Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 113
og KÍ, Samtök um kvennaathvarf,
Samtökin ’78, Stelpur rokka!, Stop
the Traffik: ACT Iceland, Stígamót,
Tabú, og WIFT á Íslandi.
Tónlist
Hvað? Bryndís Halla og Edda Er-
lendsdóttir – Sígildir Sunnudagar
Hvenær? 17.00
Hvar? Norðurljós, Hörpu
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik
ari og Edda Erlendsdóttir píanóleik
ari leika sónötur og ljóðræn smálög
í Norðurljósum. Á tónleikunum í
Hörpu flytja þær Bryndís Halla og
Edda Erlendsdóttir verk eftir Liszt,
Bridge og Brahms sem eiga það
sameiginlegt að vera ljóðræn. Þær
stöllur eiga að baki langt og farsælt
samstarf sem hófst á Kammertón
leikum á Kirkjubæjarklaustri. Þær
hafa um árabil verið í fremstu röð
íslenskra hljóðfæraleikara bæði
sem einleikarar og í kammertónlist.
Geisladiskur þeirra með verkum
eftir Kodaly, Martinu, Enescu og
JanáČek hlaut einróma lof gagnrýn
enda bæði á Íslandi og í Frakklandi
og fékk Íslensku Tónlistarverð
launin árið 2004.
Hvað? JóiPé x Króli – fjölskyldu-
tónleikar
Hvenær? 16.00
Hvar? Bæjarbíó
Það hafa fáir tónlistarmenn komið
inn með öðrum eins krafti og JóiPé
og Króli hafa gert á undanförnum
mánuðum. Þessir ungu rapparar
hafa slegið öll met og platan þeirra
Gerviglingur er án nokkurs vafa
ein af plötum ársins 2017. Plötunni
hefur nú þegar verið streymt yfir
5 milljón sinnum og virðist ekkert
geta stoppað strákana. Nú eru þeir
í óðaönn að undirbúa útgáfu næstu
breiðskífu sem má búast við fyrri
part ársins 2018. Þeir hafa verið
duglegir að spila um allt land og
þykir einlæg og fjörug sviðsfram
koma þeirra skara fram úr. Strák
arnir þykja líka frábærar fyrirmynd
ir og því tilvalið að fara með yngri
kynslóðina á tónleika. Tónleikarnir
verða í hæfilegri lengd fyrir yngri
áhorfendur og strax eftir tónleika
munu þeir gefa sér góðan tíma fyrir
myndatökur og tilheyrandi.
Hvað? Nótan – uppskeruhátíð tón-
listarskóla
Hvenær? Sunnudag kl. 12
Hvar? Eldborg, Hörpu
Nótan – uppskeruhátíð tónlistar
skóla. Kl. 12 Tónleikar I – nemendur
á grunnstigi, miðstigi og í opnum
flokki.
Tónlistarskólar halda uppskeruhátíð sína í Eldborg.
Kl. 14 Tónleikar II – nemendur
á framhaldsstigi. Kl. 16.30 Loka
athöfn, afhending viðurkenninga og
verðlaunagripa.
Sýningar
Hvað? Galdrakarlinn í Oz
Hvenær? 13.00
Hvar? Tjarnarbíó
Leikhópurinn Lotta er lands
mönnum að góðu kunnur en
síðastliðin ellefu sumur hefur
hópurinn ferðast með útileik
sýningar út um allt land. Á hverju
ári setur hópurinn upp nýjar
sýningar, sýningar sem allar hafa
slegið í gegn og eru enn spilaðar
af geislaplötum á fjöldamörgum
heimilum. Núna hefur Lottan
ákveðið að dusta rykið af þessum
gömlu sýningum og endurvekja
þær, 10 árum síðar og nú innan
dyra. Við byrjum því á byrjuninni,
á Galdrakarlinum í Oz sem er
fyrsta verkið sem sérstaklega var
skrifað fyrir Lottu. Galdrakarlinn í
Oz var frumsýndur af Leikhópnum
Lottu í Elliðaárdalnum í maí 2008
og nú tíu árum síðar fær hann
endurnýjun lífdaga í Tjarnarbíói.
Flestir þekkja söguna af ævin
týralegu ferðalagi Kansasstúlk
unnar Dórótheu og Tótó, hundsins
hennar, til ævintýralandsins Oz.
Þar kynnist hún heilalausu Fugla
hræðunni, hjartalausa Pjáturkar
linum og huglausa Ljóninu auk
þess sem hún lendir í klóm vondu
Vestannornarinnar. Dóróthea
og vinir hennar lenda í alls kyns
hremmingum og þurfa að leita á
náðir Galdrakarlsins ógurlega í Oz.
Spurningin er núna hvort Galdra
karlinn getur hjálpað Dóró theu að
komast aftur heim til sín.
Viðburðir
Hvað? Baðferð í Reykjadal
Hvenær? 09.00
Hvar? Mörkin 6, Ferðafélag unga
fólksins
FÍ Ung fara í baðferð í Reykja
dal. Reykjadalurinn er fyrir ofan
Hveragerði og um er að ræða flotta
og þægilega göngu áður en komið
er að heitum læk þar sem gott er
að baða sig. Áætlað er að gangan
sjálf taki um tvær klukkustundir
fram og til baka auk þess sem það
mun taka rúma klukkustund að
keyra til og frá Hveragerði. Síðan
er það undir hverjum og einum
komið hversu lengi fólk vill vera
ofan í en áætlað er að dagskráin
muni taka um fjórar klukku
stundir í heildina. Því mælum við
með því að komið verði með sund
föt og handklæði. Hist verður fyrir
utan skrifstofu FÍ, Mörkinni 6, kl.
9 um morguninn þar sem samein
ast verður í bíla áður en haldið er
til Hveragerðis.
Sunnudagur
MERKJAVÖRUMARKAÐUR
VÖNDUÐ MERKI FYRIR MINNA
BY MALENE BIRGER
SAMSØE & SAMSØE
PAUL SMITH
´S MAX MARA
CALVIN KLEIN
J. LINDEBERG
TIGER OF SWEDEN
FILIPPA K
MATINIQUE
HERSCHEL
BILLI BI
BRAKO
ROSEMUNDE
5 UNITS
STRATEGIA
IN WEAR
SAINT TROPEZ
& FLEIRI FLOTT MERKI
OPIÐ ALLA HELGINA
LAU: 10-18
Markaður í kjallara EVU
Laugavegi 26
... finnur þú gullmola
í þinni stærð?
FATNAÐUR & SKÓR
FYRIR DÖMUR & HERRA
VÖRUR ÚR EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM :
60-70%
AFSLÁTTUR
SUN: 13-18
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 61L A U g A R D A g U R 3 . m A R S 2 0 1 8
0
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
1
D
-9
1
0
8
1
F
1
D
-8
F
C
C
1
F
1
D
-8
E
9
0
1
F
1
D
-8
D
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
8
s
_
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K