Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 32
32 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR mennmq menning@frettabladid.is & NÓTT HINNA GLÖTUÐU VERKA „Kvöld hinna glötuðu verka" nefnist gjömingadagskrá átta myndlistarmanna á Hverfisgötu 61 klukkan 20 í kvöld. Viðburðurinn er hugsaður sem vettvangur fyrir verk sem enginn veit um eða hafa ekki enn þá fengið tækifæri til að verða. Þátttakendur eru Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Þóroddur Bjarnason, Hulda Vilhjálmsdóttir, Leó Ágústsson, Rakel McMahon, Óskar Gísli Þetzet og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Aðgangseyrir er 500 krónur. Sér fyrir Þriðji hluti myndaflokks- ins Draumurinn um veg- inn verður tekinn til sýn- inga í Bíó Paradís í kvöld en síðustu hlutarnir tveir verða sýndir á næstu vikum. Flokkurinn fjallar um göngu Thors Vilhjálms- sonar eftir Jakobsvegi en Erlendur Sveinsson leik- stjóri segir að sér líði eins og nú sé hans eigin píla- grímsför að lokum komin. Árið 2005, árið sem hann varð átt- ræður, lét Thor Vilhjálmsson rit- höfundur gamlan draum rætast og gekk hinn 800 kílómetra langa pílagrímsveg sem kenndur er við heilagan Jakob. Erlendur Sveins- son kvikmyndagerðarmaður fylgdi Thor á göngu sinni og varð afrakst- urinn Draumurinn um veginn, kvikmyndabálkur í fimm hlutum. Fyrstu tveir hlutarnir hafa þegar verið sýndir en í kvöld og á næstu tveimur vikum verða síðustu myndirnar þrjár teknar til sýn- inga í Bíó Paradís. Erlendur segir ekki laust við að sér finnist hann nú sjá fyrir lokin á sinni eigin píla- grímsför. „Það er einmitt það sem það er og ég held að það hafi verið auð- veldara að ganga sjálfan veg- inn en fara hina leiðina eftir á. Maður leggur af stað fullur lokin á eigin pflagrímsför eftirvæntingar en það reynir líka á menn að vera saman í hóp í fimm vikur að glíma við svona verkefni; þetta var nánast eins og að vera um borð í skipi.“ Ein mynd varð að fimm Upphaflega átti Draumurinn um veginn aðeins að vera ein mynd en Erlendur segist ávallt hafa vitað það innst inni að handritið væri svo viðamikið að það væri ólíklegt að það myndi takast. „Eftir mikla umhugsun og undirbúning, þar sem við ókum meðal annars um norður- hluta Spánar og skoðuðum töku- staði, ákvað ég hins vegar að láta slag standa. Það er alltaf einhver óvissa til staðar og maður getur svo sem farið í það að brjóta hand- ritið niður og reynt að sannfæra sig um að maður sé kominn með þetta niður í lengd einnar bíómyndar en það er ekki endilega vinnunnar virði.“ Erlendur segir þó hið mikla myndefni sem safnaðist á ferðinni ekki hafa ráðið því að ein mynd varð að heilum bálk. „Við lögðum af stað með handrit sem við reynd- um að þjóna og þótt ýmislegt hafi auðvitað farið öðruvísi en ætlað var vorum við ekki í frjálsum spuna.“ En kemur til greina að taka hlut- ana fimm saman í eina mynd? „Það hafa margir spurt mig um það,“ segir Erlendur. „Ég hef bara ekki hugmynd um hvernig ég ætti að fara að því. Niðurstaða mín var sú að efnið kallaði á þessa skiptingu í fimm myndir og ég gerði mér far um að draga eitthvað ákveðið fram í hverri þeirra, þess vegna hafa þær sína undirtitla. Það er einhver innri farvegur í hverri mynd sem gerir þær sérstakar á einhvern hátt og sjálfstæðar. Það hefur reyndar komið til tals að gera mynd án orða. Slíkar myndir höfða gjarnan til undirmeðvitundarinnar. Mér hefur verið sagt að margt í Draumnum geri einmitt það og mér finnst mjög mikils virði þegar myndir hafa slíkt áhrif." Lét Thor lifa með mér Thor Vilhjálmsson féll frá í fyrra, nokkrum dögum áður en annar hluti bálksins var frumsýndur, og lifði því ekki til að sjá hann til enda. „Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki annað sem ég upplifi það að aðalpersónan í mynd sem ég er að gera fellur frá áður en ég lýk henni.” segir Erlendur. „Þannig var þetta með föður minn í mynd sem ég gerði um hann, og formann skipshafnar á árabát sem ég gerði aðra mynd um. En ég strengdi þess heit að klára myndina. Næsta árið var dálítið skrítið tímabil, þar sem ég hafði Thor fyrir augunum og rödd hans í eyrunum svo til alla daga. Þannig lifði hann áfram með mér meðan ég kláraði bálkinn. Það var ekki fyrr en ég sýndi myndirnar sem ég varð var við þessari nístandi tilfinningu að hann væri ekki lengur á meðal okkar - nema auðvitað í anda. Og í andanum er nærvera hans sterk.“ bergsteinn@frettabladid.is ERLENDUR SVEINSSON Lagði upp með að gera ein mynd um pílagrímsförThors Vil- hjálmssonar, sem varð þegar upp var staðið bálkur í fimm hlutum. fréttablaðið/vilhelm VERÐUR VONANDI SYND ERLENDIS Draumurinn um veginn er ekki bara mynd um íslenskan rithöfund og hans innri íhugun heldur eina frægustu pílagrímsleið heims. Spurður hvort hann hafi orðið var við áhuga frá erlendum aðilum kveðst Erlendur ekki hafa haft tök á að kynna myndina erlendis. „Þetta er svo vanbúin framleiðsla í peningum og mannafla, eiginlega bara eins manns fyrirtæki, og því ekki verið hægt að halda uppi neinum áformum um slíkt. Ég geri mér hins vegar ákveðnar vonir um að myndin verði sýnd utan landsteinanna. Þá þarf hins vegar að þýða herlegheitin. Fyrsti hlutinn hefur að vísu verið þýddur á ensku og sýndur í Santiago-borg en draumurinn er að láta þýða allan bálkinn, ekki bara ensku heldur líka spænsku." D-vítamínskortur er einn algengasti og alvarlegasti vítamínskorturinn hjá íslendingum á meðan sífellt er að koma betur í Ijós hve mikilvægt það er fyrir starfsemi líkamans. rUGGUTÖFLl (HENTA BORNUI JR B 2,000 IU • Matattln Suon* .unDn.nlHul*’ ÆJ) 120 Softgel* S(gf '.000 IU - High PotenQ' ' Hdpj Maintain Sirong Bono •Supporu Dental Health’ 180 Softgels Hámarks upptaka 1,OOOIU •H<Ip,M,inuinStatag8“' ‘ Wpom IHnul Hullk' •NouuiFruilfUm. 180 Chewablos GMP vottað Norðurlandaráð verð- launar barnabækur Barna- og unglingabókmenntir verða verðlaunaðar af Norður- landaráði frá og með næsta ári en menningarmálanefnd Norðurlandaráðs samþykkti í gær að veita slík verðlaun að fenginni tillögu norrænu ráð- herranna. „Norræn barna- og unglinga- bókmenntaverðlaun munu ásamt fjölmörgum öðrum verk- efnum auka lestraráhuga barna og ungmenna á sýnilegan hátt. Við höfum séð að önnur nor- ræn menningarverðlaun eiga þátt í að vekja athygli á menn- ingunni jafnt á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi, og það verðum við að nýta okkur á sviði barna- og ungmenna- menningar", sagði Hadia Tajik, menningarmálaráðherra Nor- egs við tækifærið. Barna- og unglingabók- menntaverðlaunin verða fimmtu verðlaunin sem Norðurlandaráð veitir en meðal þekktustu verðlauna ráðsins eru bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Þau hafa verið afhent í 50 ár og jafnan vakið athygli á höf- undum sem þau hljóta. Norður- landaráð veitir þar fyrir utan kvikmyndaverðlaun, náttúru- og umhverfisverðlaun og tón- listarverðlaun en þau voru einmitt afhent íslenska tón- skáldinu Önnu Þorvaldsdóttur við hátíðlega athöfn í gær. „Finnst gömul bein eða húsarústir vera fjársjóður segir Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.