Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 108

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 108
Kvikmyndin Love-less eftir rússneska leikstjórann And-rey Zvyagintsev er á meðal fjölmargra s p e n n a n d i k vi k- mynda sem verðar sýndar á Stock- fish-kvikmyndahátíðinni sem hófst í gær og stendur fram til 11. mars í Bíói Paradís. Loveless hefur hlotið mikið lof víða um heim og þykir jafnvel líkleg til að vinna til Óskars- verðlauna en aðspurður virðist leik- stjórinn Andrey Zvyagintsev ekki vera með hugann við þessa upphefð. Fyrir honum er þetta fyrst og síðast spurning um að halda áfram að skapa list. „Það gleður mig þegar vel gengur en núna er hugurinn samt allur við handritsgerð fyrir mína næstu mynd. Mér líður eins og ég blómstri í því sem ég er að gera og ég get ekki séð fyrir mér framtíð án listar, sköpunar og kvikmyndagerðar. Þetta er líf mitt.“ Leikstjórnarferill Andrey Zvyagint- sev er í raun ekki ýkja langur. Hann er fæddur árið 1962 og útskrifaðist sem leikari frá leiklistarskólanum í Novo- sibirsk aðeins tvítugur að aldri og fluttist til Moskvu nokkru síðar þar sem hann starfaði sem leikari án þess að ferill hans næði miklum hæðum. Árið 2000 tók Zvyagintsev svo að sér að leikstýra þremur þáttum í vinsælli sjónvarpsþáttaseríu. Það reyndist eiga einstaklega vel við hann og eftir það sneri hann sér alfarið að leik- stjórninni. Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd í fullri lengd þremur árum síðar og hans þekktasta mynd til þessa, Leviathan, var árið 2014 til- nefnd til Óskarsverðlauna. Krafa um nánd Andrey Zvyagintsev segir að bak- grunnur hans sem leikara eigi mik- inn þátt í að móta hvernig hann vinnur sem leikstjóri og að í því felist kannski einhver sérstaða og þar með velgengni. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja að myndirnar mínar séu leikaramyndir en ég vona að leikararnir séu sannfærandi og að fólk treysti þeim – trúi á það sem þeir eru að gera. Ég veit hvernig leik- arar vinna og ég þekki það sem þeir eru að glíma við. Ég man vel hvernig það var að að koma í prufur, standa fyrir framan myndavélina og finna að leikstjórinn hefur ekki minnsta skilning á því sem maður er að gera og það getur verið erfitt. Ágætt dæmi um þetta er rússneskur leikstjóri frá sjöunda áratugnum sem var spurður að því hvernig hann ynni með leik- urum. Svarið var einfalt: Ég vinn ekki með þeim, ég borga þeim peninga. Þetta er auðvitað óraveg frá allri skynsemi því ef maður nálgast leik- ara út frá því að hjálpa honum eða henni til þess að skapa persónu, þá skilar það árangri. Þar kemur mín reynsla sér vel og fyrir hana er ég þakklátur og fyrir vikið sé ég auð- vitað ekki eftir þeim árum í lífinu sem ég varði sem leikari.“ Það er sitthvað við kvikmyndina Loveless sem ber þessu gott vitni. Senurnar fá að lifa lengi og leikar- arnir fá gott rými til að mynda tengsl við áhorfendur. Andrey Zvyagintsev tekur undir þetta og segist elska þessa nánd hvort sem verið er að skoða leikara í ramma eða landslag og þá líka borgarlandslag. „Nánd gerir kröfu til þess að maður gefi sér tíma. Leyfi senum að anda. Í kvikmynd er sagan ekki einvörðungu sögð með samtölum heldur þarf meira til. Það þarf að hugsa um heildina og hleypa áhorfendum inn í þessa veröld. Leyfa þeim að dvelja þar um stund og mynda tengsl við það sem þar á sér stað.“ Fjarvera samkenndar Loveless segir sögu óhamingjusamra hjóna sem hafa tekið ákvörðun um að þau verði að skilja. Eiginkonan er í sambandi með öðrum manni en eiginmaðurinn er meira hikandi þar sem skilnaður getur kostað hann gott starf hjá íhaldssömu fyrirtæki. Saman eiga þau einn son sem verður vitni að rifrildi þeirra á milli og hverfur dag- inn eftir. Foreldrarnir fá litla hjálp frá lögreglunni og leita því til sjálfboða- liðasveitar sem sérhæfir sig í að finna týnd börn. Þó svo grunnsagan sé ein- föld þá er Loveless gríðarlega áhrifa- rík mynd sem ýtir við áhorfendum á mörgum plönum. En skyldi það hafa verið eitthvað ákveðið sem varð til þess að Andrey Zvyagintsev ákvað að segja þessa tilteknu sögu? „Nei, í rauninni ekki. Þetta er ekki sönn saga en þetta eru engu að síður raunverulegar aðstæð- ur. Barn hverfur í rússneskri borg og það er litla hjálp að fá frá lögreglunni. Eina hjálpin er í þessum samtökum sem eru raunveruleg og reyna að hjálpa þeim að finna drenginn.“ Er þetta þá spurning um kerfið annars vegar og manneskjur hins vegar? „Já, í Loveless er það tilfellið að einhverju leyti enda er Rússland í miklum umbrotum. Það eitt að þessar aðstæður eru raunverulegar þó svo sagan sé skálduð segir okkur eitthvað. En það er ekkert nýtt að við Rússar séum að takast á við kerfið í okkar skáldskap – takast á við valdið með einum eða öðrum hætti. Í Love- less eru fleiri slík minni á borð við einsemdina í stórborginni.“ Zvyagintsev leggur þó einnig áherslu á að þetta sé ekki pólitísk kvikmynd í þeim skilningi heldur fjalli hún mun fremur um manneskj- una sem slíka. „Þetta er kvikmynd um samkennd eða kannski öllu heldur skort á henni. Þessi skortur eða jafnvel algjöra fjarvera á sam- kennd er eitt elsta einkenni mann- legs eðlis. Hann birtist með ýmsum hætti í lífinu og nær líka inn í stjórn- málin og kemur þar fram í viðhorfum valdsins til mannslífa.“ Skellum skuldinni Í Loveless birtist samfélag sem er um margt svipað því sem við þekkjum á Vesturlöndum þar sem samfélags- miðlar eru nánast þungamiðjan í lífi fólks. Á sama tíma sjáum við einnig nánast dystopískt vald afturhalds- samra stórfyrirtækja sem virðast hafa tögl og hagldir í lífi starfsmanna sinna. Andrey Zvyagintsev segir Loveless endurspegla rússneskan veruleika og hvað varðar samfélags- miðla og annað sem fólk þekkir vel þá sé það normið. „En hvað varðar aðstæður eigin- mannsins í sínu starfi þá er það vissulega undantekning frá reglunni en engu að síður byggt á ákveðnum veruleika þó hann sé ekki lýsandi fyrir rússneskt samfélag. Þessi veru- leiki er sóttur í þekktan vinnu- veitanda í litlum bæ rétt utan við Moskvu sem varð frægur fyrir að skikka alla sína starfsmenn til þess að vera kvæntir og það þurftu allir að hafa gengið í hjónaband í kirkju. Ef starfsfólkið vildi ekki hlíta þessu þá beið bara eftir því uppsagnarbréf. Þetta var auðvitað galið og það var mikið grín gert að honum í fjölmiðl- um. En ég nýti þessa sögu og þessa hugmynd til þess að sýna breyting- arnar í samfélaginu og ótta föðurins Fjarvera samkenndar og hvernig hún birtist í lífinu Kvikmyndin Loveless er á sigurför um heiminn. Leikstjórinn Andrey Zvyagintsev er lærður leikari og starfaði lengi sem slíkur og hann segir að hann geti ekki séð fyrir sér framtíð án sköpunar og lista. Andrey Zvyagintsev, leikstjóri Loveless, segist gera kröfu um nánd í verkum sínum og að slíkt kalli á að gefa sér tíma. Maryana Spivak og Matvey Novikov í hlut- verkum móður og sonar í Love- less. við valdið en það er eitthvað sem er óneitanlega sterkt í Rússum.“ Zvyagintsev bendir á að það séu fleiri slík atriði innan sögunnar sem þjóni þeim tilgangi að skerpa á ákveðnum hugmyndum og eigin- leikum sem eru ríkjandi innan sam- félagsins. Ágætt dæmi sé ömurlegt samband móðurinnar við sína eigin móður sem virðist ekki vilja hafa neitt með hana að gera eða þær hvor aðra. „Það sem við erum og það sem við gerum er oft eins konar enduróm- ur af okkar eigin æsku. Það er líka svo auðvelt að skella skuldinni á foreldra sína og segja: Ég er eins og ég er út af foreldrum mínum og hvernig þau lifðu sínu lífi. En það er óábyrgt. Við verðum sjálf að taka ábyrgð á okkar eigin lífi. Eigum ekkert með að skella skuldinni af okkar eigin mistökum á aðra. Fullorðið fólk á ekkert með að skella skuldinni á foreldra sína fremur en að samfélag geti réttlætt sig með sinni sögu.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r56 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 D -C 2 6 8 1 F 1 D -C 1 2 C 1 F 1 D -B F F 0 1 F 1 D -B E B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.