Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 59
LÍFIÐ 2. NÓVEMBER 2012 * 7 Röð áfalla Þið hafið tekist á við svolít- ið persónulegri verkefni undan- farið, bæði erfið og ánægjuleg. Þú greindist með brjóstakrabba- mein, misstir bróður þinn Loft Gunnarsson, sonur ykkar veikt- ist og þið eignuðust dásamlega dóttur á svipuðum tíma. Hvern- ig líður þér í dag með lífið og til- veruna og hvernig er heilsan? K: Heilsan er góð enda vel fylgst með manni. Að greinast með krabbamein var það fyrsta í röð áfalla á árinu. Við það að missa bróður sinn og þegar elsta barn- ið veikist þá lærir maður að vera ómetanlega þakklátur fyrir lífið og að fá Isabel Míu í fangið nokkrum dögum áður en Loftur bróðir dó var einstakt á erfiðum tíma. Það minnir okkur á hvað lífið er mikil gjöf sem ber að fara vel með. Hefur þessi tími breytt viðhorfi ykkar og iífsstíl? G: Það hljómar eins og frasi en maður lærir að meta lífið upp á nýtt og það sem maður á og hvað skipt- ir máli og hvað ekki. Liðnir dagar koma aldrei aftur. Sama hversu góðir eða slæmir þeir voru. Dagur- inn í dag er það sem skiptir máli. Maður þarf að spyrja sjálfan sig; er ég að eyða mínum dýrmæta tíma í það sem gefur mér mest? Ef svarið er nei þá þarf maður að breyta sínu lífi. Dóttirin mætti í heiminn svona líka óvænt og er mikil guðsgjöf í alla staði. Fáránlega mikil krúttsprengja. Fjöiskyldulíf er sameiginlegt verkefni allra Hver er helsti munurinn á því að verða foreldri núna komin yfir fertugt og þegar þið áttuð ykkar fyrsta barn fyrir sextán árum? K: Börn eru það dásamlegasta sem lífið færir manni. Með aldrinum öðl- ast maður meiri visku og ró og það hefur áhrif á mann sem foreldri. Að ala upp einstakiinga er mikið ábyrgðarhlutverk. G: Það er mikill munur að eiga barn 25 ára eða 40 ára. Það er dásam- legt að eiga börn ungur en þá tekur maður hlutunum meira sem sjálf- sögðum. Núna er það alls ekki svo. Nú veit maður virkilega hversu dýr- mætt það er að fá að eignast barn. Hvernig gengur barnauppeldið samhliða starfinu? Eruð þið skipulögð þegar kemur að vinnu og starfi og leyfið þið ykkur að njóta stundarinnar saman án barna og án þess að ræða vinn- una? K: Ég er mjög skipulögð, einum of segir Gunni. Verkin skiptast nú jafnt á okkar heimili enda fjöl- skyldulíf sameiginlegt verkefni allra. Við höfum alltaf gefið okkur góðan tíma yfir kaffibolla á kaffihúsum til Framhald á síðu 8 ■ Gunnar horfði á Kolbrúnu í tvö ár áður en hann þorði að tala við hana. Hann var alveg bálskot- inn i henni. KOLLA REiMASÍfiA? Ég fer oftast inn á Style.com, vel uppfærð síða með mikið af efni og götutísku. HÖNNUÐUR? Hedi Slimane er að gera frábæra hluti með YSL. TÍMARIT? Franska Officiel. VERSLUN? One Vintage í London. DEKUR? Dagur sem maður þarf ekki að gera neitt nema að gera það sem mann langar með fjölskyldunni. HREYFING? Pilates hjá Auði Daníels. GUNNI HEIMASÍÐA? Samkvæmt tölvunni minni er það Net-a- porter.com, ég hefði sagt Fotbolti.net en staðreyndir tala sínu máli! HÖNNUÐUR? Alber Elbaz hjá Lanvin. TÍMARIT? LOVE Magazine. VERSLUN? Liberty í London. 0EKUR? Sundlaugarbarmur á Miami. HREYFING? Hlaup og aftur hlaup. 25% afsláttur af öllum vörum Herra Hafnarfjörður og Herra Kópavogur Smáralind >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.