Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 60
8 • LI'FIÐ 2. NÓVEMBER 2012 < MYNDIR/STEFÁN Gunnar er með tvö húðflúr, „Keep walking" og „March to the beat of your own drum“. Hann lifir eftir þeim. TYGGÐU EFTIR HVERJA MALTIÐ (0) l.innl.i'kii.ilr'l.ui Isl.imls m.i‘lir moó nolkun xylitols sem nónls.ntuRfnÍH i tyugiyummii Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Framhald af síðu 7 að ræða málin, skoða fólk og tíma- rit og leyfa huganum að reika. G: Það hafa alltaf komið hjá okkur geðveikar tarnir þar sem öll tilveran er eitt samfellt tímaspan. Við reyn- um samt að hafa kvöldin án vinnu en tekst það allt of sjaldan. Þar sem við teiknum bæði þá er ekki mikil skipting í sjálfu sér í vinnunni. Við vinnum yfirleitt heima svo að þetta er eitt samfellt streymi af öllu í einu. Teikna, hjálpa við nám, setja í vél, elda kjötbollurog allt það... Stolt af útkomunni En að nýja og fallega verkefninu ykkar. Segið okkur allt um til- komu merkisins Freebird og hug- myndina á bak við það. K: Ég er venjulega þannig að ég vil góðan tíma til að hugsa hvort við eigum að fara út í verkefnin en ég var viss um að Freebird var eitthvað sem við vildum gera. Þurfti ekki að hugsa mig um lengi. Þetta er svo fallegt merki sem búið er að skapa og tækifærið svo mikið. Við munum taka okkur tíma til að gera þetta vel enda liggur okkur nákvæmlega ekk- ert á. Ég stefni á að leyfa mér aö njóta hverrar mínútu. G: Ég hef verið og er að vinna fyrir E-label en fyrir nokkrum vikum þá hafði fyrirtæki í New York sam- band við okkur og bauð okkur að gera nýja línu algerlega á okkar forsendum. Við höfðum verið með nafnið Freebird á flögri f nokkurn tíma og við ákváðum að slá til. Við vorum strax farin að sakna þess að vinna saman og þetta hefur geng- ið hratt og við erum stolt af útkom- unni. Þetta er mjög fallegt merki og stendur fyrir allt sem við viljum gera. Hvar munu íslenskar konur getað nálgast fatnaðinn? K: I uþpáhaldsbúðinni minni, Tiia á Laugavegi, og á Freebird-vefnum. G: í dásamlegu búðinni Tiia á Laugavegi 46 og á www.freebird- clothes.com. Næstu daga verð- ur hægt að kaupa sérvöld item úr vor 2013 Freebird-línunni á www. freebirdclothes.com sem eingöngu eru framleidd 20 stykki af fyrir ís- land. Fleiri stykki koma ekki. Þessi örfáu stykki verða send beint heim til viðskiptavina fyrir jól svo að það verða konur í fallegum Freebird- hlutum um jólin. Það er góð tilhugs- un. Fyrstir komafyrstirfá... í hverju felst vinna þín með E-label, Gunni? G: Hún gengur út á að taka merk- ið í gegn, hanna nýjar línur, byggja upp teymi og koma merkinu á er- lendan markað sem og koma því á góðan stað á heimamarkaði. Eig- andi E-label, Jón Ólafsson, hefur mjög fagra sýn um fyrirtækið sem ég er hrifinn af og mun framfylgja. Sýnin er að E-label verði gróðrar- stöð fyrir nýja hönnuði og gefa nýju fólki tækifæri til góðra verka og til að læra. Fleiri mættu hugsa svona. Hæfileikarfkir en reynsluiitlir hönnuðir Hvar standa íslenskir hönnuðir í dag að ykkar mati og hvernig er fyrir ungt og hæfileikaríkt fólk að leggja í þennan heim? K: Hér er mikið af góðu fólki en vantar reynslu. Það eru margir sem átta sig ekki á hvaða fórnir þarf að færa til að geta gert línu eftir línu sem stenst alþjóðlega samkeppni. Það má ekki missa úr dag í sköpun- inni. Þá fer lestin fram hjá. G: Þeir standa nokkuð vel. Mikil þróun hefur verið siðustu árin og fyrir ungt fólk eru sömu tækifæri og fyrir hvern sem er. Heimurinn er minni en hann lítur út fyrir að vera. Ógnin er reynsluleysið. Eitthvað að lokum/lífsspeki, til- vitnanir, málsháttur? K: Að vera samkvæmur sjálfum sér og sáttur í eigin skinni. Það er út- gangspunktur alls í lífinu. G: Ég er með tvö húðflúr með mínum möntrum, „Keep walking" og „March to the beat of your own drum“. Ég lifi eftir þeim. Þetta er ekki flókið, gera það sem hjartað segir manni og gefast aldrei upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.