Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR 1. Hvenœr eiga Norðurlðndin að vera orðin reyklaus, samkvœmt til- lögu þings Norðurlandaráðs? 1. Hvað heitir mannauðs- ogfjár- hagskerfi ríkisins sem Ríkisendur- skoðun tók til umfjöUunar? 3. Hversu mörg börn hafa verið œttleidd til einstæðra mœðra á árinu? KAUPMANNAHÖFN Höfuðborg Danmerkur er vinsælasti áfangastaður Islendinga. fréttablaðið/pjetur Áfangastaðir ferðalanga: Kaupmanna- höfn vinsælust ferðaþjónusta Kaupmannahöfn er langvinsælasti áfangastaður far- þega á Keflavíkurflugvelli. Lond- on kemur þar á eftir. Samkvæmt talningu Isavia, sem greint er frá á vef Túrista, fóru meira en fimmtíu þúsundum fleiri farþegar til og frá Kaupmanna- höfn en London á síðasta ári, eða rúmlega 375.200 manns. Alls flugu tæplega 323.500 manns til London. New York er í þriðja sæti á listanum yfir vinsælustu áfanga- staðina, með rúmlega 228.500 farþega í fyrra. Gran Canaria og Vín eru í neðstu sætunum, með um 8.500 farþega hvor. Aðrar vinsælar borgir á lista Isavia eru meðal annars Ósló, París, Berlín og Gautaborg. - sv Geirfinns-starfshópurinn: Lokaskýrslu skilað í febrúar dÓmsmál Starfshópurinn sem fer yfir Guðmundar- og Geir- finnsmálið hefur fengið frest fram í miðjan febrúar til að skila skýrslu um málið. Hópurinn átti að skila áfanga- skýrslu í gær, en þess í stað heimilaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þeim að skila lokaskýrslu í febrúar. Á vef ráðu- neytisins segir að vinna hópsins sé vel á veg komin. í október 2011 var hópnum falið að fara yfir málið í heild sinni. - þj Vísindamenn spá því að hamfarir verði tíðari á austurströnd Bandaríkjanna næstu áratugina: Lestarkerfið í bandaríkin, ap „Næstu fimmtíu eða hundrað árin verða mjög frábrugðin því sem við höfum kynnst undanfarin 50 ár,“ segir S. Jeffress Williams, vísindamaður við jarðvísindastofnun Bandaríkjanna í Massachusetts. Hann segir yfirborð sjávar hækka hratt og ofsaveður á borð við fellibylinn Sandy verða æ tíðari. íbúar í New York og New Jersey eru rétt að byrja að takast á við afleiðingarnar af Sandy, sem reið þar yfir seint á þriðjudagskvöld. Hundruð þúsunda manna á Manhattan í New York búa enn við rafmagnsleysi og enn sitja þúsundir íbúa fastar í húsum sínum í borginni Hoboken í.New Jersey, handan við Hudson- fljótið, þar sem flóðavatnið er ekki enn gengið New York mjakast í gang niður. Stjórnvöld í New York hafa áhyggjur af eldri borgurum og fátæku fólki, sem býr á efri hæðum háhýsa neðst á Manhattan, þar sem allt er enn rafmagnslaust og svartamyrkur þegar skyggja fer. Lestarsamgöngur eru að hluta komnar í gang aftur í New York, en langar biðraðir fólks mynduðust við strætisvagnastöðvar auk þess sem langar bílaraðir mynduðust við bensín- stöðvar. Tala látinna í Bandaríkjunum var komin yfir 70 en fellibylurinn hafði áður kost- að 69 manns lífið á eyjum Karíbahafsins. - gb BIÐRAÐIR VIÐ BENSÍNSTÖÐVAR Umferðin í NewYork hefur verið mjög hæg meðan lestarsamgöngur hafa legið niðri. nordicphotos/afp Stórmyndaverkefnin keyptu 25.000 gistinætur á hótelum Fjórar stórar Hollywood-kvikmyndir voru teknar að hluta á íslandi á árinu 2012. Umfang þessara verkefna var mjög mikið og voru 150 til 350 íslendingar ráðnir til starfa í hvert stóru verkefnanna. Margvíslegur gróði Ýmiss konar ábati varð af töku kvikmyndanna Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Thor II hér á landi í sumar. Bílaleigur og hótelhald arar nutu góðs af umstanginu sem og þeir sem ráðnir voru í vinnu. 75-120 BÍLALEIGUBÍLAR 25-45 TRUKKAR 50-350 STARFSMENN Fjöldi á hverja mynd Í 25.000 GISTINÆTUR Bókaðar í ár VIDSKIPTI Heildarvelta vegna hinna fjögurra stóru kvikmynda- verkefna sem tekin voru upp á íslandi í sumar nam ríflega fjórum milljörðum króna. Gríðar- legt umstang fylgdi verkefnun- um og voru sem dæmi leigðir 75 til 120 bílaleigubílar fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur B. Dagfinnsson, for- stjóri True North, var meðal ræðumanna á hádegisverðar- fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, undir yfirskrift- inni Kvikmyndagerð á ísland - ört vaxandi atvinnugrein, á Ice- landair Hótel Reykjavík Natura í gær. True North þjónustar og framleiðir myndefni fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki og stóð meðal annars fyrir upptökun- um á Hollywood-kvikmyndunum Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Thor II á þessu ári. í erindi sínu fjallaði Leifur um mikilvægi erlendra kvikmynda- verkefna á íslandi. Umfang þeirra hefur aukist mikið á síð- ustu misserum og hefur True North vaxið samhliða en fast- ir starfsmenn fyrirtækisins eru tólf í dag. Fram kom í máli Leifs að fyrir- tækið hefði ráðið á bilinu 150 til 350 íslendinga til starfa í hvert stóru kvikmyndaverkefna sinna á þessu ári. Launatekjur þessara starfsmanna námu ríflega millj- arði króna. Þá fylgja verkefn- unum ýmist annað umstang. Má nefna að gistinætur á hótelum landsins vegna þeirra voru um 25 þúsund, 75 til 120 bílaleigubílar voru leigðir fyrir hvert verkefni og 25 til 45 trukkar. Leifur segir kvikmyndaverk- efnin einnig hafa ýmis önnur jákvæð áhrif fyrir land og þjóð. Sem dæmi nefnir hann að þau laði hingað ferðamenn auk þess sem verkefni utan háannatímans í ferðaþjónustu stuðli að betri nýt- ingu hjá fyrirtækjum í greininni. „Sumir ferðamenn sækja í staði sem hafa verið notaðir sem kvik- myndatökustaðir. Enn er fólk að heimsækja ísland og Jökulsárlón bara vegna þess að James Bond- mynd var kvikmynduð þar. Þá var sérstaklega mikil aukning af ferðamönnum við Dettifoss í sumar sem menn tengja beint við Prometheus þar sem Dettifoss var í ákveðnu lykilhlutverki," sagði Leifur, en stórmyndin Pro- metheus var að hluta tekin upp hér á landi í fyrra. Loks segir Leifur einróma ánægju meðal erlendra kvik- myndafyrirtækja með þá sér- þekkingu sem hér er til staðar á kvikmyndagerð. Þá styrki verk- efnin einnig kvikmyndaiðnað- inn á íslandi þar sem íslenskir kvikmyndargerðarmenn öðl- ist reynslu og kynnist störfum leikstjóra sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Auk þess verður vinnuumhverfið stöðugra eftir því sem verkefnum fjölga. magnusl@frettabladid.is Chevrolet Aveo - Bílalegubíll í ábyrgð b'v.ij^ 1 árgerð 2011 - söluverð: 1.590 þús. Tilboð: 1.390 þús. Afborgun á mánuði aðeins: 22.756 kr.* Miðað við bílasamning til 72 mánaða á hagstæðum kjörum hjá bílafjármögnun Landsbankans. Reiknaðu dæmið á landsbankinn.is Chevrolet Aveo Söluverð: 1.590.000 kr. Bílafjármögnun: 1.190.000 kr. Okkar hlutur: 200.000 kr. Pín útborgun: 200.000 kr. Heildarverð til þín: 1.390.000 kr. Afborgun: 22.876 kr. *Hlutfallskostnaður 12.36% Bllabúð Benna - Notaðir bílar Bíldshöfða 10 • Sími: 590 2000 www.benni.is • notadir@benni.is Opið alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 12-16 - Sérfræðingar i bilum -

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.