Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 8
✿ Viltu að nýr Landspít- ali rísi á núverandi stað við Hringbraut? 39% 13% 47% Já Hlutlaus Nei AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferða- styrk til þeirra félags- manna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina 2018 verður haldinn í Borgartúni 30, 6. hæð, laugardaginn 10 . mars kl. 11.00. Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar lýst. 5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga, og uppstillinganefndar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 8. Önnur mál. Hádegismatur í boði félagsins. Stjórnin Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 20:00 í húsnæði deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, 3. hæð. Dagskrá: Najmo Cumar Fiyasko frá Sómalíu Najmo er tvítug stúlka sem var gefin í hjónaband í heimalandinu aðeins 11 ára gömul. Þrettán ára flýði hún land og hefur síðan unnið ötullega að því að berjast gegn barnabrúðkaupum. Hún kom til Íslands 16 ára gömul sem fylgdarlaust barn. Najmo deilir átakanlegri sögu sinni. Erindið fer fram á ensku Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum deildarinnar Flutningur læknastofu Læknastofa mín að Melhaga hefur flutt í Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 R. Sími 563 1000. Árni Tómas Ragnarsson læknir Sérgrein: Gigtlækningar SkipuLagSmáL „Það eru mjög eðlileg fyrstu viðbrögð að hafa efasemdir um staðsetninguna,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri aðspurður um niðurstöður könnunar um afstöðu borgarbúa til staðsetningar nýs Landspítala sem birtar voru í Fréttablaðinu í gær. Niðurstöðurnar sýna að 47 pró- sent þeirra sem taka afstöðu telja spítalann ekki eiga að rísa á núver- andi stað við Hringbraut. „Það var líka reynslan í umfjöllun borgarstjórnar á sínum tíma en eftir að hafa farið ítarlega yfir öll sjónar- mið og gögn í málinu, þá var líka merkilegt að það varð þverpólitísk samstaða í borgarstjórninni um að þessi staðsetning væri rétt,“ segir Dagur og vísar til samstöðu á síðasta kjörtímabili er þessi hluti skipulags fyrir viðbótina var kláraður. „Það var ekki allt óumdeilt í því deiliskipulagi en það varð þver- pólitísk sátt um staðsetninguna, þó svo hafi ekki verið í upphafi umræð- unnar,“ segir Dagur. „Í fyrsta lagi þá er nauðsynlegt að velja framtíðarstaðsetningu fyrir spítalann og fara í staðarvals- greiningu sem fyrst um framtíðar- uppbyggingu Landspítalans,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eyþór segir staðsetningu spítalans í dag hafa ákveðna galla, bæði hvað varðar rými og samgöngur. Hún hafi upphaflega verið í útjaðri er borgin var miklu minni en í dag. „Til framtíðar eigum við að stefna á að bæði stofnanir og fyrirtæki séu líka austarlega í borginni. Það er betri og heilbrigðari þróun sem léttir á samgöngukerfinu og styttir ferða- tíma fyrir okkur,“ segir Eyþór. Aðspurður segir Eyþór mikilvægt að tefja ekki framkvæmdir sem þegar séu á framkvæmdastigi. „En umferðarlega er spítalinn á röngum stað og þess vegna er mikil- vægt að staðarvalið fari fram, þann- ig að spítalinn sjálfur og aðrir geti hugað að uppbyggingunni á nýjum stað,“ segir Eyþór. „Þessi staðar- valsgreining þarf ekki að taka mjög langan tíma en þarf að vera gerð fag- lega og þá sjá menn uppbygginguna til framtíðar.“ Dagur segir raunveruleikann um samgöngurnar í rauninni allt annan en halda mætti af umræðunni. „Vaktaskipti á spítalanum eru utan háannatíma í umferðinni til dæmis á morgnana, inniliggjandi sjúklingar ferðast lítið á milli staða og gestakomur dreifast á allan dag- inn. Umferðarröskun er því ekki eins mikil eins og halda mætti af umræð- unni,“ segir Dagur og bætir við: Þegar farið var yfir þetta þá var líka skoðað hver áhrifin yrðu af því að hafa aðra atvinnustarfsemi eða íbúabyggð á svæðinu ef spítalinn færi annað. Og í ljós kom að undan- tekningarlaust hefði önnur upp- bygging skapað meiri umferð á svæðinu en uppbygging spítalans mun hafa í för með sér. Það myndi auðvitað hafa mjög miklar afleiðingar fyrir verkefnið og ég held að þeir, sem er alvara um verkefnið, hljóti að nálgast alla slíka umræðu af ábyrgð,“ segir Dagur inntur eftir því hvort raunhæft sé að breyta staðsetningunni. „En þetta er stór ákvörðun og gildir til langs tíma og eðlilegt að menn hafi efasemdir í fyrstu. En þeirri umfjöllun borgarstjórnar lauk með því að allir voru sammála um að staðsetningin styddist við mjög traust rök og ítarlega skoðun.“ adalheidur@frettabladid.is Segir meiri umferð af íbúabyggð en spítala Efasemdir um staðsetningu Landspítala eðlilegar, segir borgarstjóri, en tilhneig- ing til að skipta um skoðun eftir nánari athugun. Eyþór Arnalds segir galla á staðsetningunni vegna rýmis og samgangna og kallar eftir staðarvalsgreiningu. Uppbygging Landspítala við Hringbraut er í fullum gangi en enn er deilt um staðsetninguna. FréttabLaðið/anton brink Undantekningar- laust hefði önnur uppbygging skapað meiri umferð á svæðinu en upp- bygging spítal- ans mun hafa í för með sér. Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri umHVerfiSmáL Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði frá kæru Landverndar vegna Hvalár- virkjunar á Ströndum. Kæran laut að ákvörðun Orkustofnunar frá 21. janúar í fyrra um að framlengja rann- sóknarleyfi við virkjunina. Úrskurðarnefndin féllst á þau rök Orkustofnunar að Landvernd ætti ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. Landvernd væri ekki á neinn hátt aðili að málinu og því bæri að vísa kærunni frá nefndinni. Hvalárvirkjun var sett í nýtingar- flokk í rammaáætlun fyrir sjö árum. Hún var þá einn virkjanakosta á Vestfjörðum sem voru metnir af öllum faghópum rammaáætlunar. Einnig var talið að orkuöryggi á Vest- fjörðum ykist við virkjunina sem á að vera um 55 MW. Salome Hallfreðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær ekki telja tímabært að ræða úrskurðinn. – sa Kæru vegna Hvalárvirkjunar vísað frá Hvalárvirkjun á Vestfjörðum er um- deildur virkjunarkostur. 3 . m a r S 2 0 1 8 L a u g a r D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -D 1 3 8 1 F 1 D -C F F C 1 F 1 D -C E C 0 1 F 1 D -C D 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.