Myndmál - 01.07.1983, Page 9

Myndmál - 01.07.1983, Page 9
legum raunsæisstíl. Nokkrum árum síðar varð kvikmyndafélag Óskars gjaldþrota og mátti þessi kappsfulli kvikmyndaframleiðandi horfa á eftir aleigu sinni í gin gjaldheimtunnar. í fótspor þeirra Lofts og Óskars fylgdi Ásgeir Long, sem gerði tvær leiknar barnamyndir á næstu árum á 16mm filmu, Tunglið, tunglið, taktu mig (1957) og Gilitrutt (1959). Kvikmynda- félagið Edda-film, sem stofnað var fyrir atbeina Guðlaugs Rósinkranz, þjóðleikhússtjóra, lagði hug á gerð leikinn 35mm kvikmynda og beitti sér fyrir samstarf við kvikmyndafélög á Norðurlöndum til þess að hrinda þeim hugmyndum sínum í framkvæmd. Eddafilm beitti sér fyrir kvikmyndun Sölku Völku eftir samnefndri skáld- sögu íslenska nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Var myndin framleidd í sam- vinnu við Svía árið 1954 undir leik- stjórn Arne Mattsons en kvikmynda- stjóri var Sven Nykvist. Myndin var að hluta tekin á íslandi, en leikarar voru sænskir. Næsta verkefni Edda-film var samvinna við Nordisk Films Kom- pagni um kvikmyndun skáldsögu Ind- riða G. Þorsteinssonar 79 af stöðinni. Kvikmyndin, sem frumsýnd var árið 1962 var tekin á íslandi með íslenskum leikurum, sem léku á íslensku undir stjórn Danans Erik Balling. Síðasta verkefni félagsins fram til þessa var Rauða skikkjan, samvinnuverkefni íslendinga, Dana og Svía. Helstu leik- arar voru Gunnar Björnstrand og Eva Dahlberg frá Svíþjóð, en Daninn Gabriel Axel leikstýrði. Myndin var tekin á íslandi sumarið 1966 sama sumar og Þjóðverjar kvikmynduðu Niflunga sína einnig á íslandi í byrjun árs 1967. Eins og fyrr hefur verið minnst á urðu tímamót í íslenskri kvikmyndasögu árið 1966 með tilkomu sjónvarpsins. Sjón- varpið hafði mikil áhrif á þá hæggengu, þróun, sem átt hafði sér stað í íslenskri kvikmyndagerð, sem því miður hafði reyndar ekki náð tilskyldum þroska, þegar ákveðið var að hefja sjónvarps- rekstur á íslandi. Ef til vill mættikenna því um að starfsemi íslenska sjónvarps- ins hefur alla tíð frá upphafi eins og svifið í lausu lofti án nokkurra tengsla við rótgróna kvikmyndahefð. Þeir fáu aðilar sem aflað höfðu sér menntunar í kvkmyndagerð, þegar sjónvarpsrekstur- inn hófst réðust ekki til starfa hjá sjón- Saga Borgarættarinnar kvikmynduð á íslandi, 1919. varpi. Þetta eru menn eins og Þorgeir Þorgeirsson, sem barðist mjög fyrir framgangi íslenskrar kvikmyndagerð á þessum árum, Gestur Þorgrímsson, Gísli Gestsson o.fi. Kvikmyndagerð náði sér nokkuð á strik framan af hjá sjónvarpinu en hefur hrakað mjög hin síðari ár. Árið 1972 hófust styrkveitingar Menningarsjóðs til kvikmyndagerðar í mjög smáum stíl en þar með var stigið fyrsta skrefið á þeirri heillabraut, sem leiddi til stofnunar Kvikmyndasjóðs. Voru veittir styrkir til eins verkefnis á ári að upphæð sem svarði ca 1/10 hluta kostnaðar við gerð heimildamyndar. Þessar styrkveitingar stóðu til ársins 1978 en það ár voru samþykkt lög á Alþingi til eflingar íslenskrar kvik- myndagerðar. Kvikmyndasjóður var stofnaður með framlagi úr ríkissjóði en án þess að sjóðnum væri tryggður fastur tekjustofn. Þá var komið á fót Kvikmyndasafni íslands og því ætlað að gegna víðtæku hlutverki á sviði varðveislu, skrásetningar og útbreiðslu kvikmyndamenntar. Reyndar var Fræðslumyndasafn til fyrir í landinu og hafði starfað frá 1962, einkum í tengslum við skólana. Sarfssvið Fræðslumyndasafns beindist síðan al- farið að skólum landsins með nýjum lögum um Námsgagnastofnun ríkisins, sem Fræðslumyndasafn heyrir nú undir. Með stofnun Kvikmyndasjóðs 1978 má segja að loks hafi verið sköpuð þau skilyrði, sem geta gert íslenskri kvik- myndagerð kleift að vaxa úr grasi. Þetta ár var í fysta sinn haldin kvikmynda- hátíð á vegum Listahátíðar Reykja- víkurborgar og verður svo framvegis hvert ár. 1977 tókst Reyni Oddssyni reyndar að ljúka við gerð myndar sinnar, Morðsögu, með svo til engri opinberri fyrirgreiðslu. En með fyrstu úthlutun kvikmyndasjóðs veturinn 1979 hófst vorið í íslenskri kvikmynda- gerð, sem svo hefur verið nefnt. Teknar voru 3 leiknar kvikmyndir þetta sumar, Land og synir, Veiðiferðin og Óðal feðranna og unnið að heimildamyndum og teiknimynd upp úr Eddukvæðinu Þrymskviðu. Kvikmyndagerðarmenn voru reyndar búnir að vera í viðbragðs- stöðu lengi og þessi gróska átti m.a. sinn aðdraganda í því að fáeinum árum áður hafði fjöldi kvikmyndagerðar- manna sagt upp störfum hjá sjónvarpi til að freista gæfunnar við sjálfstæða kvikmyndagerð og aðrir voru að koma heim frá kvikmyndanámi erlendis um þetta leyti. Styrkveitingar voru samt svo naumt skornar að aðstandendur þessara fyrstu kvikmynda urðu allir að veðsetja aleigur sínar fyrir lánum úr bankakerfinu til að ná endum saman. Þegar þessar myndir komu til sýningar á tímabilinu febrúar— júní 1980 brugð- ust áhorfendur ekki trausti kvikmynda- gerðarmannanna. Fólk flykktist til að sjá myndirnar, langþráð ósk um að sjá íslenskar kvikmyndir virtist vera að rætast. Sýningarnar hér heima greiddu upp kostnað enda sá að meðaltali 1/2 — 2/3 þjóðarinnar þessar kvikmyndir. íslendingar leitast nú við að koma í DAG laugardag 15. marz 1890 kl. 8 í good-tfmplaiíahCsinu seinasta kvöldskemmtun fyrir fólkió á |>essuin votri. Myndasýning í seinasta sinn af London, Amcríkii, Iterlín, egyptska stríðinu. Ennfrenmr inynd af Iíhöfn, sjeð frá Sívalaturni, Rosenborgarhöll o. fl. Elnnig •ungið af sóngflokki hins leerða skola hið nýja alþjóðlega kvæði: Fyrir fólkió. Bllætln faat i allan dag 1 búð undirskrifaðs, og kosta: Sórstók sffiti (reserv.) 0,76 almenn sæti 0,60 barna sœti 0,26 rið lnnganginn kL 7j ReykJavlk 16. man 1890 f»orl. 0. Johnson. þessum myndum á framfæri erlendis og hasla sér völl sem kvikmyndaþjóð í kvikmyndaheiminum. Með lögum um íslenskan kvikmyndasjóð 1978 hafa islensk stjórnvöld viðurkennt í verki þá mikilvægu staðreynd, að íslensk kvik- myndagerð er nauðsynlegur þáttur menningarlegs sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar. Erlendur Sveinsson MYNDMÁL9

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.