Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 4
GENGIÐ 01.11.2012 4 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDACUR CJALDMIÐLAR KAUP SALA W1 Bandaríkjadalur 125,81 126,41 S 3 Sterlingspund 203,49 204,47 BBI Evra 162,84 163,76 Dönsk króna 21,825 21,953 -|—; Norsk króna 22,095 22,225 h ' Sænsk króna 18,905 19,015 0 Japanskt jen 1,5717 1,5809 SDR 193,44 194,60 i GENGISVlSITALA KRÓNUNNAR i 225,3397 HEIMILD: Seðlabanki (slands ! :..............................: Pútín lítið sést opinberlega: Rússar spá í heilsu Pútíns RÚ5SLAND. ap Undanfarnar vikur hefur Vladimír Pútín Rússlands- forseti lítið sést opinberlega utan forsetabústaðar síns. Töluverðar vangaveltur hafa því verið um heilsu hans, og Rússar spyrja sig hvort hann hafi slas- ast þegar hann gerði í septem- ber síðastliðnum tilraun til að fljúga með trönum í von um að geta hjálpað þeim til að rata. Dmitrí Peskov, talsmaður Pút- íns, segir ekkert hæft í þessum vangaveltum. Ástæðan fyrir því að hann fari sjaldan til skrifstofu sinnar í Kreml sé sú að hann vilji ekki að bílalest forsetans valdi enn frekari truflunum á þungri umferðinni í Moskvu. - gb vladimIr pútín Elsa Lára býður sig fram Elsa Lára Arnardóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi. Elsa Lára er kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Hún hefur verið varabæjar- fulltrúi fyrir flokkinn frá 2010. Sigríður Andersen fram Sigríður Á. Andersen gefur kost á sér I þriðja til fjórða sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Sigríður er varaþingmaður fyrir flokkinn og héraðsdómslögmaður. Teitur vill 4. til 5. sæti Teitur Atlason sækist eftir fjórða til fimmta sæti á framboðslista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík í prófkjörinu 16. og 17. nóvember.Teitur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár og hefur skrifað mikið um þjóðfélagsmál hérlendis. Verjendur sakborninga í Al Thani-málinu rökstuddu frávísunarkröfu sína: Kvörtuðu yfir sérstökum saksóknara dómsmál Verjendur sakborninga í svonefndu A1 Thani-máli sérstaks saksóknara héldu því fram fyrir dómi í gær að starfsaðferðir sér- staks saksóknara hefðu verið ólög- mætar og því bæri að vísa málinu frá. Tekist var á um frávísunar- kröfur þeirra í málflutningi í allan gærdag. Meðal umkvörtunarefna Sig- urðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, er alþjóðleg handtökuskipun sem sak- sóknari gaf út á hendur honum þegar hann hafði neitað að verða við kalli um að koma til íslands í yfirheyrslu vegna málsins. Gestur Jónsson, verjandi hans, sagði ígær að hún hefði verið allt of harkaleg aðgerð og eyðilagt möguleika Sig- urðar á að finna sér vinnu. Fram kom í máli Karls Axelssonar, verj- anda Magnúsar Guðmundssonar, sem var banka- stjóri Kaupþings í Lúxemborg, að saksóknari rann- sakaði nú átta mál þar sem Magn- ús væri sakborningur. Þau snerust mörg hver um svipuð brot og eðlilegt væri að ákæra í þeim öllum í senn. Frávísunarástæðurnar sem verj- endurnir tína til eru tíu. „Það hlýt- ur að vera met,“ sagði saksóknarinn Björn Þorvaldsson áður en hann hóf að flytja mál sitt og mótmælti öllum ástæðunum kröftuglega. - sh MÆTTU Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson mættu fyrir dóminn í gær. „Pinnið á minnið“ brýtur á réttindum Öryrkjabandalag íslands segir fyrirkomuiagið Pinnið á minnið brjóta á réttind- um fatlaðra. Margir hafi ekki getu til að muna eða slá inn lykilnúmer. Undan- tekningar vegna þessa hafa verið gerðar erlendis segja stjómendur verkefnisins. SAMFÉLACSMÁL Öryrkjabanda- lag íslands gagnrýnir verkefnið „Pinnið á rninnið" harðlega og segir fyrirkomulagið brjóta á réttindum fatlaðra einstaklinga. Ekki hafi allir líkamlega getu til að slá inn tölur á posa, eða and- lega getu til að muna fjögurra stafa talnarunu. Guðmundur Magnússon, for- maður Öryrkjabandalagsins, segir enga jafnræðisreglu vera í fyrirkomulaginu. „Það er svo margt sem getur komið í veg fyrir að fólk geti munað pinnin og stimplað þau inn. Það er verið að brjóta á rétti fatlaðra þar sem ekki er verið að gera ráð fyrir fjölbreyttu mann- lífi.“ Enn er hægt að nota posa í verslunum upp á gamla móðinn, það er með því að nota segulrönd eða sleppa því að stimpla inn lykilnúmer, en sá möguleiki er einungis leyfilegur tímabundið. Fljótlega verða allir beðnir um að staðfesta viðskiptin með pinni í stað undirskriftar. Freyja Haraldsdóttir, fyrr- verandi stjórnlagaráðskona, segir það gefa augaleið að fyrir- komulagið verði ekki aðgengilegt fyrir mjög stóran hóp. „Ef ég væri ekki með aðstoðar- fólk gæti ég ekki stundað svona viðskipti,“ segir Freyja. Hún bendir einnig á að hreyfing meðal aðstoðarfólks fatlaðra sé töluverð og ef fyrirkomulagið verði þannig að starfsfólk þurfi að vita leyninúmer vinnuveitanda þyrfti ekki að líða langur tími PINNIÐ Á MINNIÐ (sland er með síðustu ríkjum Evrópu sem innleiða hinar nýju kröfur, en markmið þeirra er að gera kortagreiðslur öruggari og draga úr kortasvikum. FREYJA CUÐMUNDUR HARALDSDÓTTIR MAGNÚSSON þar til tölurnar væru komnar út um víðan völl. Hún segir málið verulega umhugsunarvert. „Þetta getur orðið verulega stórt vandamál og er gott dæmi um hvernig sam- félagið er hannað fyrir ákveðinn hóp,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn verkefnisins Pinnið á minnið þurfa fyrirtæki að tryggja aðgengi fatlaðra að posunum, til dæmis með þeim hætti að manneskja í hjólastól geti fengið posann til sín og staðfest greiðslu. Þá hafi sú leið verið farin í Bretlandi fyrir þann hóp sem ekki geti lagt tölurnar á minnið að fólk geti sótt um kort þar sem örgjörv- inn sé lesinn en korthafi fái áfram að staðfesta með undirskrift. Þar í landi eru innan við 0,35% korta af þeirri gerð. „Við væntum þess að útgefend- ur greiðslukorta muni á næstunni kynna sínar lausnir sem henta þessum hópum korthafa sérstak- lega,“ segir í svari verkefnastjórnar. sunna@frettabladid.is Rannsókn á umferðarlögum: Ríkir brjóta frekar lögin danmörk Ríkt fólk er líklegra til þess að brjóta umferðarlög en fátækir. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Dan- mörku. Rannsóknin byggði á gögnum frá árinu 1985 og fram til nútímans og voru hinir brotlegu flokkaðir eftir tekjum. Sam- kvæmt henni höfðu 3,6 prósent efri stéttar fengið dóm fyrir umferðarlagabrot. Tvö prósent millistéttarfólks höfðu fengið slíkan dóm og 1,8 prósent lág- stéttarfólks. - þeb 230 milljónir í brúargerð: Brýr úr landi að odda Geirsnefs SKIPULACSMÁL Borgarráð sam- þykkti í gær að ný hjóla- og gönguleið yfir Elliðaárósa yrði opnuð 3. maí á næsta ári. Með þessu styttist vegalengd hjólandi og gangandi milli Grafarvogs og miðborgar um 700 metra. „Byggðar verða tvær göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa, þær tengdar við stígakerfið og lagður göngu- og hjólastígur milli þeirra yfir norðurenda Geirsnefs,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur- borgar. Fram kemur að brýrnar tvær verði um 36 metra langar og breidd brúargólfs þeirra um 4,5 metrar. Þá segir að nýja hjóla- og gönguleiðin verði aðskilin frá hundasvæðinu með girðingu þvert yfir Geirsnefið. Verkið á að kosta um 230 milljónir króna sem skiptast milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. - gar Innanlandsflug Ernis: Flýgur áfram á ríkisstyrkjum samcöncur Flugfélagið Ernir mun áfram starfrækja innan- landsflug sitt næstu vikur, að minnsta kosti til áramóta. Flugfélaginu er gert kleift að halda fluginu áfram eftir að full- trúar innanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og flugmála- stjórnar ákváðu að styrkja áætl- unarferðir Ernis. Félagið flýgur til Vestmanna- eyja, Hafnar í Hornafirði, Húsa- víkur, á Bíldudal og Gjögur. Samningur flugfélagsins um flug á þessum ríkisstyrktu flug- leiðum rennur út í lok næsta árs en stefnt er að því að semja um framhald verkefnisins á næstu vikum. -bþh VEÐURSPÁ Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður ÓVEÐUR verður á mestöllu landinu I dag. Hvassviðri eða stormur verður mjög víða en hvassast verður sunnan Vatnajökuls þar sem búast má við vindhviðum yfir 40 m/s. Tals- verð eða mikil snjókoma verður á Norður- og Norð- austurlandi. Á MORCUN &> Hvasst V-lands, stormur Efó allra syðst en dregur úr *— vindi um kvöldið. SUNNUDAGUR Q~\ Hvasst allra syðst og með A-strönd, annars U fremur hægur vindur. HEIMURINN Alicante 22° Basel 14° Berlín 9° Billund 9° Frankfurt 10° Friedrichshafen 12° Gautaborg 8° Kaupmannahöfn 8° Las Palmas 27° London 8° Mallorca 22° New York 12° Orlando 25° Ósló 3° París 11° San Francisco 18° Stokkhólmur 9° Vindhraði er f m/s. Hitastig eru i°C Gildistimi korta er um hádegi. AUGLYSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS - AUGLYSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@lrettabladidis ALMENNAR SlMI 512-5401: Einar DavHJsson einar.davidsson@365js. Guðmundur Steinsson gjdmundursg365Js. Hjordls Zoega hjordis&iettabladídjs. Hlynur bór Sleingnmsson hlynur@365.is, Laila Awad fai/o@365A Öm Geirsson om.geirsson@365js FÓLK/LlFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365js, Elsa Jensdóttir eisaj@365js, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365Js, Sigrtður Dagný Sigurbjömsdóttir sigridurdogny@365.is. Svenir Birgir Svenisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SlMI 512-5403: Hrannar Helgason Jirannar@365.rs, Vióar Ingi Pétursson wpi@365.is WÓNUSTUAUGLÝSINGAR SlMI 512-5407: Ama Rut Kristínsdóttir amarut@36Sjs, Sigtún Helga Guómundsdóttir sigrunh@365js
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.