Myndmál - 01.07.1983, Qupperneq 17

Myndmál - 01.07.1983, Qupperneq 17
Þáttur Nehru Fyrst þurfti Attenborough að kom- ast að því hvort Nehru, þáverandi for- sætisráðherra Indlands, væri hlynntur breskri myndgerð um Gandhi. Honum tókst að koma á stefnumóti við Nehru gegnum Mountbatten lávarð, síðasta landstjóra Indlands og vin Gandhi og Nehru. Attenborough hafði áður kynnst Mountbatten þegar han lék í mynd Noel Coward „In Which We Serve“ árið 1942, en sú mynd var að hluta til byggð á ferli Mountbatten í flotanum. „Nehru var einn sá kærleiksríkasti maður sem ég hef fyrir hitt — yndisleg persóna! Hann sannfærði mig strax um að ég væri eina manneskjan sem •Ji kxiattu Ætenborough's eftir Lois Fischer, um þennan ind- verska lögfræðing sem sökum andlegs máttar síns tókst að leiða indverja undan oki breskrar nýlendustefnu. Áhugi og hrifning Attenborough var vakin fyrir alvöru þegar hann las at- hugasemd Gandhi um atburð þann sem gerðist í S-Afrískum smábæ árið 1892. Hann og indverskur kollegi hans viku til hliðar oní ræsið fyrir tveimur hvítum mönnum. Þegar þeir voru farnir framhjá varð Gandhi að orði: „Það hefur alltaf verið mér ráðgáta hversvegna mönnum skuli finnast þeir heiðraðir með auðmýkingu með- bræðra sinna.“ Attenborough stamar lítilsháttar þegar hann minnist viðbragða sinna. „Ég gat varla trúað því að þessi yfirlýs- ing hefði komið frá 22 ára pilti sem varla gat komið upp orði. Hann var svo vandræðalegur og taugaveiklaður. Hann tapaði fyrsta málinu sínu vegna þess að hann var hræddur. Það, að hann skyldi eiga til slíka víðsýni og vera fær um að afmarka hana í þessa stuttu athugasemd fannst mér stór- kostlegt. Ég varð hugfanginn af mann- inum og lífsviðhorfum hans.“ hann kærði sig um að hitta kl. 8.30 á mánudagsmorgni. Ritari hans hafði lagt til að ég dveldist hjá honum í hálf- tíma. Um 9-leytið bjóst ég til brott- farar en þá sagði Nehru: „Hvert ertu að fara? Við erum rétt að byrja sam- ræðurnar. Sestu niður!“. Það má eig- inlega segja að það hafi verið hann sem spurði spurninganna og reyndi að komast að mínum fyrirætlunum, hvernig ég ætlaði að nálgast viðfangs- efnið. Jæja, þetta endaði með því að við sátum á gólfinu og glugguðum í myndaalbúm. Þá sagði hann skyndi- lega: „Þú verður að hitta meðlimi rík- isstjórnarinnar og dóttur mína“. Svo kallaði hann: „Indira! Ég sendi til þín leikara sem ætlar að gera mynd um Bapu og þú átt að gefa honum mat og senda hann svo aftur til mín“. Indira var mjög feimin, vandræða- leg og svaraði með einsatkvæðisorð- um. Hún sýndi engan áhuga á stjórn- málum en hún elskaði kvikmyndir og gladdist yfir því að ég skyldi þekkja verk Satyajit Ray (einn þekktasti kvik- myndaleikstjóri Indverja). Ég sagði henni að mér findist mynd hans „Pather Pachali“ vera meðal mestu afburðamynda sögunnar“. Um þetta leyti var Ray í rauninni að hefja feril sinn. Indverskur kvik- myndaiðnaður var tæknilega ófull- burða og Nehru gerði sér það ljóst. Hann vildi að gerð yrði kvikmynd sem gæti gengið um alla heimsbyggðina og þá með alþjóðlega viðurkenndri stjörnu. Nehru mælti með að Alec Guinnes yrði falið hlutverk Gandhi. „Ég þráspurði hann um ástæðuna þar til hann játaði. „Hin raunverulega ástæða fyrir því að ég vil fá Englend- ing til að leika Gandhi er sú að það myndi fá Gandhi til að skella uppúr“. Sex mánuðum síðar sá ég Nehru í síð- asta sinn (hann lést 1964) og þá sagði hann við mig: „Hvað sem þú gerir, þá dýrkaðu hann ekki. Það höfum við gert á Indlandi en hann er alltof mikill maður til að vera tilbeðinn." „Heilög kýr“ Attenborough gerði þessi orð að meginmarkmiði sínu við gerð myndar- innar, en á Indlandi voru ekki allir á eitt sáttir um þær hugmyndir að gera mynd um Gandhi. Þegar lokaundir- búningur hófst loksins þann 26. nóvember 1980 var stofnuð „Nefnd gegn leiknum kvikmyndum um Gandhi“. Attenborough segir frá: „Þeir tilbáðu Gandhi sem guð. Það að leikari skyldi reyna að endurspegla hann álitu þeir ekkert annað en ósvífn- ustu helgispjöll . . . Og umræðurnar í indverska þinginu, guð minn almátt- ugur, þær stóðu yfir í átta mánuði og ég las þingskýrslurnar á hverjum degi. Bókstaflega. Ég ýki ekki. Ein mann- vitsbrekkan stakk uppá því að ég yrði rekinn úr landinu því handritið væri ekkert annað en réttlæting á framferði Breta í landinu og dýrkun á Mount- batten lávarði. Hörmulegt. Furðuleg- ustu yfirlýsingarnar komu frá fólki sem alls ekki hafði lesið handritið. Það vildi fá að vita hvernig ég hefði öðl- ast réttinn. Sumir fullyrtu að Nehru og Indira yrðu tilbeðin í myndinni. Aðrir sögðu að við myndum sýna Gandhi MYNDMÁL17

x

Myndmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.