Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 31

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 31
CHINO — HINN ÓSIGRANDI Aðalhlutverk: CHARLES BRONSON, JILL IRELAND, MARCEL BOZZUFFI. Leikstjóri: JOHN STURGES. Myndin gerist í Nýja-Mexikó í Bandaríkjunum árið 1880 og fjallar um Chino Valdez, sem er í senn af ættum indíána og Mexíkana. Hann hefur mikla ást á hestum, en það hindrar þó ekki, að hann felli hug til Louise, sem er dóttir félaga hans, misindismanns að nafni Maral. Þegar Chino kynnist einnig Jamie, sem er eins mikið nátt- úrubarn og hann, verður hann fráhverfur Louise á ný, en þá ákveður Maral að hefna sín og sendir menn til árásar á Chino. Þegar árásarmennirnir ætla að ræna hestum Chinos, sleppir hann þeim lausum, svo að þeir traðka bógana til bana. Síðan kveikir Chino í býli sínu og Jamie horfir á það með tárin í augunum, er hann leggur ævi- starf sitt í rúst. VILLIGÆSIRNAR Aðalhlutverk: RICHARD’ BURTON, ROGER MOORE, o.m.fl. Leikstjóri: ANDREW V. McLAGLEN Breskur iðjuhöldur Sir Eward Matherson ræður Allen Faulkner höfuðsmann, einn besta málaliða sem völ er á, til að taka að sér verkefni, — fara til Afríku og sækja þangað þjóðhöfðingja sem hafður er í haldi. — Faulkner safnar um sig gömlum félögum, hörkukörl- um og eftir mikla þjálfun er lagt af stað. — En þetta verður ör- lagarik ferð, — miklir bardag- ar, svik og óvæntar árásir. Það eru ekki miklar líkur á að nokk- ur komist lífs heim, en Faulkner og menn hans eru harðir í horn að taka. Litur — 125 mín. TATARALESTIN Aðalhlutverk: CHARLOTTE RAMPLING, DAVID BIRNEY, MICHAEL LONSDALE. Leikstjóri: GEOFFREY REEVE. Hörkuspennandi bresk saka- málamynd, gerð eftir sam- nefndri sögu Alistair Mac- Lean’s. Á fáförnum vegi í hrjóstrugri fjallshlíð í Suður- Frakklandi er tataravagn á ferð sem heitið er til hinnar árlegu tatarahátíðar í Saint-Máties-de- la-Mer i Camargue héraði. Við stjórnvölinn sitja maður og kona sem eiga langa og hættu- lega leið að baki því í vagninum leynist farþegi sem þau hafa smyglað yfir mörg landamæri en sá er frægur vísindamaður sem ætlunin er að senda til Bandaríkjanna. En þeim órar þó ekki fyrir því að á næsta leiti leynist vopnaður maður sem hyggst veita þeim fyrirsát og brátt taka hjól atburðarásarinn- ar að snúast fyrir alvöru. Litur — ísl. texti. LOKATILRAUN. Aðalhlutverk: GENEVIEVE BUJOLD, MICHAEL YORK. Leikstjóri: PAUL ALMOND. Nicole Thompson er sjón- varpsfréttaritari í Kanada. — Þegar forsætisráðherra lands- ins fer í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna, fer hún með sem fréttaritari. Nicole er frökk og ákveðin, og kemst því fljótt i kast við kerfið, verður ástfang- in, en svo kynnist hún Dr. Valentine Ulanov sem er vís- indamaður og Nobelsverð- launahafi, og þau kynni verða örlagarík fyrir Nicole. Litur — 105 mín. JÁRNKROSSINN. Aðalhlutverk: JAMES COBURN, MAXIMILIAN SCHELL, JAMES MASON, DAVID WARNER. Leikstjóri: SAM PECKINPAH. Myndin gerist á austurvíg- stöðvunum árið 1943. Þýski herinn er á hröðu undanhaldi og mannfallið er gífurlegt. Steiner liðþjálfi er sannur og þraut- reyndur hermaður af gamla skólanum, tryggur undirmönn- um sínum en hefur ógeð á ,,skrifstofuforingjunum“ sem hann kallar svo. Nýr foringi kemur til her- deildarinnar, Kaft. Stransky, prússneskur ,,aðalsmaður“ sem er þarna sem sjálfboðaliði, fyrst og fremst til að vinna til þess að fá hinn fræga járnkross á brjóstið. Þetta er einmitt sú manngerð sem Steiner hatar og veldur það Brandt höfuðs- manni, sem er yfirmaður þarna, áhyggjum. Og það er ekki af ástæðulausu, en mikil og stór- kostleg átök eiga sér stað, áður en til uppgjörs kemur milli þess- ara ólíku manna. Litur — ísl. texti. FIÐRILDIÐ Aðalhlutverk: PIA ZADORA, STACY KEACH. Leikstjóri: MATT CIMBER. Jess Tyler er heldur einrænn og hefur lifað einmanalegu lífi eftir að kona hans hafði yfirgef- ið hann og tekið með sér tvær dætur þeirra. Hann er umsjón- armaður við gamla silfurnámu sem ekki er lengur starfrækt, og mjög afskekkt. — En einn dag verður gjörbreyting þegar ung falleg stúlka, hin 17 ára Kady kemur i heimsókn. Hún kveðst vera yngri dóttir hans, og ætla að dvelja hjá honum. — Þetta verður örlagaríkt fyrir þau bæði og á eftir að hafa ýmsar afleið- ingar. Litur — 110 mín. CANNONBALL Aðalhlutverk: DAVID CARRADINE, BILL McKINNEY, VERONICA HAMMEL. Leikstjóri: PAUL BARTEL. Cannonball er heitið á æsi- spennandi ólöglegri kappakst- urskeppni yfir þver Bandaríkin. Verðlaunin eru hálf milljón dollara og öll brögð leyfileg. Litur — CANNON BALL RUN Aðalhlutverk: BURT REYNOLDS, ROGER MOORE. Leikstjóri: HAL NEEDHAM. Mikill kappakstur þvert yfir Bandaríkin. — Það er mislitur hópur sem mætir til leiks, og farartækin eftir því, en allar gerðir bíla eru leyfilegar. — Þetta er æsispennandi keppni, öll brögð eru notuð og margt furðulegt og skoplegt gerist, — enda löng leið!! Litur — 105 mín. ÁRÁSIN Á ENTEBBE Aðalhlutverk: PETER FINCH, CHARLES BRONSON, YAPHET KOTTO. Leikstjóri: IRVIN KERSHNER. 27. júní 1976 var flugvél frá Air France rænt af sjö palest- ínskum hryðjuverkamönnum, en hún var á ferð milli Tel Aviv í ísrael og Parísar. Flugvélinni var síðan flogið alla leið til Entebbe-flugvallar í Uganda. Kröfur hryðjuverkamannanna voru nokkrir tugir félaga þeirra yrðu látnir lausir úr fangelsum í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss, en flestir þó í ísrael. Með- an tíminn var tafinn í viðræðum við flugræningjana undir- bjuggu ísraelar herför til Uganda til bjargar gíslunum. Tókst að koma hryðjuverka- mönnunum og félögum þeirra í her Uganda gersamlega á óvart og voru hinir fyrrnefndu allir felldir, auk margra Uganda- manna. Úr liði ísrael féll aðeins einn. Einn gíslanna var hins vegar á sjúkrahúsi í Kampala, og var hún myrt að undirlagi Amins. Litur — 113 mín. MYNDMÁL 31

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.