Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 27

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 27
 GETCRAZY Ýmislegt bitastætt er fram- undan hjá Bíóhöllinni. Má þar nefna kvikmyndina Get Crazy með Malcolm McDowelI og Allen Goorwitz í höfuðrullun- um og einnig kemur Anna Björnsdóttir fram í aukahlut- verki, sem vinkona rokkstjörn- unnar Reggie Wanker (McDo- well). Get Crazy (Flip Out öðru nafni) gerist á nýárskvöldi í Los Angeles árið 1983. Myndin greinir frá Max Wolfe (Goor- witz) eiganda Saturn-leikhúss- ins og þeim fyrirætlunum hans að halda stærsta rokkkonsert sögunnar. Nokkur ljón eru þó í veginum, hann er þjakaður af magasári sem mun reynast honum afdrifaríkt, sé eitthvað að marka lækni hans, frændi hans reynir að svíkja hann í hendur helsta keppinautarins, bandóður brunaliðsstjóri sprautar eldvarnarfroðu yfir áhorfendur, hans hægri hönd er ástfanginn upp fyrir haus og hættulegasti óvinur hans sækist eftir lífi hans og ætlar að sprengja leikhúsið í loft upp. Þetta eru þó allt smámunir miðað við vandræðin með flytjendurna sjálfa sem er ærið mislitur hópur. Þar má nefna King Blues, faðir blúsins, Nödu og kvenna-pönkhljómsveit hennar, Reggie Wanker, breska súperpoppstjörnu, sem er svo upptekinn af sjálfum sér að hann myndi kyssa sínar eigin varir ef hann gæti, Captain Cloud sem er leiðtogi hippa- hljómsveitar sem staðhæfir að árið sé 1969 og Auden, hið dul- ræna skáld, sem haft hefur ómæld áhrif á kynslóðir rokk- aðdáenda en hefur ekki minnstu hugmynd um það sem hann er að tala um. tVÖlF/A \pOSTPRODUCnON FBANCIS F.OKP COPPOLA S-EMntott's classte nopelabottlyoutb. THE OUTSIDERS Það skeði í Bandaríkjunum á miðjum sjöunda áratugnum að skólapiltur var barinn niður á leiðinni heim til sín. Barsmíð- arnar voru framdar að ástæðu- lausu og slík telst raunar varla til tíðinda í Bandaríkjunum, þar sem slíkir atburðir eru nær dag- legt brauð. En þessi skólapiltur átti vinkonu sem hét Susie Hinton. Og umrætt atvik varð til þess að hún skrifaði bókina The Outsiders sem fjallaði um unglinga á glapstigum, eins og það er kallað. Þessi bók varð geysivinsæl á sínum tíma og nú hefur hinn þekkti leikstjóri Francis Ford Coppola filmað þessa sögu, sem væntanleg er i Bíóhöllina innan tíðar. í aðal- hlutverkunum eru Matt Dillon (Little Darlings) C. Thomas Howell, Ralph Macchio o. fl. CLASS OF 1984 Class of 1984 nefnist harð- svíruð klíkumynd sem birtast mun bráðlega á tjöldum Bíó- hallarinnar. Leikstjóri er Mark Lester og aðalhlutverkin leika Perry King, Merrie Lynn Ross og Timothy Van Patten. Það er árið 1984. Andy Norris (King) er að hefja störf sem tónlistarkennari við Abra- ham Lincoln-menntaskólann. Hann undrast þegar hann sér einn kennarann bera byssu til sjálfsvarnar. Og hann skilur ekki af hverju nemendur þurfa að ganga gegnum málmleitar- tæki áður en þeir komast inní skólann. Peter Stegman (Van Patten) er fyrir klíku sem samanstendur af þremur piltum og einni stúlku. Norris aðvarar vörðinn þegar hann sér Stegman beina rakhníf að einum félaga sinum. Honum er sagt að taka þessu með jafnaðargeði en Stegman hugsar þessum nýja kennara þegjandi þörfina og horfir á hann hatursfullum augum . . . Þessi framtíðarsýn Mark Lester er nokkuð ógnvekjandi. En hversu mikil framtíðarsýn er hún í raun og veru. Lester segir frá: „Ég fékk hugmyndina að gera þessa mynd þegar ég heimsótti gamla skólann minn sem ég útskrifaðist frá árið 1964. Þegar ég var þar þá höfð- um við málfundafélag en slíkt er ekki fyrir hendi nú. Við áttum einnig að klæðast sérstökum fötum. Ég sá krakka á göngun- um sem voru ekki einu sinni í bolum. Þegar ég kannaði málin kom í ljós að á síðasta ári var ráðist á fólk í 287.000 skipti í menntaskólum. í Boston þurfa krakkarnir að ganga í gegnum málmleitartæki og í Florida hafa þeir innanhússsjónvarps- kerfi. Blackboard Jungle var sæla samanborið við þetta“. TIME IS ON OUR SIDE Regnboginn mun sýna innan tíðar mynd sem unnendur góðr- ar rokktónlistar láta vart fram- hjá sér fara. Þetta er heimildar- kvikmynd Hal Ashby um hljómleikaför Rolling Stones um Ameríku árið 1981, Time is on our side, sannarlega orð að sönnu um þessa síungu öld- unga. ' BEASTMASTER The Beastmaster kaTlast mynd sem gerist á tímum seið- skratta og dulúðar. Aðalper- sónan Dar er stríðshetja, sem hefur sér til aðstoðar hvasseyg- an örn sem sér hvað sem er og jafnvel fleira og ennfremur voldugt pardursdýr sem réttir honum hjálpandi hönd í bar- dögum við nornaseiði og ill öfl. Það má segja að honum veiti ekki af öllu fáanlegu liðsinni því elskunni hans er haldið fanginni af voldugum ,,svarthöfðum“ sem sigrast verður á. Gera má ráð fyrir að allt fari vel að lokum en þessi bráð- hressa ævintýramynd verður sýnd í Regnboganum bráðlega. THE JUNKMAN Einnig eru að hefjast sýning- ar á bílahasarmyndinni The Junkman frá H.B.Halicki, þeim sama og gerði á sínum tíma Gone in 60 seconds. Hér ku bíladellukarlar og kerlingar fá eitthvað við sitt hæfi, því „stuntatriðin“ eru að sögn hin stórkostlegustu. Þar á meðal er bíll sem svífur yfir flugvél (á flugi) og þarna má finna hvorki meira né minna en 20 sprenging- ar á bílum, trukkum, flugvélum og húsi. MYNDMÁL 27

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.