Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 15

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 15
tónfræði, bókmenntasaga, ljósfræði, efna- og raffræði, teikning, málun og sérgreinar leikstjórn, klipping, kvik- myndagreining, kvikmyndahandritun, áætlanagerð, kvikmyndataka, ljós- myndun, ljósasetning, hljóðtækni og leikmyndagerð. Kvikmyndasýningar eru alla virka dagas frá kl. 2—10. Tölu- verð verklega vinna er auk samtala og fyrirlestra. Nemendur gera á fyrsta ári tvær ör- stuttar þöglar myndir á 35 mm filmu. Námsárið stendur frá því í október fram í júnílok. Þá fara fram próf í hin- um ýmsu greinum, flest munnleg. Nefnd prófessora skoðar myndir nem- enda og að lokum er allsherjaryfir- heyrsla nemandans þar sem 15—20 prófessorar leggja hvers kyns spurning- ar fyrir hann. Þetta fyrsta ár er nokkurs konar könnunar- og úrtökuár, því að- eins 60—70% komast upp um bekk. Meðan skólinn starfar ekki á sumrin er nemendum gert að vinna sem aðstoðar- fólk í kvikmyndaiðnaðinum. Á næstu árum færist námið æ meir frá fyrirlestrum og kjaftafögum yfir í verklegt nám og sjálfstæða kvikmynda- vinnu. Pólski skólinn sérhæfir nemend- ur ekki í einstökum greinum kvik- myndagerðar heldur er reynt að kynna mönnum sem flest. Á námsárunum eiga menn að gera fræðslumyndir, leiknar myndir, kennslumyndir, vis- indamyndir, teiknimyndir og sjón- varpsþætti, jafnframt eru menn látnir setja upp leikþætti. Nemendur fá tæki- færi til ýmissa tilrauna, bæði tækni- legra og hugmyndalegra. Skólinn fær oft ágætustu leikara landsins til sam- starfs enda eru þeir fúsir til, þrátt fyrir litla þóknun. Að loknu fjórða námsári lýkur form- legu námi með burtfararprófi, en all- margir fá þó tækifæri til að eyða einu ári til viðbótar og fé til þess að gera svo kallaða diplómynd, og er hún þá oft gerð til dreifingar á almennum mark- aði. Að loknu námi hafa menn þá að baki 8—12 skólamyndir 5—30 mínútna langar. Þar að auki hafa menn starfað nokkra mánuði á hverju ári í kvik- myndaveri og við sjónvarp, ýmist sem aðstoðarmenn eða sem sjálfstæðir skapendur styttri mynda. Það þarf því ekki að leiða neinum getum að því að skóli sem þessi er ákaflega dýr í rekstri. Mér var fortalið að kostnaður við nám mitt og gerð níu stuttra mynda á vegum skólans hafi verið 120 þús. dollarar þá eða um 50 milljónir króna, en með til- heyrandi verðbólgu mætti víst þrefalda þann kostnað núna. Hvað viðvíkur öðrum skólum sem ég hef haft spurnir af, má segja að nýju skólarnir á Norðurlöndum hafi um margt farið í smiðju til pólska skólans. Sama er að segja um skólana í Belgíu, Hollandi og Ástralíu, en þar er fyrrver- andi rektor pólska skólans nú forstöðu- maður. Þessir skólar eru heldur fá- mennir, ríkisstyrktar stofnanir en sumar mjög vel tækjum búnar eins og finnski og sænski skólinn. Moskvu- skólinn hefur algera sérstöðu hvað stærð, nemendafjölda og tækjakost snertir, og líka að hann skiptist í margar sérdeildir. Engin skólagjöld eru við ofangreinda skóla. í Bretlandi eru nokkrir skólar og tveir stærstir. Þeir hafa oft barist í bökkum fjár- hagslega og nemendur stundum gold- ið þess. Yfirleitt eru samkeppnispróf inn á þessa skóla og krafist stúdents- prófs eða tilsvarandi menntunar. í Bandaríkjunum eru kvikmyndadeildir við marga háskóla, og ber þar hæst eins og vænta mátti tvo skóla á vest- urströndinni i nálægð kvikmyndastór- iðnaðarins. Þeir eru mjög vel tækjum búnir og fá oft góða menn úr kvik- myndagerð til kennslu, en skólagjöld eru þar gríðarhá. Um flesta kvik- myndaskóla má segja, að aðsókn að þeim sé miklu meiri en þeir torga. Víða við háskóla eru kenndar greinar sem fjalla um kvikmyndir, sem svo sem kvikmyndasaga, fagurfræði kvik- mynda o.þ.u.l. íslendingar hafa leitað víða til að afla sér menntunar í kvikmyndagerð: Til Sovétríkjanna, Tékkóslóvakíu, Pól- lands, Svíþjóðar, Danmerkur, Þýska- lands, Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna. Þá vaknar sú spurning, hvort ísland telur sig hafa þörf fyrir þetta fólk. Rúm tylft manna hefur snúið heim að loknu kvikmyndanámi. Þetta fólk hefur flest reynt að bjóða sjónvarpinu vinnu sina á einhvern hátt. Nú eru þar 3—4 kvik- myndaskólagengnir menn í föstu starfi. Aðrir hafa reynt að selja sjónvarpinu vinnu sína eða framleiðslu með mis- jöfnum árangri. Sjónvarpið heldur ekki uppi neinni skipulagðri fræðslu eða menntunarstarfsemi fyrir starfs- fólk sitt og virðist ekki telja sig hafa þörf á fleira kvikmyndalærðu fólki í bráð. íslensk kvikmyndagerð undanfar- innar ára utan sjónvarps hefur því að mestu snúist um gerð sjaldan tilfallandi fræðslu og kynningamynda fyrir stofn- anir og bæjarfélög og svo auglýsinga- mynda. Nýstofnaður kvikmyndasjóður lofar þó góðu, takist að afla fjár til hans og skipuleggja starfsemina svo að gagni megi vera. En kvikmyndamenntun og menning varðar ekki eingöngu gerð einstakra kvikmynda. Menn geta ekki horft framhjá því, að kvikmyndir og sjón- varp verða æ áhrifameiri þáttur í lífi manna, menntun þeirra og menningu. Börnum er kennt að lesa, skrifa, teikna og syngja til þess að þau geti tjáð sig og skilið umhverfi sitt. En skólakerfið ger- ir enga tilraun til þess að börn og ungl- ingar læri að skilja kvikmyndamál eða tjá sig í því formi. Það virðist ekki einu sinni kunna að nota kvikmyndir sem hjálpartæki við kennslu, enda býður fræðslumyndasafn ríkisins vart upp á slíkt með handahófskenndu safni kvik- mynda sinna. Hvorki ríkiskerfið né ein- stakar stofnanir virðast gera sér grein fyrir, að oft er kvikmyndin auðveldasta og áhrifamesta tækið til að koma á framfæri upplýsingum og nýjungum til sem flestra og er þar með hið ódýrasta til langframa. Fari almenningur og stjórnvöld ekki hið bráðasta að reyna að skilja þátt góðra kvikmynda og sjónvarps í vits- munalífi þjóðarinnar, þá hlýtur spurn- ingu minni um þörfina fyrir kvik- myndamennt að vera svarað neitandi, en þá skulum við heldur ekki stæra okkur lengi af því að kallast meðal mestu menningarþjóða. MYNDMÁL15

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.