Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 84
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Tex-mex er orð yfir matreiðslu sem varð fyrst til árið 1973. Það voru íbúar í Texas sem eiga rætur að rekja til Mexíkó sem bjuggu til tex-mex. Frá árinu 1600- 1836 var Texas hluti af Mexíkó. Í dag er talað um að tex-mex svæðið sé líka Kalifornía, Arizona og Nýja- Mexíkó. Margir réttir eins og chili con carne, nachos og taco eru í raun tex-mex réttir. Taco-skeljarnar eru eiginlega óþekktar í Mexíkó en eru mjög vinsælar í tex-mex eldhúsinu. Burritos, fajitas og chimichangas eru sömuleiðis týpískir tex-mex réttir. Yfirleitt eru þetta bragð- miklir en einfaldir réttir. Taco með rifnu svínakjöti Þeir sem hafa nægan tíma geta útbúið sínar eigin tortilla-kökur en svo er alltaf hægt að spara sér tíma og kaupa tilbúið. Maður getur valið um það að nota litlar Tex-mex með Söngvakeppninni Taco er vinsæll matur hjá öllum aldri. Guacamole passar með alls kyns tex-mex mat. Fljótlagaður kúrekaréttur fyrir svanga sem vilja hafa lítið fyrir matnum. Tex-mex matur er gríðarlega vin- sæll. Það er hægt að gera marga skemmtilega rétti með tortilla eða taco-skeljum. Mörgum finnst æðislegt að hafa svona mat á föstudags- eða laugardagskvöld- um. Hentar til dæmis vel með Söngvakeppninni í Sjónvarpinu. tortilla-kökur í eftirfarandi rétt eða taco-skeljar. Það er reyndar æðislegt að búa til sitt eigið taco. Mexíkósk tort- illa er bæði glútenlaus og auðvelt að útbúa. Pulled pork eða rifið svínakjöt er mjög gott með ásamt góðu grænmeti. Hægt er hægelda svínakjöt yfir nótt í þennan rétt eða kaupa kjötið tilbúið í góðum kjötverslunum. Uppskriftin miðast við fimm. 550 g rifið svínakjöt (pulled pork) Maískaka 180 g maísmjöl 1 tsk. salt 2 msk. mjúkt smjör 1 ½ dl vatn Salat ½ haus af til dæmis kínakáli eða jöklasalati 1 rifin gulrót 1 mangó, skorið í þunna strimla 1 dl sýrður rjómi 2 msk. majónes 1 msk. sítróna 1 msk. sykur 1 msk. smátt skorin engiferrót ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Steinselja Hnoðið saman maísmjöl, salt og smjör í skál. Bætið vatni saman við og blandið vel svo úr verði frekar blautt deig. Deilið deiginu í 10 parta. Bleytið hendurnar og mótið bollur. Leggið hverja bollu á bök- unarpappír og fletjið þær aðeins út með höndunum. Setjið síðan plastfilmu yfir og notið kökukefli til að fletja þær meira út. Þær eiga að vera um 3 mm á þykkt. Reynið að hafa allar kökurnar jafnstórar. Steikið kökurnar á heitri og þurri pönnu á báðum hliðum eins og pönnukökur. Leggið þær síðan inn í viskastykki svo þær þorni ekki. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, sítrónusafa, sykri og engifer. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið grænmeti og mangó saman við sósuna. Hitið kjötið ef þarf. Setjið græn- metisblönduna á tortilluna og síðan kjötið. Dreifið steinselju yfir. Það er ekki nauðsynlegt að hafa svínakjöt heldur má nota hvaða kjöt sem er í þennan rétt. Nachos með nautahakki Þetta er æðislegur réttur þegar maður nennir eiginlega ekki að elda en langar að hafa það kósí. Uppskriftin miðast við tvo en það má stækka hana að vild. 300 g nautahakk ½ laukur ½ ferskur chili-pipar 1 poki taco-krydd + vatn eins og segir á umbúðum 1 poki tortilla-nasl ½ dós niðursoðnar brúnar baunir 1 krukka salsa-sósa ½ blaðlaukur 1 dl rifinn ostur Steikið hakkið ásamt lauk og chili. Bætið taco-kryddinu og vatninu út í. Látið malla smástund. Setjið naslið í eldfast mót og síðan hakkið, baunirnar og salsa sósuna. Rifinn ostur fer yfir allt saman. Hitið ofninn í 225°C og bakið rétt- inn þar til osturinn er bráðnaður, 5-8 mínútur. Það má skipta hakkinu út fyrir kjúkling eða bara grænmeti eftir smekk. Gott guacamole Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa guacamole með tex-mex réttum. Lárperur (avocado) þurfa að vera vel þroskaðar og mjúkar að utan. 2 lárperur 2 msk. límónusafi 1 ½ tómatur ½ rauður chili-pipar, mjög smátt skorinn 2 msk. kóríander, smátt skorinn Salt og pipar Skerið lárperur til helminga. Takið steininn úr með því að setja hníf í hann og snúa. Ekki halda á lár- perunni þegar þetta er gert. Mörg handarslys verða þegar fólk reynir að ná steininum úr. Maukið lár- peruna með límónusafa. Skerið tómatana í báta og takið fræin úr. Þá eru þeir skornar í smærri bita. Blandið saman lár- peru, chili og tómatbitum, meiri límónusafa, salti og pipar. Setjið kóríander í að lokum. Geymið á köldum stað. Guacamole er gott með mexí- kóskum réttum og tortilla-nasli. Fljótlagaður kúrekaréttur Hér er spennandi réttur án kjöts sem mjög fljótlegt er að gera. Rétturinn heitir Huevos rancheros. Uppskriftin miðast við fjóra. 1 dós chili baunir 2 tómatar 2 ½ dl salsa sósa 4 egg 2 vorlaukar 4 msk. ferskt kóríander 4 hveiti-tortillur 1 ½ dl sýrður rjómi Hitið ofninn í 200°C. Setjið chili- baunir, niðurskorna tómata og salsasósu í pott og hitið. Bragð- bætið með salti og pipar. Hellið blöndunni í eldfast form. Gerið fjórar holur og setjið egg í hverja. Bakað í ofni í um það bil 10 mínútur eða þangað til eggja- hvíturnar hafa stífnað. Takið út og dreifið fínt skornum vorlauk og kóríander yfir. Berið fram með tortilla-kökum og sýrðum rjóma, gjarnan guacamole líka. Flytjendur Nemendaóperan ásamt sinfóníusveit Miðasala í Hörpu • sími 528 5050 songskolinn.is songskolinn@songskolinn.is sími 552 7366 Söngskólinn í Reykjavík Johann Strauss LEÐURBLAKAN ...ein vinsælasta óperetta allra tíma Sýningar í Hörpu • Norðurljósum mánudaginn 5. mars kl. 19.30 þriðjudaginn 6. mars kl. 19.30 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 D -F 8 B 8 1 F 1 D -F 7 7 C 1 F 1 D -F 6 4 0 1 F 1 D -F 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.