Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 30

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 30
Kœtktnú videófrík! Það er ætlunin að þessi liður birtist reglulega í blaðinu, myndbandstækjaeigendum til þæginda. Eftirfarandi listi er yfir kvikmyndir sem nýlega hafa verið settar á myndbönd en hafa í flestum tilvikum verið sýndar í kvikmyndahúsum hér- lendis. Ástæða er til að minna á regl- ur Samtaka Rétthafa Mynd- banda á íslandi um notkun myndbanda. „Myndbandið er einungis til einkanota, þ.e.a.s. til sýninga á heimilum án endurgjalds. Óheimilt er að sýna myndband- ið opinberlega, þ.m.t. í kapal- kerfum fjölbýlishúsa. Endurleiga, útlán, veðsetning eða fjölföldun er óheimil. Brot á reglum þessum varða refsingu og skaðabótum og mun það til- kynnt til Samtaka Rétthafa Myndbanda á íslandi, sem gríp- ur til nauðsynlegra réttarað- gerða“. Þessar myndir koma frá Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna. Þær eru allar með íslenskum texta og eru fáanleg- ar í öllum kerfunum, VHS, BETA og V-2000. SÓLIN VAR VITNI Aðalhlutverk: PETER USTINOV, JANE BIRKIN, JAMES MASON. Leikstjóri: GUY HAMILTON. Á fagurri klettaeyju, skammt undan ströndinni við Adriahaf- ið, stendur mikil bygging, hálf- gerður kastali og er þar rekið lúxushótel. Þarna er safn frægra og ríkra gesta, meðal þeirra hinn frægi belgíski einkaspæjari Hercule Poirot. Fræg leikkona, ein gest- anna á hótelinu, finnst myrt í afskekktri vík á ströndinni. Þegar Poirot fer að kanna málið kemur í ljós að allir þarna gátu haft meiri og minni ástæðu til að vilja leikkonuna feiga. Þetta virðist afar erfitt og flókið, en hinn snjalli Poirot lætur það ekki á sig fá og kemur auðvitað með hina óvæntu lausn. Litur — REDDARARNIR. Aðalhlutverk: MAX THAYER, SHAWN HOSKINS, LENARD MILLER, RANDY ANDERSON. Leikstjóri: ELLIOT HONG. Þegar þeir Tom og Philip hittast á förnum vegi eftir að hafa ekki sést lengi, er mikill munur á högum þeirra, ef dæma má af útlitinu. Philip virðist hafa sand af peningum og segist líka aka um í Ferrari- bíl, en Tom kveðst fást við sjón- varpsviðgerðir í hjáverkum, og hann eigi bara gamla Sévvann sinn inn. Philip stingur upp á því, að hann útvegi Tom vinnu hjá hús- bændum sínum — en hann hef- ur verið starfandi hjá „fyrir- tækinu“, sem hann kallar svo, en kunnugir vita, að þar er átt við leyniþjónustu Bandaríkj- anna. Tom fellst á að hefja störf þar, en þegar til kastanna kem- ur, líst honum ekki alls kostar á verkefnið. Hann er nefnilega í hópi svonefndra „Reddara“. Það er nefnilega að ná til fyrr- um leyniþjónustumanns — Danny Burkes — sem hefur of- boðið það, sem honum og sam- starfsmönnum hans hefur verið falið að gera, svo að hann hefur samið bók um það og ætlar að koma henni á framfæri. Það er þá verkefni Reddaranna að ná til Dannys og bókarinnar. Litur — TIL MÓTS VIÐ GULLSKIPIÐ Aðalhlutverk: RICHARD HARRIS, ANN TURKEL, DAVID JANSSEN, JOHN CARRADINE. Leikstjóri: ASHLEY LAZARUS. Æsispennandi Iitmynd, sem gerð er skv. samnefndri sögu Alistair MacLean’s, sem út hef- ur komið á íslensku. Myndin gerist á fragtskipinu Carribean Star. Þótt allt virðist með felldu á yfirborðinu, þegar skipið lætur úr höfn, er þó ýmsum ljóst, að ekki er allt sem skyldi eða eins og venjulega. Þó er ekkert óvenjulegt við það, þótt Carter hafi nánar gætur á öllu, því hann er hægri hönd Bullens skipstjóra í öryggismálum og því er ekki að neita, að siglingu skipsins á ekki að haga með venjulegum hætti — og farþeg- arnir fara ekki heldur með því til þess að fara í venjulega sigl- ingu. Eitt af því sem menn veita athygli, þegar verið að búa skip- ið til ferðar, er að allmargar lík- kistur eru fluttar um borð, en þeirra er ekki getið á farmskír- teinum. Samt þykir ekki ástæða til að kanna það mál nánar og líkkisturnar eru fluttar í lest skipsins. En skipið hefur ekki verið lengi á ferð, þegar dularfullir atburðir fara að gerast . . . Litur — 105 mín. AUGA FYRIR AUGA II Aðalhlutverk: CHARLES BRONSON, JILL IRELAND, VINCENT GARDENIA, J.D. CANNON, ANTHONY FRANCIOSA, BEN FRANK, ROBIN SHERWOOD, SILVANA GALLARDO, MICHAEL PRINCE, THOMAS DUFFY. Leikstjóri: MICHAEL WINNER. Paul Kersey (Charles Bronson) var á sínum tíma arki- tekt í New York. Þegar kona hans er myrt af glæpamanna- hópi hefnir hann sín með því að vinna á þeim — níu talsins. Hann flytur til Los Angeles þar sem hann býr með dóttur sinni og ráðskonu. Þau verða fyrir áreitni hrottafenginna glæpamanna. Þeir myrða dótt- ur hans og ráðskonu. Paul Kersey grípur á ný til hefndar- aðgerða í trássi við Iögin og Iög- reglan leggur saman tvo og tvo. Litur — THE THIRTY-NINE STEPS Aðalhlutverk: ROBERT POWELL, DAVID WARNER, ERIC PORTER, KAREN DOTRICE, JOHN MILLS. Leikstjóri: DON SHARP. Endurgerð hinnar frægu myndar Hitchcoks frá 1935. Richard Hannay er á flótta. Líf hans er í stöðugri hættu. Hans er leitað bæði af lögreglunni og grimmum óvini. Hann verður að halda frelsi sínu og lífi til að vara við yfirvofandi árás á land- ið (Bretland). En mun einhver trúa honum áður en það verður of seint? Litur — 102 mín. TÝNDA GULLNÁMAN Aðalhlutverk: CHARLTON HESTON, NICK MANCUSO, KIM BASSINGER. Leikstjóri: CHARLTON HESTON. Einhversstaðar í hinum hrikalegu Cassairfjöllum er fal- inn hellir mikill, djúpt í iðrum jarðar, og að sögn eru veggir hans þaktir gulli. Ungur maður og ung kona leggja leið sina á þennan stað, í og með til að leita að vini þeirra sem er horfinn, en þó er það fyrst og fremst hinn guli málmur sem dregur. — En þarna er fyrir einsetumaður, gamall gullgrafari, sem ekki kærir sig um mannaferðir, og eiga þarna eftir að gerast hrika- legir og æsispennandi atburðir. Litur — 98 mín. 30 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.