Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 38
38 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDACUR Miðvikudagur 31. október SKEMMTILEG TILÞRIF í UPPHAFI HÁTÍÐAR KLIKKAÐI EKKI Retro Stefson hélt stór- skemmtilega tónleika sem voru síðastir á dagskrá í Silfurbergi í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/KLARA FJÖLSKYLDULÍF 0G SAMSKIPTI Fjölskyldur eru margbreytilegar og ímyndin um „hefðbundna" kjarnafjölskyldu á sannarlega ekki alltaf við. Bæði fullorðnum og börnum líður stundum eins og þau séu á jaðri fjölskyld- unnar, þau efast um hlutverk sitt í henni og hvort þau tilheyri henni í raun. ★★★ Mammút Harpa, Silfurberg mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Töfrandi söngur Undirrituð hafði ekki hlustað mikið á Mammút fyrirtónleikana. Sveitin náði hins vegar að heilla frá fyrsta lagi með góðum hljóðfæra- leik og töfrandi söng og sviðsframkomu söngkonunnar Katrínar. Á dagskránni voru að mestu leyti ný lög af væntanlegri plötu Mammút sem kemur vonandi út á næstunni að sögn Katrínar. Vonandi, því þessi forsmekkur lofaði góðu og sveitin á greinilega margt inni með sínu hlustendavæna indírokki. Sveitinni tókst þó ekki að ná troð- fullum salnum fyllilega á sitt band. -áp I bókinni fjallar Valgerður Halldórsdóttir um algengar aðstæður í stjúpfjölskyldum, rekur reynslusögur og bendir á leiðir til að takast á við vandamál á uppbyggilegan hátt. www.forlagid.is - alvöru bókaverslun á netinu ★★★ Nóra Harpa - Norðurljós ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Töluverð þróun Hljómsveitin Nóra er nýbúin að gefa út plötu númertvö, en hún var fjármögnuð með frjálsum framlögum. Á meðal gesta á tónleikum sveitarinnar í Kaldalónssal Hörpu á miðvikudagskvöldið voru erlendir gestir sem höfðu tekið þátt I að fjármagna plötuna. Tónlist Nóru hefur þróast töluvert frá fyrri plötunni. Þetta er einhvers konar indípopp. Lögin eru mörg svipuð í uppbyggingu, tónlistin stigmagnast undir lok lags, stundum með mjög flottum árangri. Nóra skilaði ágætum tón- leikum í Hörpunni og fékk mikið klapp. Hápunkturinn kom í síðustu tveimur lögunum. -tj ★ ★★★ Retro Stefson Harpa, Silfurberg Hopp og skopp með Stefson Klukkan var orðin ansi margt á löngu tónleika- kvöldi þegar Retro Stefson steig á stokk. Inn- koman var hins vegar með Ijósadýrð og látum. Stefsynir, Þorbjörg, Gylfi, Þórður og Jón nutu liðsinnis frá söngkonunum Sigríði Thorlacius og Siggu Soffíu, slagverksleikaranum Sigtryggi Baldurssyni og Hermigervli. Blanda sem varla gat klikkað enda var langt frá því. Unnsteinn stóð sig með prýði í hlutverki Haraldar Ara og stjórnaði áhorfendum í hoppi og skoppi, en það þurfti aðeins meira til en vanalega sökum tíma og dags. Unnsteinn nýtur sín vel í aðalhlutverkinu fremst á sviðinu og sýndi það hversu góður söngvari hann er. Lög af nýju plötunni, Retro Stefson, voru spiluð en Oh Kami, Solaris og Julía stóðu upp úr hjá undir- ritaðri á þessum stórskemmtilegu lokatónleikum fyrsta Airwaves-kvöldsins. - áp ★★★ FunkThat Shit! Amsterdam Vel spilandi piltar Það var þétt skipað á Amsterdam þegar hljóm- sveitin FunkThat Shit! steig þar á svið snemma á miðvikudagskvöldið. FunkThat Shit! er skipuð þremur strákum í kringum tvítugt. Þeir eru frá Sauðárkróki og spila fönk. Hljómsveitin hafnaði í þriðja sæti á Músíktilraunum í vor. Þetta eru mjög vel spilandi piltar og sýndu góð tilþrif á hljóðfærin, Trommuleikarinn og gítarleikarinn eru báðirfærir, en það var bassa- leikarinn sem vakti mesta athygli. Frábærfönk- bassaleikari. Þetta er mjög efnileg sveit. Fyrstu tvö lögin og lokalagið voru algjört dúndur, en það sem kom á milli var heldur síðra. FunkThat Shit! fékk mjög góðar viðtökur úr salnum, en flestir tónleikagestanna voru útlendingar. -tj ★★★★ FM Belfast Iðnó Loksins fjör Það var ekki fyrr en krakkarnir í FM Belfast stigu á svið sem það fór að perla örlítið á ennum gesta í Iðnó. Og þau höfðu ekki spilað lengi þegar svitinn var farinn að boga af hverju höfði. Miðað við hversu erfiðlega hafði gengið að spila fjör í mannskapinn framan af kvöldi má telja það nokkuð afrek að fá alla í salnum til að dansa, taka þátt I gleðiæfingum sveitarinnar, hoppa, tralla og veifa höndum. Hópurinn var líflegri en andskotinn á sviði og greinilega mikið í mun að halda uppi stemmningu - sem tókst frábærlega. Allra skemmtilegust voru lögin af fyrri - og betri - plötunni. Erlendu gestirnir kunnu margir hverjir alla texta og niðurstaðan af þessu öllu varð virkilega góður konsert, sem tvö uppklöpp báru vitni um. - sh ★★★★ HIGHASAKITE Þýski barinn Öðruvísi indí Norsku krakkarnir stigu á svið með svartar stríðsrendur á kinnum og bringum í tilfelli tveggja þeirra. Flestir tónleikagestir dilluðu sér við Ijúfa tónana og þegar nýjasta lagið þeirra, Indian Summer, var tekið mátti sjá marga hreyfa varirnar með. Stórgóð söngkonan heillaði undir- ritaða upp úr skónum með sérkennilegri rödd sem poppaði upp indístílinn sem einkennir bandið. Fjölhæfur gítarleikarinn, sem hélt uppi stuðinu á sviðinu milli þess sem hann greip í blásturshljóðfæri, mundaði trommukjuða eða þandi raddböndin, átti þó kvöldið. -trs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.