Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 10

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 10
SKB.ABOÐ n SÖNDRU Þessa dagana standa yfir tökur á kvikmyndinni Skila- boð til Söndru eftir skáldsögu Jökuls Jakobssonar. Leikstjóri er Kristín Pálsdóttir, sem leik- stýrir nú i fyrsta skipti eftir áralanga reynslu sem upptöku- stjóri hjá Sjónvarpinu og framleiðandi er kvikmynda- félagið Umbi, sem saman- stendur af Guðnýju Halldórs- dóttur, Árna Þórarinssyni og Ragnheiði Harwey auk Krist- ínar. Sagan greinir frá rithöfund- inum Jónasi (Bessi Bjarnason) sem fer út á land til að skrifa kvikmyndahandrit um Snorra Sturluson fyrir ítalskt kvik- myndafélag. Hann ræður til sin ráðskonuna Söndru (Ásdís Thoroddsen) sem reynist kunna lítið til þeirra starfa. Hún lifir fyrir daginn í dag og er sama hvar hún er á morg- Mynd: Árni Stefán Árnason un. Eitthvað viðfelldið í fari Söndru verður þó til þess að Jónas lætur hana halda áfram en það er þó ekki fyrr en hún hverfur úr lífi hans að hann gerir sér grein fyrir hversu mikil áhrif hún hefur haft á hann. Það er hægt að segja það um starfslið og leikara í Skila- boð til Söndru, að varla sé þverfótað fyrir úrvalsmann- skap. í öðrum hlutverkum myndarinnar eru m.a. Rósa Ingólfsdóttir sem leikur eigin- konu Jónasar en er mestanpart myndarinnar stödd erlendis í leit að sjálfri sér, Bryndís Schram sem leikur vinkonu Jónasar, Jón Laxdal í hlut- verki kvikmyndaleikstjórans Peter Dunhill en Jón var feng- inn sérstaklega frá Sviss, þar sem hann býr, til að leika í myndinni, Benedikt Árnason sem leikur vin rithöfundarins, Bubbi Morthens, Þorlákur Kristinsson og Björn Björns- son, kunningjar Söndru sem heimsækja hana í sumarbú- staðinn og Andrés Sigurvins- son er danskur hommi, sömu- leiðis kunningi Söndru. Guðný Halldórsdóttir er handritshöfundur og fram- kvæmdastjóri, Árni Þórarins- son er upptökustjóri, kvik- myndatökumaður er Einar Bjarnason og honum til að- stoðar er Aiex De Waal, hljóðmaður er Böðvar Guð- mundsson með Martin Couche sem aðstoðarmann, Ragnheið- ur Harwey sér um förðun og búninga, Hákon Oddsson sér um leikmynd með góðri hjálp Freys Þormóðssonar og Elín Þóra Friðfinnsdóttir er skrifta. Áætlað er að tökum ljúki í lok þessa mánaðar en þær fara fram í Reykjavík, Mos- fellssveit og einnig í Grikk- landi. Stefnt er að frumsýn- ingu í lok ársins. Hvað er að ske? Eins cg siá má yst til hægri virðist leikstjórinn ekki átta sig alveg á ástandinu ... 10 MYNDMÁL Einar Biarnason kvikmyndatökumaður, Árni Þórarinsson upptökustjóri og Kristin Páls■ dóttir leikstjóri bera saman bækur... Kristin leikstjóri undirbýr Elías Mar undir\næstu\ töku. Sandra Skoðar sumarbústaðinn, Jónasskoðar Söndru. Mynd; Árni Stefán Árnason

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.