Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR 1. Hvenœr eiga Norðurlðndin að vera orðin reyklaus, samkvœmt til- lögu þings Norðurlandaráðs? 1. Hvað heitir mannauðs- ogfjár- hagskerfi ríkisins sem Ríkisendur- skoðun tók til umfjöUunar? 3. Hversu mörg börn hafa verið œttleidd til einstæðra mœðra á árinu? KAUPMANNAHÖFN Höfuðborg Danmerkur er vinsælasti áfangastaður Islendinga. fréttablaðið/pjetur Áfangastaðir ferðalanga: Kaupmanna- höfn vinsælust ferðaþjónusta Kaupmannahöfn er langvinsælasti áfangastaður far- þega á Keflavíkurflugvelli. Lond- on kemur þar á eftir. Samkvæmt talningu Isavia, sem greint er frá á vef Túrista, fóru meira en fimmtíu þúsundum fleiri farþegar til og frá Kaupmanna- höfn en London á síðasta ári, eða rúmlega 375.200 manns. Alls flugu tæplega 323.500 manns til London. New York er í þriðja sæti á listanum yfir vinsælustu áfanga- staðina, með rúmlega 228.500 farþega í fyrra. Gran Canaria og Vín eru í neðstu sætunum, með um 8.500 farþega hvor. Aðrar vinsælar borgir á lista Isavia eru meðal annars Ósló, París, Berlín og Gautaborg. - sv Geirfinns-starfshópurinn: Lokaskýrslu skilað í febrúar dÓmsmál Starfshópurinn sem fer yfir Guðmundar- og Geir- finnsmálið hefur fengið frest fram í miðjan febrúar til að skila skýrslu um málið. Hópurinn átti að skila áfanga- skýrslu í gær, en þess í stað heimilaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þeim að skila lokaskýrslu í febrúar. Á vef ráðu- neytisins segir að vinna hópsins sé vel á veg komin. í október 2011 var hópnum falið að fara yfir málið í heild sinni. - þj Vísindamenn spá því að hamfarir verði tíðari á austurströnd Bandaríkjanna næstu áratugina: Lestarkerfið í bandaríkin, ap „Næstu fimmtíu eða hundrað árin verða mjög frábrugðin því sem við höfum kynnst undanfarin 50 ár,“ segir S. Jeffress Williams, vísindamaður við jarðvísindastofnun Bandaríkjanna í Massachusetts. Hann segir yfirborð sjávar hækka hratt og ofsaveður á borð við fellibylinn Sandy verða æ tíðari. íbúar í New York og New Jersey eru rétt að byrja að takast á við afleiðingarnar af Sandy, sem reið þar yfir seint á þriðjudagskvöld. Hundruð þúsunda manna á Manhattan í New York búa enn við rafmagnsleysi og enn sitja þúsundir íbúa fastar í húsum sínum í borginni Hoboken í.New Jersey, handan við Hudson- fljótið, þar sem flóðavatnið er ekki enn gengið New York mjakast í gang niður. Stjórnvöld í New York hafa áhyggjur af eldri borgurum og fátæku fólki, sem býr á efri hæðum háhýsa neðst á Manhattan, þar sem allt er enn rafmagnslaust og svartamyrkur þegar skyggja fer. Lestarsamgöngur eru að hluta komnar í gang aftur í New York, en langar biðraðir fólks mynduðust við strætisvagnastöðvar auk þess sem langar bílaraðir mynduðust við bensín- stöðvar. Tala látinna í Bandaríkjunum var komin yfir 70 en fellibylurinn hafði áður kost- að 69 manns lífið á eyjum Karíbahafsins. - gb BIÐRAÐIR VIÐ BENSÍNSTÖÐVAR Umferðin í NewYork hefur verið mjög hæg meðan lestarsamgöngur hafa legið niðri. nordicphotos/afp Stórmyndaverkefnin keyptu 25.000 gistinætur á hótelum Fjórar stórar Hollywood-kvikmyndir voru teknar að hluta á íslandi á árinu 2012. Umfang þessara verkefna var mjög mikið og voru 150 til 350 íslendingar ráðnir til starfa í hvert stóru verkefnanna. Margvíslegur gróði Ýmiss konar ábati varð af töku kvikmyndanna Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Thor II hér á landi í sumar. Bílaleigur og hótelhald arar nutu góðs af umstanginu sem og þeir sem ráðnir voru í vinnu. 75-120 BÍLALEIGUBÍLAR 25-45 TRUKKAR 50-350 STARFSMENN Fjöldi á hverja mynd Í 25.000 GISTINÆTUR Bókaðar í ár VIDSKIPTI Heildarvelta vegna hinna fjögurra stóru kvikmynda- verkefna sem tekin voru upp á íslandi í sumar nam ríflega fjórum milljörðum króna. Gríðar- legt umstang fylgdi verkefnun- um og voru sem dæmi leigðir 75 til 120 bílaleigubílar fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur B. Dagfinnsson, for- stjóri True North, var meðal ræðumanna á hádegisverðar- fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, undir yfirskrift- inni Kvikmyndagerð á ísland - ört vaxandi atvinnugrein, á Ice- landair Hótel Reykjavík Natura í gær. True North þjónustar og framleiðir myndefni fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki og stóð meðal annars fyrir upptökun- um á Hollywood-kvikmyndunum Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Thor II á þessu ári. í erindi sínu fjallaði Leifur um mikilvægi erlendra kvikmynda- verkefna á íslandi. Umfang þeirra hefur aukist mikið á síð- ustu misserum og hefur True North vaxið samhliða en fast- ir starfsmenn fyrirtækisins eru tólf í dag. Fram kom í máli Leifs að fyrir- tækið hefði ráðið á bilinu 150 til 350 íslendinga til starfa í hvert stóru kvikmyndaverkefna sinna á þessu ári. Launatekjur þessara starfsmanna námu ríflega millj- arði króna. Þá fylgja verkefn- unum ýmist annað umstang. Má nefna að gistinætur á hótelum landsins vegna þeirra voru um 25 þúsund, 75 til 120 bílaleigubílar voru leigðir fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur segir kvikmyndaverk- efnin einnig hafa ýmis önnur jákvæð áhrif fyrir land og þjóð. Sem dæmi nefnir hann að þau laði hingað ferðamenn auk þess sem verkefni utan háannatímans í ferðaþjónustu stuðli að betri nýt- ingu hjá fyrirtækjum í greininni. „Sumir ferðamenn sækja í staði sem hafa verið notaðir sem kvik- myndatökustaðir. Enn er fólk að heimsækja ísland og Jökulsárlón bara vegna þess að James Bond- mynd var kvikmynduð þar. Þá var sérstaklega mikil aukning af ferðamönnum við Dettifoss í sumar sem menn tengja beint við Prometheus þar sem Dettifoss var í ákveðnu lykilhlutverki," sagði Leifur, en stórmyndin Pro- metheus var að hluta tekin upp hér á landi í fyrra. Loks segir Leifur einróma ánægju meðal erlendra kvik- myndafyrirtækja með þá sér- þekkingu sem hér er til staðar á kvikmyndagerð. Þá styrki verk- efnin einnig kvikmyndaiðnað- inn á íslandi þar sem íslenskir kvikmyndargerðarmenn öðl- ist reynslu og kynnist störfum leikstjóra sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Auk þess verður vinnuumhverfið stöðugra eftir því sem verkefnum fjölga. magnusl@frettabladid.is Chevrolet Aveo - Bílalegubíll í ábyrgð b'v.ij^ 1 árgerð 2011 - söluverð: 1.590 þús. Tilboð: 1.390 þús. Afborgun á mánuði aðeins: 22.756 kr.* Miðað við bílasamning til 72 mánaða á hagstæðum kjörum hjá bílafjármögnun Landsbankans. Reiknaðu dæmið á landsbankinn.is Chevrolet Aveo Söluverð: 1.590.000 kr. Bílafjármögnun: 1.190.000 kr. Okkar hlutur: 200.000 kr. Pín útborgun: 200.000 kr. Heildarverð til þín: 1.390.000 kr. Afborgun: 22.876 kr. *Hlutfallskostnaður 12.36% Bllabúð Benna - Notaðir bílar Bíldshöfða 10 • Sími: 590 2000 www.benni.is • notadir@benni.is Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 - Sérfræðingar i bilum -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.