Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 2

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 2
Útgefandi: Myndmál, Hverfis- götu 39, sími 1 31 39, 101 Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásgrímur Sverrisson. Auglýsingastjóri: Davíð Þór Jónsson. Útlit: Ásgrímur Sverrisson. Ljósmyndari: Árni Stefán Árnason. Setning: Acta. Litgreining: Myndamót. Filmuvinna: Trausti Harðar- son. Prentun: Steinmark. Myndmál kemur út 10 sinnum á ári. Verð í lausasölu: 55 kr. Verð í áskrift: 275 kr. fyrir 5 blöð. Forsíðumyndin er úr kvik- myndinni ,,Gandhi“ eftir Sir Richard Attenborough. Það er ekki svo fjarri lagi að halda því fram að þetta blað sem þú ert að lesa, sé unnið af metnaði þeirra sem hafa engu að tapa en allt að vinna. Útgáfa tímarita um kvik- myndir hér á klakanum á sér ekki langa sögu. Um áramótin 1980—81 hófu Friðrik Þór Friðriksson og Jón Karl Helga- son að gefa út Kvikmyndablað- ið. Það seldist mjög vel þrátt fyrir litla auglýsingu og óaðlað- andi útlit og sannaði þar með þörfina fyrir slíkt blað. En þeim félögum tókst ekki að koma því reglulega út sem hlýtur að vera forsenda þess að blaðið lifi og fólk taki mark á því. Fjalakött- urinn keypti svo blaðið og gaf út þrjú tölublöð frá dessember 1982 til maí 1983. Þá var Fjala- kötturinn tekinn til gjaldþrota- skipta og Kvikmyndablaðið boðið til sölu. Okkur, aðstand- endum Myndmáls, tókst ekki að ná samningum um kaup á nafninu og ákváðum því að gefa út nýtt blað í stað þess að halda áfram það sem frá var horfið með Kvikmyndablaðið. Við nánari ihugun eru kostir þessa fyrirkomulags nokkuð veiga- miklir. Frá upphafi ætluðum við okkur að gera róttæka stefnubreytingu hvað varðar útgáfu blaðsins. Við teljum alveg ljóst að kvikmyndablað sem stendur undir nafni verður að spanna öll svið kvikmynda- gerðar. Á íslandi eru gefin út allskyns blöð og bæklingar svo að segja í öðru hverju húsi sem fæstir vita um og enn færri lesa vegna þess hve sjóndeildar- hringurinn er takmarkaður. Okkur fannst Kvikmyndablað- ið vera á þessari hættulegu braut. Braut þeirra sjálfskipuðu „spekinga“ sem telja sig færa um að skilgreina mörkin milli iðnaðar og listar í kvikmynd- um. Við treystum okkur ekki í slíkt dómarasæti, alhæfingar látum við öðrum eftir. Stefnt verður að mánaðar- legri útgáfu blaðsins (10 sinnum á ári) og að efnið verði við hæfi þeirra fjölmörgu sem stunda kvikmyndahúsin sér til ánægju og/eða hafa áhuga á því sem er að gerast í heimi kvikmynda, sjónvarps og myndbanda. Það er tvímælalaust þörf á blaði sém þessu en auðvitað er tilvera þess fyrst og fremst undir þér komin. HNADERADŒRAST? Loftsmynd Þann 9. maí s.l. undirrituðu Kvikmyndasafn íslands og Ár- bæjarsafnið annarsvegar og Almennar Tryggingar hinsveg- ar, samning um endurgerð á Reykjavíkurmynd Lofts Guðmundssonar sem nokkuð hefur verið í fréttum í vetur. Almennar Tryggingar ákváðu að minnast 40 ára afmælis síns með þessum hætti en mynd Lofts var einmitt tekin á stofnári félagsins, 1943. Þessi kvikmynd, sem á sínum tíma var gerð með stuðningi borg- arinnar, var unnin á nítrat- filmu en slíkar filmur eru afar eldfimar og eykst eldhættan eftir því sem árin líða. Þær þurfa því sérstakt raka og hitastig við geymslu en slík aðstaða fyrirfinnst ekki hér á landi í augnablikinu. Auk þess var frumeintakið á síðasta snúningi og þurfti að hafa g hraðann á ef möguleiki átti að <j> vera á að vinna endurgerð. E Leitað var til Reykjavíkur- ^ borgar, sem er rétthafi mynd- S arinnar, um fjármagn til að S koma myndinni í nothæft ~ ásigkomulag en borgin taldi sér það ekki fært við gerð síð- - ustu fjárlaga. Úr rættist þegar = tryggingarfélagið ákvað að E leggja sitt að mörkum til að þessi ómetanlega heimild færi ekki í súginn. Vonast er til að sýningarhæft eintak verði til- búið um miðjan október. Að sögn Erlendar Sveins- sonar, forstöðumanns Kvik- myndasafnsins, er afar brýnt að koma geymslumálum safns- ins i viðunandi horf sem allra fyrst en núverandi ástand upp- fyllir naumast lágmarkskröfur. Sérstaklega er þörf á raka og hitastillingartæki og sagðist Erlendur vonast til að það fengist innan tíðar. Aðspurður um almenna starfsemi Kvikmyndasafnsins og helstu verkefni sagði hann að sjálfsögðu vera áframhald- andi söfnun kvikmynda og skráning heimilda. Nauðsyn- lega þyrfti að fá fleiri stöður við safnið sem aðeins hefur hálfa stöðu. Erlendur nefndi þrjá starfsmenn sem lágmark, en aukafjárveiting hefði feng- ist til að ráða hálfa stöðu til viðbótar með haustinu. Erlendur er nýkominn frá Stokkhólmi þar sem hann sat þing Alþjóðasamtaka Kvik- myndasafna. Þar gafst honum m.a. tækifæri til að gramsa í filmusafni Sænska sjónvarps- ins og kom þar sitthvað merki- legt uppúr dúrnum. Erlendur fann kvikmynd sem Svíar höfðu tekið af íslensku giímu- köppunum sem fyrstir íslend- ingar tóku þátt í Olympíuleik- unum, en það var árið 1912. Ennfremur rakst hann á myndir úr leiðangri Gustaf Boge hingað til lands árið 1919, sem filmaði jökla, fugla og togaraferð ásamt öðru. í sjónvarpsþættinum “Glugginn“ s.l. vetur þegar Erlendur benti landslýð á ásig- komulag Reykjavíkurmyndar Lofts, sýndi hann jafnframt úr annarri mynd eftir Loft, frá alþingishátíðinni 1930. Sú filma var lengi vel talin glötuð þar til nýlega er hún fannst í Hveragerði, meðal muna úr dánarbúi fyrrum hótelstjóra Hótel Hveragerðis sem áður fyrr rak ferðabíó. Fyrir til- stuðlan Ingvars Gíslasonar, fyrrverandi menntamálaráð- herra, létu forsetar Alþingis kosta kópíugerð myndarinnar og kunni Erlendur þessum mönnum góðar þakkir fyrir framtakið. Ráðstefna um kvikmyndamál Menntamálaráðuneytið og Kvikmyndasjóður hyggjast gangast fyrir ráðstefnu um kvikmyndamál nú í haust. Hlutverk ráðstefnunnar verður að gera úttekt á stöðu kvik- myndarinnar á íslandi og fjalla um mótun stefnu i þeim málum hvað varðar framtíð- ina. í undirbúningsnefnd eru Þorsteinn Jonsson frá Sam- bandi kvikmyndaframleið- enda, Grétar Hjartarson frá Félagi Kvikmyndahúsaeigenda, Hinrik Bjarnason frá Sjón- varpinu og Jón Þór Hannes- son frá Féiagi Kvikmynda- gerðarmanna. Auk framangreindra aðila munu Kvikmyndasafn íslands, Kvikmyndaeftirlitið, Samtök Áhugamanna um Kvikmynda- gerð, Námsgagnastofnun (Fræðslumyndasafn), Samtök Islenskra Gagnrýnenda, Kvik- myndablaðið og Fjalaköttur- inn væntanlega eiga aðild að ráðstefnunni. Ákveðið hefur verið að ráð- stefna þessi fari fram um mán- aðamótin september/október n.k. 2 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.