Myndmál - 01.07.1983, Qupperneq 8
ins, einkum Bretanna.
Með bættum efnahae eftirstríðsár-
anna tók íslensk kvikmyndagerð óvænt-
an fjörkipp. Bjarsýnir ungir menn
tóku að leita sér menntunar í Holly-
wood en fram að þessu höfðu íslend-
ingar verið sjálfmenntaðir í faginu og
hélst sá háttur reyndar lengi vel. Fjög-
ur ný kvikmyndahús tóku nú til starfa
með stuttu millibili, Trípólíbíó (1947),
Austurbæjarbíó (1947), Hafnarbíó
(1948) og Stjörnubíó (1950). Með
mynd sinni um Lýðveldis hátíðina 1944
kom Öskar Gíslason ljósmyndari fram
á sjónarsviðið en hann átti eftir að
verða atkvæðamesti kvikmyndafram-
leiðandinn næsta átatuginn. Þeir Óskar
Gíslason og Loftur Guðmundsson,
sem áður er getið kepptu nú um hylli
áhorfenda og hófu brátt framleiðslu
leikinna kvikmynda á 16mm filmu.
Loftur reið á vaðið með Milli fjalls og
fjöru, sem hann framleiddi og kvik-
myndaði eftir eigin sögu um sveitalíf
19. aldar. Milli fjalls og fjöru varð
fyrsta íslenska talmyndin í litum og
fullri sýningarlengd og var frumsýnd í
Gamla Bíó 13. janúar 1949. Árið eftir
fylgdi svo Síðasti bærinn í dalnum,
kvikmynd ÓskarsGíslasonar eftirþjóð-
legu ævintýri fyrir börn og fullorðna.
Óskar kvikmyndaði og framleiddi en
Ævar Kvaran leikstýrði og Þorleifur
Þorleifsson skrifaði handritið. Þessir
tveir komu við sögu flesta kvikmynda
Óskars Gislasonar. Ef til vill er Síðasti
bærinn í dalnum sú kvikmynd, íslensk,
sem hefur getað komist næst því að
kallast sígild mynd. A.m.k. hefur hún
verið sýnd af og til allt til okkar dags
við stöðugar vinsældir. Með Heklu-
gosinu 1947 hóf Ósvaldur Knudsen
fer'il sinn en Ósvaldur verður að teljast
einn afkastamesti heimildakvikmynda-
framleiðandi íslenskrar kvikmyndasögu.
Margir urðu til þess að kvikmynda
Heklugosið, og seinna fylgdu kvik-
myndir af Öskjugosi, Surtseyjargosi,
Vestmannaeyjagosi og heklugosi 1970.
Þeirra á meðal var Kjartan Ó. Bjarna-
son, sem óhætt er að telja með atkvæða-
mestu heimildamyndasmiðum okkar
og fleiri fylgja í kjölfarið, Sören Sören-
sen, Árni Stefánsson, Gunnar Rúnar
o.fl.
Margir trúðu því í raun og veru að
með 16mm leiknu kvikmyndunum,
sem spruttu upp á árunum 1949—59,
væri gróskan í íslenskri kvikmyndagerð
orðin slík að kvikmyndaframleiðsla
myndi þaðan í frá festast í sessi. En
þessi trú náði ekki að rætast. Loftur
Guðmundsson gerði siðustu leiknu
kvikmynd sína, Niðursetninginn, sem
byggð var á sveitasögu Jóns Mýrdals,
árið 1951, þá helsjúkur maður. Hann
lést ári eftir að honum tókst að ljúka
við myndina. Óskar Gíslason hélt áfram
framleiðslu leikinna mynda til ársins
1954 en það ár gerði hann Nýtt hlut-
verk, sem var kvikmynd í þjóðfélags-
Loflur Guðmundsson kvikmyndar Niðursetninginn 1951.
gamanmynd, sem hann nefndi Ævin-
týri Jóns og Gvendar. Um líkt leyti
freistaði íslenski leikritahöfundurinn
Guðmundur Kamban, gæfunnar á sviði
kvikmyndagerðar á erlendri grund.
Stjórnaði Guðmundur upptöku á
tveimur kvikmyndum, sem hann gerði
í samvinnu við Dani eftir eigin verk-
um, Hadda Padda (1924, útiatriði tek-
in á íslandi) og Det sovende hus (1926).
Þjóðhátíðir af ýmsum toga, þar
með taldar þjóðhöfðingjaheimsóknir,
og eldgos hafa verkað eins og vítamín-
sprauta á íslenska kvikmyndagerð og
stuðlað að ví að hin fátæklega kvik-
myndasaga okkar hefur haldist tiltölu-
lega samfelld á umliðnum 77 árum.
Eftir að ísland var orðið fullvalda
ríki, en hélst áfram í konungssambandi
við Danmörku, heimsóttu dönsku
konungshjónin ísland þrisvar á þriðja
áratugnum, 1921 og 1926, og voru
gestir íslendinga á Alþingishátíðinni
1930, sem var mikil þjóðhátíð, haldin í
skugga heimskreppunnar miklu til þess
að minnast 1000 ára afmælis elsta
þings veraldar. Allir þessir viðburðir
voru kvikmyndaðir af fleirum en ein-
um aðila. Sömu sögu er að segja um
Lýðveldishátíðina 1944, þegar íslend-
ingar endurheimtu sjálfstæði sitt og
þjóðhátíðina 1974, sem haldin var til
þess að minnast 11 alda íslandsbyggð-
ar. Þessir atburðir hafa orðið íslend-
ingum notadrjúgt kvikmyndaefni,
þótt lítið hafi borið á listrænum til-
þrifum á þessu sviði.
Á kreppuárunum, sem teygðu sig út
allan fjórða áratuginn á íslandi, vegna
erfiðleika í íslenskum sjávarútvegi,
þrengdi mjög að kvikmyndagerð, að
minnsta kosti framan af áratugnum,
en þó fór svo um síðir að atvinnulífið
og þá einkum sjávarútvegurinn þurfti
á kvikmyndagerðinni að halda og var
m.a. ráðist í gerð heimildamynda um
sjávarútveginn oginaðinn iaegdh
þátttöku islendinga í heimssýningunni
í New York árið 1939. Tók Loftur
Guðmundsson að sér gerð heimilda-
myndarinnar um sjávarútveginn en
Vigfús Sigurgeirsson gerð myndar-
innar um landbúnaðinn. Óvæntur
liðsauki varð að danska orlogskaftein-
inum A.M Dam, sem hóf töku íslands-
myndar sinnar sumarið 1938 og var
stytt útgáfa þeirrar myndar sýnd á
heimssýningunni í New York ásamt ísl-
ensku myndunum. Dam kafteinn lauk
síðan við töku myndar sinnar ári síðar.
Þessi kvikmynd kafteinsins er einhver
fegursta íslandsmynd, sem gerð hefur
verið. Reyndar hafði töluvert borið á
kvikmyndaleiðöngrum erlendra aðila
til íslands á fjórða áratugnum, einkum
Þjóðverja. Aðeins eitt kvikmyndahús
bættist við í Reykjavík á þessu tímabili
en það var Tjarnarbíó.
Heimsstyrjöldin síðari hafði mikil
áhrif á íslenskt þjóðlíf. Landið var her-
numið af Bretum og síðar tóku Banda-
ríkjamenn að sér varnir landsins. Vafa-
laust má rekja dálæti mikils þorra ísl-
endinga á engilsaxneskum kvikmyndun
til þessa hernáms. Bíósókn jókst gífur-
lega á hernámsárum og herinn kom sér
upp tveimur braggakvikmyndahúsum í
A.M. Dam við töku íslandsmyndar sinnar 1939.
Reykjavík (síðar Trípólibío og Hafnar-
bíó). Ekki er vitneskja um eftirtektar-
verða kvikmyndagerð á vegum íslend-
inga í heimsstyrjöldinni síðari, en mikið
og vel var kvikmyndað á vegum hers-
8 MYNDMÁL