Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 3

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 3
The Year of Living Dange- rously, nýjasta mynd Peter Weir, eins fremst leikstjóra andfætlinga vorra, gerist í Indónesíu á sjöunda áratugn- um, valdatíma herforingja- stjórnar Sukarnos, þar sem pólitískt ástand kraumar við suðumark kommúnisma og fasisma, þjóðfélagsbreytinga og stjórnleysis. í aðalhlutverk- unum eru Mel Gibson („Mad Max“) og Sigourney Weaver (,,Eyewitness“). Gibson leikur Guy Hamilton, ástralskan blaðamann sem fær það verk- efni að gera atburðunum skil fyrir ástralska útvarpið. Hann kynnist Jill Bryant (Weaver) sem starfar á vegum leyniþjón- ustu Breska Sendiráðsins og þrátt fyrir að þau séu bæði ákveðin i að láta störf sín ganga fyrir nánum samskipt- um blossar ástin upp en í bak- grunninum loga göturnar í borgarastyrjöld, Gibson, sem kynnti sér störf fréttamannanna sem voru í eldlínunni á þessum tímum, ræðir um fyrirbærið frétta- maður (en sú stétt virðist nú vera að taka við af einkaspæj- urunum sem ,,einfararnir“ í kvikmyndum): „Hvað er fréttamaður? Maður sér þessar fréttamyndir t.d. frá Vietnam og þar er hann ásamt mynda- tökumanninum, í fremstu víg- línu til að láta sprengja sig i loft upp. Hann ánetjast hætt- unni eins og maður ánetjast lyfi. Þetta er fyrir honum spurningin um að komast af. Þess vegna er hann þarna til að bjóða hættunni byrginn“. Mel Gibson og Sigourney Weaver í „The Year of Living Dangerously” _____________ PeterWeir „MÁNINN í RÆSINU“ Þeir fjölmörgu sem sáu frönsku kvikmyndina Diva á siðustu kvikmyndahátíð og skemmtu sér vel yfir þessari fyrstu mynd leikstjórans Jean- Jacques Beineix, ættu nú að setja sig í stellingar og bíða spenntir eftir nýjustu mynd hans Moon in the Gutter, sem sögð er að öllu leyti jafn vel gerð og áhugaverð. Beisk ástarsaga sem gerist í lægri þrepum þjóðfélagsins er efnið og í aðalhlutverkunum eru ein- ir þekktustu leikarar Evrópu, Frakkinn Gerard Depardieu og hin þýska Nasstasia Kinski. George Lucas heldur áfram að teyma hugfangna áhorfend- ur um allan heim inní ævin- týraveröld einhversstaðar í óravíddum himingeimsins. Nýjasta afkvæmi hans úr Stjörnustríðssyrpunni og að öllum líkindum það síðasta, Return of the Jedi var frum- sýnd í Bandaríkjunum í maí- Sigurvegari SÁK-hátíóar: MORGUNDAQURINN Morgundagurinn eftir Hjört Sverrisson og Svavar Þor- steinsson vann gullverðlaun á síðustu kvikmyndahátíð SÁK. í umsögn dómnefndar segir: „Reynt að takast á við efni sem höfundarnir þekkja úr eigin lífi. Efnistök góð, nema hvað myndlok verða nokkuð endaslepp. Tæknivinna góð, leikur góður og höfundar nýta tæknikunnáttu sína til hins ýtrasta“. í Hafnarfirði er hópur manna sem sannað hefur að hugmyndafræði Hafnfirðinga- brandaranna er ekki á rökum reist. Þetta eru þeir sem unnið hafa i yngri flokki á öllum kvikmyndahátíðum SÁK frá upphafi. Nýjustu sigurvegar- arnir, höfundar Morgundags- ins eru engin undantekning þar á. Þessi mynd er í raun- inni þeirra fyrsta, þó svo að þeir hafi ýtt á tökuhnapp kvikmyndatökuvélar fyrr. Þessi 30 mín. mynd er nokk- urskonar ágrip úr ævi tveggja unglinga, lýsir á einfaldan hátt lífsbaráttu dagsins í dag með morgundaginn og vonandi bjartari framtíð á næstu grös- um. I aðalhlutverkunum eru Stefán Hjörleifsson, Delia Howser og Arnar Jonsson („Útlaginn", „Á hjara verald- ar“) sem leikur föður stráks- ins. Sigrún Björnsdóttir leik- kona kemur einnig við sögu sem móðir þess sama. Tónlist myndarinnar samdi Stefán Hjörleifsson og hefur hún ver- ið gefin út á hljómplötu (45 snú-12“). Morgundagurinn verður meðal íslensku myndanna á samnorrænu kvikmyndahátíð- inni sem haldin verður í Álfta- mýrarskóla 21.—24. júlí n.k. Harrison Ford og Carrie Fisher í „Return of the Jedi“ Stjömustríö III: RETURN OF THE JEDI mánuði s.l. Tvær fyrri myndirnar inni- héldu einhver þau stórkostleg- ustu bellibrögð sem varpað hefur verið á hvítt tjald en þessi er sögð slá þeim báðum við. Áhorfendur hafi ekki undan að fylgjast með öllu því sem gerist. „Þetta er hið endanlega uppgjör” lofar Mark Hamill, sem leikur Luke Skywalker, „það verður ekki um fram- hald að ræða. í Return of the Jedi fæst svarið við hinni brennandi spurningu um raun- verulegt faðerni Luke en eins og þeir muna sem sáu The Empire Strikes Back var gefið í skyn að hann væri kominn undan sjálfum Svarthöfða (líkami: David Prowse, rödd: James Earl Jones og manns- andlit: Sebastian Shaw). Harrison Ford, sem áhorfend- ur skildu við í djúpfrysti, kem- ur til sögunnar í myndinni sem og hitt gamla, góða gengið, Carrie Fisher og Alec Guinnes. Leikfangasölum til upplyfting- ar bendum við á að þeir geti farið að rýma hillurnar því myndin býður uppá fjölmarg- ar nýjar furðuskepnur. Ef við gerum ráð fyrir að Mátturinn fylgi George Lucas eins og hingað til, má fastlega búast við því að Return of the MYNDMÁL3

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.