Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 16

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 16
Gandhi, hin kvikmyndaða ævisaga hins mikla andiega leiötoga Indverja fyrrá öldinni, stjórnað af breska leikstjóranum Sir Richard Attenborough, tók um tuttugu árað koma á hvíta tjaldið. Hún var tilnefnd til tíu óskarsverðlauna 1983 og hlaut átta þeirra, þ. á. m. Bestu myndina, Besta leik- stjórann, Besta handritið og Besta karlleikarann til handa Ben Kingsley sem sannar- lega tókst aö bregöa upp áhrifamikilli mynd af hinum goðsagnakennda leiðtoga. Óbifanleg þrjóska: Tuttugu ár eru óneitanlega all langur vinnslutími kvikmyndar. Mörgum þótti nóg um tíu ára baráttu Francis Ford Coppola við að gera Apocalypse Now en það má í rauninni fullyrða að tilurð Gandhi er fyrst og fremst að þakka óbifanlegri þráhyggju Atten- borough. Þessi vinsæli breski leikari, sem síðar gerðist leikstjóri hafði óbil- andi trú á verkefninu og lét efasemdir kvikmyndakónganna sem vind um eyrun þjóta. Forstjóri Rank-kvik- myndaversins í Bretlandi var ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann lýsti skoðunum sínum á þessum fyrir- ætlunum. „Hversvegna í fjandanum viltu gera mynd um Gandhi?“ sagði hann við Attenborough sem leitaði eftir fjárstuðningi, „meirihluti jarðar- búa hefur aldrei heyrt hans getið og ég efast um að þeir hafi nokkurn áhuga á því.“ Árið 1962 var Attenborough sjálfur í ekki ósvipaðri stöðu. Hann vissi hreint ekki neitt um Gandhi eða Ind- land yfirleitt. En árla morguns dag einn það sama ár fékk hann símhring- ingu sem breytti lífi hans. Hann hafði vakað frameftir kvöldið áður og var viðstaddur góðgerðarsamkomu. Svo undarlega vildi til að umræðuefnið var Pandit Jawaharlal Nehru, fyrsti for- / frumsýnir G4NDHI 10. égTist n.k. sætisráðherra Indlands og faðir Indiru Gandhi núverandi forsætisráðherra (hún er ekki skyld Gandhi sjálfum). En sá sem vakti Attenborough með símhringingu þennan morgun var Motilal Kothari, indverji sem hafði verið meðal helstu förunauta Gandhi. Kothari var haldinn sektarkennd því honum fannst hann hafa „yfirgefið" Gandhi með því að yfirgefa Indland þegar Gandhi var myrtur árið 1948. Kothari vildi ljúka upp ævi og störfum læriföðurs síns með því að gera kvik- mynd en engin hinna stærri kvik- myndaframleiðenda vildi svo mikið sem ljá honum eyra. „Vegna þess sem hann hafði heyrt, hélt hann að ég hefði af tilfinninga- legum, siðferðilegum eða öðrum ástæðum, áhuga á verkefninu," byrjar Attenborough tvíráður. Hann útskýrir nánar. „Ég tilheyrði ýmsum hreyf- ingum s. s. and-kynþáttaaðskilnaðar- hreyfingu og einnig gyðingasamtök- um. Ég er þó ekki gyðingur heldur er svörin að finna í fortíðinni. Foreldrar mínir voru mjög róttæk, ein af fyrstu meðlimum Verkamannaflokksins breska. Faðir minn var skólastjóri við University College í Leicester. Á fjórða áratugnum börðust þau við hlið lýðveldissinna í spænsku borgarastyrj- öldinni. Móðir mín var formaður sam- taka sem sáu um að koma börnum Baska á örugga staði og líta eftir þeim. Síðar var faðir minn fyrir hreyfingu sem aðstoðaði flóttamenn af gyðinga- ættum að flýja frá Þýskalandi. Húsið okkar var troðfullt í nokkrar vikur þar til gyðingarnir héldu áfram til Bandaríkjanna eða Kanada. Við þrír bræðurnir vissum aldrei hver myndi dveljast þarna og mér þótti þetta af- skaplega spennandi.“ Þegar stríðinu lauk ættleiddu for- eldrar hans tvær gyðingastúlkur. „Svo þannig eignuðumst við systur sem urðu hluti af fjölskyldunni og foreldrar Attenborough ræðir við Ben Kingsley við tökur mínir veittu þeim ástríkt uppeldi. Þessi viðhorf höfðu áhrif á allar gerðir okkar.“ Þannig að Attenborough tók hug- myndum Kothari ekkert fjarri. Þó hafði hann þá aldrei leikstýrt og ævi- saga Gandhi var sannarlega ekki að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Engu að síður féllst Atten- borough á að lesa bók þá sem Kothari afhendi honum, „Ævisaga Gandhi“ -áiangur tuttugu ára t 16 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.