Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 4

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 4
Jedi sláist í hóp hinna stjörnu- stríðsmyndanna sem vinsæl- ustu og best sóttu kvikmyndir sögunnar. Nýja Bíó fyrirhugar að taka myndina til sýningar um næstu jól. Bítlarnirí„Let it Be“ Bítlamynd Einhversstaðar hleruðum við að hinir eftirlifandi Bítlar, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr, sætu þessa dagana sveittir yfir klippiborðinu, i mikilli leynd, við að koma saman filmuupp- tökum frá ýmsum tónleikum þessarar goðsagnakenndu hljómsveitar. M.a. verður í þessari mynd efni frá síðustu konsert Bítlanna í San Fransisco árið 1966. The Long and Winding Road mun verk- ið koma til meðað heita og standa vonir til að unnt verði að frumsýna um næstu ára- mót. Mynd: Arni Stefán Arnason Vídeóiö tekur völdin Þeir sjónvarpsáhorfendur sem fylgjast með dagskrárliðn- um „Fréttir" hafa (hugsan- lega) orðið varir við að brúk- un kvikmyndafilmu hefur alveg lagst af nema í stöku fréttapistlum utan af landi. Videobyltingin hefur tekið völdin í sínar hendur, nú eru notaðar svokallaðar ENG-vél- ar (Electronic News Gather- ing) sem gera það að verkum að öll fréttavinnsla verður fljótvirkari. í haust áformar Sjónvarpið að hefja birtingu auglýsinga á myndböndum og frá og með marsmánuði 1984 verður ein- göngu tekið við auglýsingum á myndböndum. Verður þá tek- ið sérstakt aukagjald er þarf að yfirfæra á myndband. í tilefni af þessum tímamót- um hafa fyrirtæki sem bjóða uppá tæki, viðhald og mynd- bandavinnslu, verið að kynna íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum og forsvarsmönnum auglýsingastofa, nýjasta út- búnað á þessu sviði og er myndin hér að ofan frá kynn- ingu Radíóstofunnar á tækj- um frá Hitachi Denshi sem uppfylla kröfur um sjónvarps- gæði. Kynning þessi fór fram i húsakynnum Framsýn/fsmynd sem býður uppá alla aðstöðu til myndbandavinnslu og leigir einnig út upptökutæki, án manna, og getur þá viðkom- andi fullunnið verkefnið hjá fyrirtækinu. Aðspurðir um kosti videós- ins fram yfir filmuna sögðu aðstandendur fara eftir eðli verkefnisins en vídeóið væri fyrst og fremst mun fljótara í vinnslu. T.d. væri hægt að koma með ákveðna hugmynd að morgni og sýna síðan full- búna auglýsingu í Sjónvarpinu um kvöldið. Niðurfelling söluskatts Stóri bróðir er ekki alvond- ur. Þessi staðhæfing er ekki með öllu tilhæfulaus því eitt af síðustu embættisverkum fyrrverandi fjármálaráðherra, Ragnars Arnalds, var að fella niður söluskatt af íslenskum kvikmyndum. Er þá loks kom- ið í höfn allbrýnt réttlætismál því greiðsla söluskatts hefur reynst þeim sem fást við gerð bíómynda hér á klakanum all- þungur baggi að bera. Og ósanngjarn i ofanálag því aðr- ar þjóðþrifalistir eins og leik- hús og tónleikar hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af slíku. En þegar gerðar voru fyrstu alvöru biómyndirnar fyrir fjórum árum töldu mannvitsbrekkur i ráðuneyti fjármála hyggilegast að hafa allan vara á og ákváðu að láta ákvæði um greiðslu söluskatts af kvikmyndasýningum gilda um íslenskar kvikmyndir sömuleiðis. Þannig tókst rík- inu að fá margfaldar aftur þær krónur sem látnar voru í té úr Kvikmyndasjóði og dugðu rétt fyrir kaffi og meððí. Á árinu 1980 tókst að milda þetta ákvæði þannig að söluskatturinn rann í Kvik- myndasjóð en vegna þess hve erfiðlega gekk að innheimta hann var að lokum ákveðið að fella skattinn niður, kvik- myndagerð á íslandi til bless- unar. Zöar STALLONE GERIR ROCKYIV þetta? Sylvester Stallone kom því sem næst beint úr ræsinu og fékk að leika aðalhlutverkið í mynd eftir eigin handriti um hnefaleikakappann Rocky. Sú mynd hlaut Oskarsverðlaun árið 1976 sem besta myndin og yarð aukinheldur feykivinsæl. í tilefni af því var pilti heimil- að að leikstýra næstu mynd- inni um Rocky og viti menn, Rocky II sló rækilega í gegn og var jafnvel talin betri en fyr- irrennarinn, öfugt við flestar aðrar myndir sem gerð eru „framhöld" af. En ekki nóg með það. Framleiðendurnir Chartoff og Winkler néru saman höndunum og fengu Stallone til að gera Rocky III endanlega á hilluna. En það er nú svo hjá sumum þeim sem eiga meira af peningum en góðu hófi gegnir að þeir eru haldnir þessari sérkennilegu áráttu að vilja sifellt meira og meira. Einnig verður að taka inní dæmið hina einstöku vel- gengni fyrri myndanna, þann- ig að Stallone samþykkti að gera Rocky IV. Og nái hún III að vinsældum þá verður kauði litlum 40 milljónum dollara ríkari sem gerir hann, mann- inn sem tæplega áratug áður bjó i samfélagi með rottunum, að einum ríkasta leikara í allri sögu Hollywood. Var einhver að tala um Ameríska draum- inn? eftir nokkurt þóf (Stallone var orðinn hálf þreyttur á Rocky). Þrátt fyrir það lætur hann sig ekki muna um að gera hana jafnvel enn skemmtilegri en hinar tvær. Þegar hér er kom- ið við sögu hefur Stallone leik- ið í fjórum öðrum myndum sem ekki þóttu vei heppnaðar utan First Blood sem bíó- áhorfendur tóku opnum örm- um. Hann gat nú boðið kær- ustunni uppá McDonalds svona af og til og raunar gott betur ef útí það er farið, svo hann hugðist leggja Rocky 4 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.