Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 122

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 122
Auglýsingin er 90 sekúndur í heild en verður sýnd í þremur 30 sekúndna pörtum. Það er verið að aug-lýsa nýtt Toy Story- land sem verður opnað í Flórída í júní,“ segir leikstjórinn Samúel Bjarki Pétursson spurður út í auglýsinguna fyrir Disney og Pixar sem hann leik- stýrði ásamt Gunnari Páli Ólafssyni. „Auglýsingin fjallar um Pixar-boltann sem margir kannast við, sem rúllar í gegnum alla Ameríku. Svo kemur Slingur, gormahundurinn úr Toy Story, og byrjar að elta boltann.“ Auglýsingin var tekin upp í New York, San Fransisco, Los Angeles og Flórída. Samúel segir vinnuna á bak við auglýsinguna hafa gengið vel, fyrir utan byl sem gekk yfir New York-borg í janúar, hann setti strik í reikninginn. „Við byrjuðum sem sagt að taka upp í byrjun janúar í New York. Tökur tóku um tvær vikur og svo er auglýsingin búin að vera í eftirvinnslu í tvo mánuði hjá tveimur stærstu eftirvinnslufyrir- tækjum heims, Pixar og The Mill. Þar er hópur fólks, tugir ef ekki hundruð manna að teikna og púsla öllu saman – og mála snjóinn í New York út,“ útskýrir Samúel. „Við vorum þrír Íslendingar að vinna að auglýsingunni, sem sagt við Gunnar sem leikstýrðum og svo Óttar Guðnason tökumaður sem skaut auglýsinguna. Svo vorum við með stórt tökulið með okkur.“ 35-40 milljónir áhorfenda Spurður út í hvort þetta sé stærsta auglýsing sem þeir félagar hafa unnið að svarar Samúel neitandi. „Nei, við höfum unnið að auglýsingum sem hafa verið stærri í sniðum, en þetta er örugglega sú auglýsing okkar sem fær besta útsendingartímann. Þessi auglýsingatími, í útsendingu Óskars- verðlaunanna, er bestur á eftir aug- lýsingahléunum í Super Bowl,“ segir Samúel en talið er að auglýsingin muni ná til 35-40 milljón áhorfenda í Bandaríkjunum. Aðspurður hvort að þeir séu stressaðir fyrir frumsýningu aug- lýsingarinnar segir Samúel: „Nei, við erum miklu frekar spenntir að fá viðbrögðin. Og oft í kjölfarið á svona frumsýningum koma fleiri tilboð,“ segir Samúel. „Eini gallinn við að horfa á útsendingu Óskarsins í íslensku sjónvarpi er að bandarísku aug- lýsingarnar eru klipptar út,“ segir hann og skellir upp úr. „Þannig að við erum í smá vandræðum með að sjá þetta sjálfir og njóta, því ekki viljum við fara ólöglegu leiðina og streyma bandarísku útsendingunni. Það kemur ekki til greina.“ Meira drama í Ameríku Samúel og Gunnar vinna líka að gerð íslenskra auglýsinga og það er töluverður munur á að vinna að amerískri auglýsingu og íslenskri auglýsingu að sögn Samúels. „Amer- ískar auglýsingar eru alltaf svolítið – amerískar,“ segir hann og hlær. „Í Ameríku er aðeins meira drama.“ Þó að þeir Samúel og Gunnar séu komnir inn á Ameríkumarkaðinn eru þeir hvergi nærri hættir að vinna að íslenskum auglýsingum enda gengur þeim vel hér á landi, til dæmis í gegnum fyrirtæki þeirra Skot Productions sem þeir eiga ásamt Ingu Lind Karlsdóttur og Hlyni Sigurðssyni. „Það er mikið að gera hér heima. Við vorum til dæmis í fyrradag að fá tvær tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, fyrir bestu sjónvarpsauglýsinguna, og ásamt öðrum leikstjórum Skots eru tilnefningarnar átta talsins. Við höfum svo verið að aðstoða unga og efnilega leikstjóra hér heima við að koma sér á framfæri,“ segir Samúel. Hann bætir við að það sé margt spennandi á döfinni sem hann má þó ekki segja frá alveg strax. gudnyhronn@frettabladid.is Frumsýna í eftirsóttu auglýsingahléi Óskarsins Óskarsverðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn og leikstjórarnir Samúel Bjarki og Gunnar Páll munu eiga þar hlut að máli þegar aug- lýsing þeirra fyrir Disney og Pixar verður frumsýnd í auglýsingahléi. Óttar Guðnason smellti þessari mynd af Gunnari og Samúel á setti í Los Angeles, nánar tiltekið á gervimatsölustað sem hefur verið notaður í fjölmargar Hollywood-myndir. MYND/ÓTTAR Toy Story-hundurinn kemur við sögu auglýsingunni. NORDICPHOTOS/AFP Þetta er örugglega sú auglýsing okkar sem Fær besta útsendingar- tímann. Þessi auglýsinga- tími, í útsendingu Óskars- verðlaunanna, er bestur á eFtir auglýsingahléunum í super bowl Fréttablaðið.is stendur undir nafni Lifandi fréttamiðill með nýjustu fréttum allan sólarhringinn ásamt ítarlegri umöllun um málefni líðandi stundar. 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r70 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 D -C C 4 8 1 F 1 D -C B 0 C 1 F 1 D -C 9 D 0 1 F 1 D -C 8 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.