Myndmál - 01.07.1983, Qupperneq 24
tímum. Þetta var erfiðasti hluti lífs
hennar.
„Maður getur vel veið staurblankur í
París“, segir hún. „Mér fannst ekkert
mál að fara þangað yfir og búa á
fimmtu hæð án hita og heits vatns. En
vetur í Perry Street í New York var
svartasti hluti ævi minnar. Ég fékk
lánuð 25 cent fyrir lestarmiða. Ég reyni
það ekki aftur“.
Þá varð á vegi hennar tískuteiknari
sem kallaði sig Antonio „sem hafði til-
hneigingu til að ýta ungum stúlkum útí
fyrirsætustörf“. Hún hafði ekki mik-
inn áhuga en fór þó brátt að fá tilboð
frá þekktum umboðsskrifstofum eins
og Zoli og Wilhelmina Cooper, sem
skrifuð var fyrir að útvega henni hlut-
verk Dwan í „King Kong“. „Ég held að
einhver i hæfileikadeildinni hafi séð að
mér var alvara og sent nafn mitt til
Paramount“.
„Ég man að þetta var um jólaleytið,
Hótelið í Hollywood, málað bleikt og
blátt og með skærum perum á trjánum,
var sannkallað ævintýraland. Ég hafði
hugsað mér að búa í New York næstu
fjögur fimm árin, stúdera leiklist og
reyna að fá hlutverk í Off-Broadway
sýningu. En þarna var ég skyndilega
mætt til að leika í 25 milljón dollara
kvikmynd“.
Þegar til kastanna kom fór glansinn
reyndar fljótt af. Framleiðandinn Dino
De Laurentiis var „almennilegur við
mig og hann er fær í sínu starfi en við
höfum ekki sama smekk“. Hún velur
orð sín vandlega og það er engan bitur-
leika að heyra, aðeins alvarlega viðvör-
un á Hollywood og því sem hún stendur
fyrir. „í þessari aðstöðu fer fólk mjög
vel með mann svo framarlega sem mað-
ur er innbyggður hluti af fjárhagsáætl-
uninni. Hvað vinnuna varðar, þá hafði
ég eiginlega ekkert að gera. Ég var alein
í þessari vélstýrðu risahönd í marga
mánuði. Ég fékk ekki að segja nema
nokkur orð og vann aðeins tímabundið
með öðrum leikurum. Þetta var af-
leitt“.
„Þessi mynd batt mig í eitt ár. Ég
minnist þessara næstu jóla þegar við
vorum að ljúka kynningarherferð fyrir
myndina við Pierre hótelið í New York
og ég hafði þetta hroðalega illkynjaða
kvef sem ég hafði orðið mér útum á
leiðinni. Myndinni var lokið og Para-
mount þurfti ekki að nota mig meira.
Ég hafði ekki séð vini mína í meira en
ár og hafði misst ibúðina mína í New
York, svo ég gat ekkert farið og ekkert
gert nema hugsað með sjálfri mér:
„Jæja, um hvað snýst líf þitt nú?“
Hún hóf aftur að stunda leiklistar-
tíma og lesa handrit, tók semsagt upp
þráðinn þar sem frá var horfið. Þó
hafði sitthvað breyst. Fólk sem hún
hafði aldrei séð áður, t.d. leikstjórarnir
Bob Fosse og Robert Towne sendu
henni aðdáendabréf og lýstu áhuga sín-
um á að vinna með henni. Lange telur
verk Fosse „All That Jazz“ vera
„snilldarverk“. „Ég var reyndar ekki
hluti af sjálfri upplifuninni því ég kom
ekki til sögunnar fyrr en um það leyti
sem tökum var að Ijúka. Þá hafði öll
þessi hreina orka snúist uppí ansi mikið
stress og ringulreið. Svo var hlutverk
mitt skorið allmikið niður. En ég er
samt ánægður með að hafa leikið í þess-
ari mynd og ég skil það sem Fosse sótt-
ist eftir. Ég myndi vilja vinna með hon-
um aftur“.
Einkalífiö
Lange er mun minna gefin fyrir að
ræða einkalíf sitt. Hjónaband hennar
með ljósmyndaranum Paco Grande,
endaði nýlega með skilnaði og um nú-
verandi vin hennar, dansarann Mikhail
Baryshnikov, sem hún á barn með, seg-
ir hún einfaldlega: „Ég tek manninn
og samband okkar eins og það er“.
Hún vitnar í athugasemd Lillian Hell-
man sem sagði ástæðuna fyrir sam-
bandi sínu við rithöfundinn Dashiell
Hammett vera að „við veitum hvort
öðru ánægju“.
Fyrir þrjátíu árum olli Ingrid Berg-
mann alþjóðlegu hneyksli þegar hún
eignaðist barn með ítalska kvikmynda-
leikstjóranum Roberto Rosselini en í
dag eru breyttir tímar. „Þetta er ekki
neitt mál lengur“, segir Lange. „Ég
ræddi um þetta við vinkonu mína fyrir
nokkru og hún benti mér á að ég hefði
starfað á sama tíma og Frances Farmer
fengi ég ekki að starfa í Hollywood. En
ungt fólk í dag gerir ekki þessar siðferð-
iskröfur til kvikmyndaleikara eins og
foreldrar þeirra gerðu“
„Er nægur matur?“
Hennar eigin foreldrar, sem enn búa
í N-Minnesota og yfirgefa sjaldan þann
hluta landsins, hafa ekkert við lífsmáta
Jessicu að athuga. „Jú stundum nefnir
pabbi það við mig að honum finnist
málin standa svo lítið óvenjulega og að
ég ætti að reyna að fá hlutina á hreint,
en allt sem þau skipti máli er ég að sé
hamingjusöm“.
Lange er annt um mannorð síns ferils
og velur hlutverk vandlega. Hún neit-
aði hlutverki mellunnar Susie í kvik-
myndinni „Cannery Row“ (Ægisgata)
því henni fannst persónan of ung fyrir
sig. Aftur á móti þekktist hún boð um
að leika í mynd Sidney Pollack
„Tootsie“ og eins og flestir vita þá
hlaut hún óskarsverðlaun fyrir leik sinn
í þeirri mynd. „Eftir „Frances“ langaði
mig mikið til að leika í gamanmynd“.
Lange reynir að láta álag það sem
fylgir frægðinni ekki stjórna lífi sínu.
„Þegar ég er í Hollywood leik ég í
myndinni, samþykki svo viku kynning-
arherferð og læt mig síðan hverfa“ seg-
ir hún. ,,í New York eða Los Angeles
eru vandamálin óeðlileg og hrikaleg.
Þegar ég kem heim til Minnesota virð-
ast þau allt að því skynsamleg: Ætlar
krakkinn að detta niður stigann? Er til
nægur matur yfir helgina?“
24 MYNDMÁL