Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 42
Myndin sem var valin inn á PhotoVogue. Fyrirsætan heitir Julia Summut og myndin var tekin á Möltu. MYND/ANNA ÓSk Ég vil ekki eltast um of við það sem er helst í tísku hverju sinni. En auðvitað er ég undir áhrifum frá mínum samtíma. Ragnhildur Sif Reynisdóttir Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Anna Ósk er búsett í Gauta-borg og hafa myndir hennar birst á ýmsum vettvangi. Samstarf þeirra Ragnhildar hefur verið farsælt og myndir eftir Önnu Ósk þar sem skartgripir Ragnhildar koma mikið við sögu birtust á dögunum á PhotoVogue sem er vettvangur á vegum ítalska Vogue þar sem ljósmyndarar geta sent inn myndir en aðeins brot af aðsendum myndum endar á síðunni. „Ég sendi Önnu Ósk nýjungar sem ég var að vinna með og hún fór með þær með sér í myndatöku á tískuviku á Möltu,“ segir Ragn- hildur. „Við Anna Ósk höfum unnið saman hátt í tíu ár. Mér finnst mikilvægt að ná ákveðinni stemm- ingu fyrir skartgripina mína því það skiptir mig máli hvernig fólk sér þá svo ég var að leita mér að ljósmynd- ara til að vera í samstarfi við. Við Anna Ósk hittumst í hádegismat og allt small saman. Ég heillaðist af þessum heimi og stemmingu sem hún nær að skapa.“ Hún segir að skartgripirnir á myndunum séu flestir úr línum sem hún er að selja. „Á einni myndinni er men frá 2010 sem ég gerði þegar ég var að ljúka fram- haldsnámi í Bretlandi og það er bara til þetta eina. Ég smíða alla skartgripi sjálf og þeir eru hluti af línum sem allar heita ákveðnum nöfnum.“ Ragnhildur vill helst að skart- gripirnir hennar séu tímalausir. „Ég vil ekki eltast um of við það sem er helst í tísku hverju sinni. En auðvitað er ég undir áhrifum frá mínum samtíma. Stundum held ég að ég sé að koma með hugmynd að skartgrip sem ég held að ég hafi hvergi séð. Þegar ég fer að skoða betur fer ég að sjá sambærilega skartgripi alls staðar. Það er eins og eitthvað liggi í loftinu, einhver hugmynd sem margir grípa á sama tíma, mjög merkilegt og stundum frekar svekkjandi.“ Hún segir innblásturinn koma úr öllum áttum og stundum óvæntum. „Sumar línur koma mjög fljótt og mér reynist auðvelt að vinna þær, aðrar taka langan tíma, oft upp í nokkur ár og geta verið mjög snúnar. Mér finnst nauðsynlegt að stunda hreyfingu, það er stór partur af mér og þá fer flæðið af stað og ímyndunaraflið á ferð. Ég þarf líka inn á milli að vera Íslenskt skart í PhotoVogue Skartgripahönnuðurinn og gullsmiðurinn Ragnhildur Sif Reynisdóttir og Anna Ósk ljósmyndari hafa unnið saman í bráðum áratug og þetta samstarf rataði á vefsíðu ítalska Vogue. Hér má sjá Hlín Gísladóttur, dóttur Ragn- hildar, með skartgripi úr línu sem heitir Auður í höfuðið á móður Ragn- hildar. MYND/ ANNA ÓSk Ragnhildur Sif Reynisdóttir er komin af gullsmiðum í marga ættliði og hannar nú skartgripi sem hún selur meðal annars á skartgripir.is en myndir af þeim hafa birst meðal annars á vefsíðu ítalska Vogue. MYND/ANNA ÓSk ein með sjálfri mér, er það að hluta á vinnustofunni og í göngutúrum. Eins hef stundað ég hugleiðslu- jóga frá því fyrir tvítugt og leita oft þangað.“ Ragnhildur lærði gullsmíði fyrst á Íslandi hjá föður sínum, Reyni Guðlaugssyni gullsmíðameistara. „Síðan fór ég til Bretlands í skart- gripahönnun með fjölskylduna með mér því maðurinn minn var einnig í námi. Eftir nokkur ár fluttum við heim en ég var ekki komin með nóg og fór í masters- nám í skartgripahönnun.“ Hún lýsir hönnun sinni sem ein- faldri og hreinni. „ Eins finnst mér gaman að hægt sé að nota skart- gripina á fleiri vegu en einn, til dæmis að hægt sé að nota hálsmen líka sem armband. Eins langt og það nær. Svo reyni ég að hafa stóru menin með einhverja „merkingu“ eða skemmtilegt notagildi. Ég kalla menin mín nöfnum eins og Lykill að velgengni, Lífið er list, Njóttu og Pendúll. Mér finnst gaman að gera fallegan hlut sem er ekki allur þar sem hann er séður.“ Skartgripi Ragnhildar er hægt að kaupa á heimasíðunni skartgripir. is eða gegnum Facebooksíðuna Sif skartgripir. Hún verður einnig með opið hús í tengslum við Hönnunar- Mars en allar upplýsingar um það er hægt að nálgast á Facebook- síðunni Sif skartgripir. ÁSKRIFTARTILBOÐ Heildarverðmæti pakkans er 19.900 kr. 5 tölublöð af Glamour, send heim að dyrum + EGF Serum frá Bioeffect á aðeins 9.990 kr. 4 kYNNINGARBLAÐ FÓLk 3 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 E -1 B 4 8 1 F 1 E -1 A 0 C 1 F 1 E -1 8 D 0 1 F 1 E -1 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.