u **«*» Leiðin krókótta Ný stjórnarskrá Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður Nú hefur enn einn sjálfstæðis- maðurinn bæst í hóp þeirra sem sjá ný og óvænt tækifæri í atkvæðum þeirra fslendinga sem ekki mæta á kjörstað. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður flokksins, skrifar í Fréttablaðið 27.10.12. um „svör minnihlutans og þögn meirihlutans" í nýafstað- inni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þögn meirihlutans" er hið nýja fagnaðar- erindi og kemur í stað hefðbundinna úrslita í lýðræðislegum kosningum. Þorsteinn viðurkennir að nýja „leiðin er að sönnu krókóttari“ „því að menn vita ekki hvað meirihlut- inn vill“. En menn eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná til nýrra stranda og þótt leiðin sé „að sönnu krókóttari11 skal hún samt farin að mati Þorsteins! Þorsteinn varpar fram spurn- ingu um „hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera til- raun til að ná til hans“. Það sem fyrst kemur upp í hugann er sú stað- reynd að boðað var til kosninganna með öllum tiltækum ráðum og þær voru frjálsar öllum íslendingum með atkvæðisrétt. „Tilraun" sú sem Þorsteinn ræðir um hefur því þegar verið framkvæmd, þ.e. hér fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla. En „tilraunin" fór ekki að óskum Sjálf- stæðisflokksins og því er hún ekki marktæk - þetta er raunverulega innihaldið þegar orðskrúði manna um annan tilgang sleppir. Þetta afhjúpast ágætlega í eftir- farandi hugmynd Þorsteins um að „Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoð- aðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosn- ingum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum“. Sem sagt, á meðan meirihluti kjósenda hefur ekki greitt atkvæði samkvæmt vilja Sjálfstæðisflokksins er ekki „unnt að hafna kröfu“ hans um nýjar aðferðir til að sætta þjóðina við vilja hans. Þorsteinn telur að viðhorf sín geti helgast af málinu sem er til meðferðar, sjálfri stjórnarskrá lýð- veldisins og mikilvægi sátta um slíkt stórmál. Vissulega er stjórnarskráin grundvallarmál sem þjóðin tekst á við og hefur ferlið verið í þeim anda. Boðað var til þjóðfundar með slembiúrtaki, stofnaður var hópur sérfræðinga og valinna leikmanna til að vinna úr niðurstöðum þjóð- fundarins sem síðan lagði málið í hendur stjórnlagaráðs. Kosið var til stjórnlagaþings með opinni kosn- ingu sem allir atkvæðisbærir gátu tekið þátt í. (Millileikur Hæsta- réttar er á skjön við reglur réttar- ríkisins og verður ekki ræddur hér). Stjórnlagaráð starfaði fyrir opnum tjöldum og var í sambandi við þús- undir manna sem lögðu orð í belg. Og stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var gefinn út vandaður bæklingur sem útskýrði málið lið fyrir lið. Tvær skoðanakannanir voru framkvæmdar fyrir kosningar og sýndi sú sem hefur verið birt (MMR) nánast sömu niðurstöðu og kosningin sjálf. Af óútskýrðum ástæðum hefur Capacent ekki viljað birta niðurstöðu skoðana- könnunarinnar sem þeir gerðu. Vandaður undirbúningur, opið ferli og skoðanakannanir eru and- stæða „krókóttu leiðarinnar" sem Þorsteini líst svo vel á. Viðhorf Þorsteins Pálssonar mót- ast af mislukkaðri aðför sjálfstæðis- manna og fleiri að ríkisstjórninni sem kom þessu ferli af stað með stuðningi meirihluta Alþingis. Niðurstaða Þorsteins er sú „að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarand- staðan ríður feitum hesti frá þess- ari atkvæðagreiðslu". Hann er fast- ur í flokkshagsmunum og átökum við stjórnarflokkana. Hann víkur ekki einu einasta orði í greininni að efnisatriðum í stjórnarskrártillög- unum, ekkert skrifar hann um það hvaða vandamál hann sér í þeim. Hann einblínir á tæknileg atriði vegna þess að þar sér hann tæki- færi til þess að flokkurinn stjórni för eins og þeir hafa vanist. Framferði þeirra er aðför að lýð- ræðinu en ekki tilraun til að skapa okkur betri framtíð. Öryggi farþega í Strætó Strætó bs. hefur á undanförnum árum unnið af miklum metn- aði að bættu öryggi í umferðinni. Einn liður í þessari vinnu er sérstakt forvarnarsamstarf milli Strætó og VÍS sem staðið hefur yfir frá árinu 2008. Þetta samstarf hefur skilað veru- lega marktækum árangri, því umferðaróhöppum og -slysum hefur fækkað um 73% á þessum tíma. Núna standa einmitt yfir form- legir öryggisdagar Strætó og VIS í þriðja skipti undir heitinu Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS, þar sem meðal annars er lögð áhersla á aukið öryggi farþega í strætisvögnunum. En hvernig geta farþegar tryggt eigið öryggi þegar þeir ferðast með strætó? Helstu atriði sem gott er að far- þegar hugi að: að standa ekki alveg á ystu brún gangstéttar þegar þeir bíða eftir strætisvagni á biðstöð, sér- staklega eftir að fer að kólna og hætta er á að hálkublettir myndist. I að hafa fargjaldið tilbúið áður en komið er inn í vagninn. ■ að gefa sér tíma til að framvísa kortum og skiptimiðum þannig að vagnstjóri fái tækifæri til að lesa gildistímann. ■ að vera viðbúnir þegar vagninn tekur af stað. ■ að forðast troðning og færa sig aftarlega í vagninn á anna- og álagstímum. ■ að sýna tillitssemi og standa upp fyrir þeim sem augljóslega þurfa frekar sæti. B að gæta vel að yngri börnum, bæði á leið inn og út úr vagn- inum. ■ að vera ávallt viðbúnir þegar vagninn nemur staðar. Öll þessi atriði auka öryggi far- þega og gera ferðirnar ánægju- legri og skilvirkari. Óhappa- og slysatíðni hjá Strætó bs. er hlutfallslega mjög lág miðað við almenn óhöpp og slys í umferðinni. Að ferðast með strætó er því öruggari og þægilegri leið til að fara til og frá vinnu eða skóla, eða bara skreppa í heimsóknir. Að auki er það miklu ódýrara og minna mengandi ferðamáti. Strætó bs. hefur stöðugt unnið að bættu aðgengi á biðstöðum. Undanfarið hefur verið gert veru- legt átak í þeim efnum en þetta er þó nokkuð stórt verkefni og eftir er að lagfæra og endurbæta víða. Við vagnstjórar hjá Strætó bs. reynum að leggja okkar af mörkum til þess að auka öryggi farþega okkar. Það er hlutverk okkar að hafa farþega Strætó í fyrirrúmi og að þeir komist heilir og sáttir á áfangastað. Góða og öruggaferð með Strœtó!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.