Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 2
Veður Áframhaldandi norðaustanátt með éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjart og fallegt veður sunnan jökla og á vestanverðu landinu. sjá síðu 52 Bestu myndirnar dregnar fram Undirbúningur fyrir fréttaljósmyndasýninguna Myndir ársins 2017 var í fullum gangi í Hörpu í gær. Sýningin hefst í dag. Við opnunina er jafnan spenna því þá eru veitt verðlaun fyrir vinningsmyndir ársins. Sýningin verður aðgengileg á opnunartíma Hörpu næstu þrjár vikur. Fréttablaðið/Ernir samfélag Bílstjóri sem gleymdi mikið fatlaðri konu í bíl ferðaþjón- ustu fatlaðra á þriðjudag vinnur fyrir sama fyrirtæki og gleymdi 18 ára stúlku í sjö klukkustundir 2015. Þetta staðfestir framkvæmda- stjóri Strætó bs. sem telur þó að lík- lega sé aðeins tilviljun að svo hafi hitt á. Eina skýringin sem fundist hafi á atvikinu í vikunni sé einbeit- ingarleysi bílstjóra. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir að farið hafi verið yfir málið strax þegar það kom upp. Svo virðist sem allt hafi farið úrskeiðis, ekki hafi verið farið eftir leiðbeiningum og verklagsreglum svo brýna þurfi fyrir verktökum sem sinna Ferða- þjónustu fatlaðra fyrir Strætó bs. að fræða starfsmenn sína. „Það er ekki hægt að segja að leiðbeiningarnar séu óskýrar eða tækin og tólin ófullnægjandi. Það er óskiljanlegt hvernig svona getur gerst enda erum við með tæki þar sem fólk er stimplað inn og út úr bílnum, bílarnir eru litlir þannig að yfirsýn yfir bílinn ætti að vera auðveld. Þetta er óskiljanlegt atvik og svo sem engin ein skýring. Við finnum ekki aðra skýringu en að þarna hafi ákveðið einbeitingarleysi átt sér stað.“ Aðspurður hvort viðkomandi bíl- stjóri hafi verið sendur í leyfi vegna málsins segir Jóhannes að fyrir- tækið tjái sig ekki um slíkt. Fyrirtækið sem um ræðir heitir All Iceland Tours, einn 20 verk- taka sem sinnir akstri fatlaðra fyrir Strætó. Aðspurður hvort tilefni sé til að endurskoða þjónustu þess fyrir- tækis, í ljósi þess að þetta er í annað skipti sem fötluð kona gleymist í bílum þess, segir Jóhannes að leið- beiningar hafi verið ítrekaðar við alla verktaka og mælst til þess að þeir fari ítarlega yfir þær, verklags- reglur og viðbragðsáætlun áður en þeir sendi menn af stað í keyrslu. „Það er það sem við gerðum gagn- vart öllum í þessu ferli. En það er lík- lega bara tilviljun að þetta kemur svona upp.“ Jóhannes kveðst ekki hafa heyrt af mikilli starfsmannaveltu hjá fyrir- tækjunum sem sinna akstrinum, í það minnsta ekki óeðlilegar tölur. Vissulega hafi menn haldist illa í þessu starfi eftir byrjunarörðugleik- ana 2015, álagið hafi verið mikið og öll mistök ratað í fjölmiðla sem ekki allir hafi höndlað. „Okkur sýnist við vera með nokk- uð reyndan hóp í þessum akstri. Flestir þessara verktaka hafa sinnt þessu í áratugi, það er mikil reynsla og gamalreyndir starfsmenn, en auðvitað einhverjir nýir.“ mikael@frettabladid.is Sami verktaki gleymdi fötluðu stúlkunni 2015 Sama fyrirtæki ber ábyrgð á að kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í vikunni og í sambærilegu atviki 2015. Framkvæmdastjóri Strætó segir að ítrek- að hafi verið við alla verktaka við aksturinn að fara yfir leiðbeiningar og reglur. tvenn stór mistök ferðaþjónustu fatlaðra urðu hjá sama verktakanum undir Strætó. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Fréttablaðið/anton brink Við finnum ekki aðra skýringu en að þarna hafi ákveðið einbeit- ingarleysi átt sér stað. Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Ökuland ehf. Ökuskóli Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama • Metin til endurmenntunar bílstjóra • Heimsókn í vörubílaverksmiðju • Tæknisafnið í Speyer Fararstjóri: Guðni Sveinn 899 1779 gudni@okuland.is Verð: 185.000.kr. Hægt er að sækja um styrki til ferðarinnar. Nánari upplýsingar um ferðatilhögun: www.okuland.is Skráningu fer að ljúka. 12.–15. apríl 2018 Ökuland ehf. Ökuskóli Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur vörubíla sem og aðra áhugasama • Metin til endurmenntunar bílstjóra • Heimsókn í vörubílaverksmiðju Tæk isafnið í Sp yer Fararstjóri: Guðni Sveinn 899 1779 gudni@okuland.is Ve ð: 185.000.kr. Hægt er að sækja um styrki til ferðarinnar. Nánari upplýsingar um ferðatilhögun: www.okuland.is Skráningu fer að ljúka. 12.–15. apríl 2018 Heilbrigðismál Alma Dagbjört Möller hefur verið skipuð nýr land- læknir frá og með 1. apríl næst- komandi af Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Alma verður fyrst kvenna til að gegna þessu embætti hér á landi en sex sóttu um stöðuna og var Alma önnur tveggja sem lögskipuð hæfn- isnefnd mat hæfasta. Skipunartíminn er fimm ár en Alma mun taka við af Birgi Jakobs- syni sem er á leið í heilbrigðisráðu- neytið að verða aðstoðarmaður Svandísar. – smj Alma skipuð nýr landlæknir stjórnmál Draga má sterklega í efa að það að láta alla einstaklinga, 18 ára og eldri, fá skilyrðislaust 300 þúsund krónur í borgaralaun á mánuði úr ríkissjóði leiði til bættrar afkomu þeirra verst settu. Mun líklegra er að þeir sem lakast standa fari verst út úr slíkum kerfis- breytingum. Þetta segir fjármála- stjóri Reykjavíkurborgar í umsögn um þingsályktunartillögu Pírata um skilyrðislausa grunnframfærslu, betur þekkta sem borgaralaun. Í umsögninni er bent á að árlegur kostnaður ríkisins við að greiða tæplega 260 þúsund manns 300 þúsund krónur á mánuði yrði rúmir 930 milljarðar. Eða ríflega 110 millj- örðum meira en nemur áætluðum útgjöldum A-hluta ríkissjóðs 2018. Hugmyndir um borgaralaun eru í umsögninni kallaðar „félagslegt til- raunaverkefni“. – smj Borgaralaun ekki til góða alma Dagbjört Möller. fiskveiðar Stjórn Sjómannasam- bands Íslands er andvíg lagafrum- varpi þingmanna Samfylkingar- innar og Pírata um að umframkvóti á þorski fari í útboð. Það sé skaðlegt fyrir hagsmuni sjómanna. Samkvæmt frumvarpinu á umframkvóti af þorski að fara á uppboð ef heildarafli á þorski verður aukinn. Leigugjald fyrir afla- hlutdeildir sveiflist sjálfkrafa með arðsemi veiða og dragi úr líkum á pólitísku inngripi. Þá væri ekki verið að hygla neinum. Stjórn Sjómannasambandsins segir fjölda sjómanna hafa lífs- viðurværi af fiskveiðum. Þorsk- veiðiheimildirnar séu mikilvægar í því sambandi og „því óásættanlegt að stjórnmálamenn vilji sí og æ skerða tekjumöguleika þeirra sem þegar hafa atvinnu af sjómennsku með því að færa fiskveiðiheimildir frá þeim til einhverra annarra.“ – sa Þorskur fari ekki á uppboð 3 . m a r s 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -9 5 F 8 1 F 1 D -9 4 B C 1 F 1 D -9 3 8 0 1 F 1 D -9 2 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.