Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 6
Fljótt á litið er kvikmyndasaga ís-
lendinga fremur viðburðasnauð og lítt
tii þess fallin að vekja áhuga þeirra,
sem fást við listfræðilegar rannsóknir.
Engin gullöld. Engin maestro. Þótt
sýnt verði fram á, að saga kvikmynd-
anna á íslandi nái yfir 77 ár, verður að
viðurkennast að sú saga er meira í ætt
við að vera eins og langur formáli
hinnar raunverulegu kvikmyndasögu,
sem nú gæti loks verið að hefjast en
heyrir að öðru leyti framtíðinni til.
Það er ekki fyrr en á fjórum síðustu ár-
um að sköpuð hafa verið þau lág-
marksskilyrði fyrir vöxt og viðgang ís-
lenskrar kvikmyndagerðar, sem gefa
fyrirheit um að kvikmyndalistin muni
nú ná að skjóta rótum og vaxa úr grasi
á íslandi. Við stöndum því á tímamót-
um i tvennum skilningi. 77 ár eru liðin
síðan íslendingar tóku að venja sig við
að njóta reglubundinna kvikmynda-
sýninga. Jafnmörg ár liðu frá því að
íslendingar byrjuðu að taka kvik-
myndir (1904) og þangað til kvik-
myndagerðin komst loks á legg, ef svo
mætti segja, sumarið 1979, þegar gerð-
ar voru 3 leiknar kvikmyndir til sýn-
inga í kvikmyndahúsum, með styrk frá
nýstofnuðum kvikmyndasjóði. Þrátt
fyrir að íslendingar eru ekki fleiri en
220 þúsund manns er nú svo komið að
menn vænta þess að framleiddar séu
1—2 leiknar kvikmyndir á ári hverju.
Slík tímamót eru vel til þess fallin að
staldrað sé við og kvikmyndasagan
skoðuð í Ijósi þess, sem áunnist hefur.
Eftir aldalanga kyrrstöðu þjóðfé-
lagsþróunar á íslandi var kyrrstaðan
rofin um miðbik 19. aldar og svo stór-
6 MYNDMÁL
stígar urðu breytingarnar á þessari öld
að jafnað hefur verið til byltingar
þjóðfélagshátta. Á miðöldum var ís-
land sjálfstætt ríki en laut á síðustu
öldum lengst af danskri stjórn. Sjálf-
stæðisbarátta og breyttir atvinnuhætt-
ir settu helst mark sitt á þetta breyting-
skeið. Kvikmyndirnar fylgja okkur á
megin hluta þessa breytingaskeiðs.
Jafnótrúlegt og það kann að virðast þá
er engu líkara en að í kvikmyndunum
endurspeglist með vissum hætti sjálf-
stæðisbaráttan og bylting atvinnu-
hátta. Hinir breyttu atvinnuhættir
valda því að þéttbýli tekur að mynd-
ast við sjávarsíðuna og grundvöllur
skapast fyrir fjöldaskemmtanir eins og
kvikmyndasýningar. Á ofanverðri 19.
öld var núverandi höfuðstaður lands-
ins, Reykjavík, ört vaxandi skútubær
og þar var farið að bera á brýnni þörf
fyrir skemmtanir handa fólkinu. Á ár-
unum 1883—1892 gekkst Þorlákur Ó.
Johnson kaupmaður, sem handgeng-
Fyrsta sinni í Reykjavik
ágntar •ýnlnjjnr mcð
The Royal Biokosmograph Edisons litandi Ijósmyndir
( IðnaðnrnikDOkhútmu mioudt|ioD 37. þ. m. til 3. ágúiti kl. 8'/t ilðdegii á
hierju kroldi
Af hinu mergbrejtte prógremmi mi gete þen. eem bér eegir:
Fei-A um dýraigarð Lundúna
(( 13 eyniogum).
Lifandi inyndir úr ófrlAlnum I SuAur-Afriku.
8tórkoitlcgar tOfrabolmHiiýiiiu|;ar úr 1001 nótt.
TOfraHverAiA.
KrýnlngarliátiAIn í Lundúnum Játvnrður koiiungur VII.
á lciA tll WcHtminHtorballurlnnar tii uö krýnant.
Auk þeu mikið úrrei e( elþýðlegum og ekriogilegum mjodum.
X minudegikroldiS verSur
nýtt iilirifaiiiikið prograunn.
þette eru itórkoitleguitu, (eguntu og IróSleguitu lifeodi myndirner, eem
ookkru einoi hefe veriS búoer til beode Kineroetogrefoum (lifinyndevúliooi) og
befir elitefier veriS tekið meS miklum fogouði.
Auk myode þenere verSe lýodir
margar, ágetar, nýjar LlFANDi MYNDIR.
ASgðogumiSer verSe eeldir ( ISoeSermeooebúeiou kl. 10—13 og i—7.
(rá þvl i mioudeg og koite:
Beitu eali 1 kr.
Lekeri eali 0,75.
Beroeeali 0,50 og 0,35.
MeS virfiiogu
£). cFornandar. c^. cTCallsatfi.
inn var Jóni Sigurðssyni, sjálfstæðis-
hetju íslendinga, fyrir svonefndum
panóramasýningum í Reykjavík eða
skuggamyndasýningum eins og þær
voru einnig kallaðar. Það er haft fyrir
satt að hreyfimynd hafi verið sýnd í
fyrsta sinn á íslandi á þessum sýning-
um árið 1889. Það varð síðar hlut-
skipti sonar Þorláks Ó. Johnsonar að
beita sér, fyrstur íslendinga, fyrir því,
að kvikmyndasýningar yrðu teknar
upp á íslandi og að íslendingar hæfust
handa um að taka kvikmyndir.
Það er eins og örlögin hafi ætlað
kvikmyndunum að hafa samflot með
hinum einstöku áföngum sjálfstæðis-
baráttunnar og atvinnulífsbyltingar-
innar. Það fer saman árið 1904 að ís-
lendingar fá heimastjórn með íslensk-
um ráðherra búsettum á íslandi, fyrsta
alíslenska togarafélagið er stofnað og
fyrsta íslenska kvikmyndafélagið, Ol
Johnson & Co er stofnað og hefur
starfsemi sína.
Hér var að vísu um tilraunastarf-
semi hjá báðum þessum félögum að
ræða. Eiginleg kvikmyndaöld hófst
ekki á íslandi fyrr en árið 1906 með
stofnun Reykjavíkur Bíógraftheater og
togaraöld hefst ári síðar með stofnun
tveggja togarafélaga. Mikilvægir
þættir í sjálfstæðisbaráttunni gerast
einnig árin 1906—07 með heimsókn
alþingis íslendinga til Kaupmanna-
hafnar fyrra árið og konungsheimsókn
til íslands í kjölfarið árið eftir. Elstu
varðveittu kvikmyndir okkar eru af
báðum þessum atburðum. Kvikmynd-
in af Þingmannaförinni var sýnd
kvöldið, sem Reykjavíkur Bíógraf-
theater, sem nú nefnist Gamla Bíó, hóf