Myndmál - 01.07.1983, Síða 13

Myndmál - 01.07.1983, Síða 13
Fellini ræðir við Peter Cellier við tökur á „E la Nave Va“ "peííútc; | „Þe tta< arallt | sjónvarpin uaðl ken na...” Og skipið siglir („E la Nave Va“) er fyrsta mynd ítalska kvikmyndastjórans Federico Fellinis í þrjú ár. Hann hóf myndatökur í Cinecittá stúdíó í Róm í nóvember s.l. eftir miklar tafir sem or- sökuðust af skyndilegri aukningu verk- efna hjá stúdióinu. Myndin gerist á stóru farþegaskipi en innviðir þess voru hannaðir í Cinecittá. Áætlaður kostnaður er 8 milljónir doll- ara og er myndin framleidd í samvinnu ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, franska kvikmyndafyrirtækisins Gaumont og fleiri aðila. Alls fékk Fellini til liðs við sig 126 leikara úr leik- húsum Englands og Ítalíu og aðalhlut- verkið, uppgjafa blaðamann og róna, leikur Freddie Jones. ,,Ég valdi engar stjörnur því leikararnir þurftu að túlka persónur sem uppi voru á síðustu ára- tugum og það hefði verið virðingarleysi við þetta fólk að kynna það með fræg- um leikaraandlitum sem allir kannast við“ segir Fellini um leikaravalið. Kvik- mynd þessi markar að öllum líkindum upphafið að samvinnu Fellinis og RAI og er gerð eftir handriti Fellinis og Tonio Guerra. Hún er tekin í litum af Peppin Rotunno en síðan sýnd í svart/hvítu. Aðspurður um ástæðuna fyrir því segir Fellini: „í upphafi ljós- myndunar voru svart/hvítar myndir eðlilegar og fallegar, einnig í upphafi kvikmyndanna. Mér virðist það því eðlilegasta, heiðarlegasta og áhrifa- mesta leiðin til að sýna Og skipið siglir. Sumar 1914, sama kvöld og heims- styrjöldin fyrri braust út, sigldi farþega skipið Biancanamo frá Naples flóa með óperusöngvara, leikstjóra, umboðs- menn, hefðarfólk, (erkihertogann af Sarajevo), stjórnmálamenn, kaup- sýslumenn, blaðamenn og ævintýra- menn innanborðs. Sópransöngkonan Edmea Tetna var látin og til stóð að dreifa ösku hennar yfir hafið umhverfis fæðingarstað hennar, eyjuna Cleo. Persónurnar eru kynntar af blaða- manninum Orlando (Jones). „Myndin er einnig um aðferðir og áhrif boðmiðl- unar“ segir Fellini. „Hópur lítt treyst- andi og síblaðrandi blaðamanna stjórn- ar öllu upplýsingastreymi. Það verður ómögulegt fyrir farþegana að komast í persónuleg tengsl við raunveruleikann og á meðan breytist raunveruleikinn í ringulreið. Mjög barnalegur 16 ára Barbara Jefford í „E la Nave Va“ drengur og nokkurskonar uppgjafa blaðamaður eru þeir einu sem upplifa ferðina sem ævintýri“. Uppi verður fótur og fit þegar Orlando finnur þrjátíu druslulega Serbó-Króata sem höfðu orðið Austur- ríska Erkihertoganum af Sarajevo að bana, síðan orðið skipreka en tekist að laumast uppí skipið. Furðulegustu uppákomur eiga sér stað þegar laumu- farþegarnir blanda geði við farþegana í trylltum söng og dansi sem endist fram undir morgun. Þá taka farþegarnir eftir því að það sem sýndist vera dökkt ský við sjóndeildarhringinn, er í rauninni risastórt orrustuskip, sem sendir boð um að flóttamennirnir verði tafarlaust afhentir. En þegar skipstjórinn er í þann veginn að afhenda flóttamennina skýtur einn þeirra á orrustuskipið sem svarar þegar með fallbyssuskothríð. Óperusöngvararnir hefja þegar upp raust sína og syngja fullum hálsi meðan farþegaskipið sekkur, hulið svörtum reyk af völdum fallbyssukúlnanna. Að lokum sjáum við einu eftirlifendurna, Orlando og 16 ára gamla drenginn, sem bjargað er um borð í sjóflugvél. „Myndin vísar til atburða dagsins í dag“ segir Fellini. „Þ.e.a.s. hún reynir að miðla þeirri angistartilfinningu sem rís af því öfgafulla streymi upplýsinga um raunveruleikann sem umkringir okkur og byggir í rauninni múr á milli fólksins og raunveruleikans. Þetta þýð- ir þó ekki að myndin hafi einhvern opinberunarboðskap, þvert á móti, þetta er gamansöm og skemmtileg saga“. Fellini gefur lítið útá tæknibrell- urnar sem tröllríða kvikmyndum nú- tímans. „Kvikmyndagerð nú á ekkert sameiginlegt með þeim myndum sem gerðar voru hér áður fyrr. Nú fáum við í hrönnum gesti utan úr geimnum, stjörnustríð, rafeindaleikara og jafnvel sjálfa Opinberunina. Þetta er allt sjón- varpinu að kenna, sem stefnir að há- marks áhrifum með sem minnstri þátt- töku áhorfandans“. Þrátt fyrir þá staðreynd að Fellini mun vera viðriðinn allnokkrar sjón- varpsmyndir og handrit fyrir RÁI í framtíðinni, eru viðhorf hans til miðils- ins heldur tortryggin. „Fyrir mér er sjónvarpið ekkert ann- að en húsgagn“, segir hann, „en víð- tækt sjónvarpsgláp er staðreynd og ég held að það sé möguleiki á að finna stíl og frásagnaraðferð sem nær til áhorf- andans á annan hátt en kvikmyndahús- ið gerir. En ég vantreysti þessum nýju tæknilausnum. Leiktjaldamálari í Cinecittá er miklu ljóðrænni. Hann getur fullskapað hugmynd með einum málningarpensli. Úr þesskonar efni eru ævintýrin búin til og þessvegna er ég að gera kvikmynd uppá gamla móðinn, með allt að 99% endurbyggt og unnið í höndunum. Ég myndi ekki einu sinni nota kvikmyndatökuvél ef ég kæmist upp með það“. MYNDMÁL 13

x

Myndmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.