Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 23

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 23
var leikkona á fimmta áratugnum og var tvisvar komið fyrir á geðveikrahæli í Seattle fyrir tilverknað móður hennar (leikin af Kim Stanley). Lange leit á þetta hlutverk sem „nokkuð sem ég hefði jafnvel drepið fyrir“. Hún var tekin fram yfir aðrar eins stórstjörnur og Jane Fonda, Sissy Spacek, Diane Keaton, Goldie Hawn og bestu vinkonu sína Tuesday Weld. Leiklistarkennarinn Warren Robert- son segir Lange hafa „þetta sjaldgæfa “eitthvað“ sem maður vonast til að finna í leikara. Hæfileikann til að gefa í skyn og vera sjálfstæð, sem ekki er hægt að læra“. Það var einmitt í tíma hjá Robertson sem Lange sá tvær kon- ur flytja kafla úr hinni stórfenglegu og átakanlegu sjálfsævisögu Frances Farmer „Will there really be a morn- ing?“ Stuttu síðar sá hún myndir í bók Kenneth Anger „Hollywood Babylon“ af Farmer, óhrjálegri og öskrandi á leið í fangelsi fyrir ölvun við akstur. „Það lágu einhversstaðar duldir þræðir“, segir Lange. „Mér fannst ekki vera nein spurning um að ég myndi leika Frances Farmer einhvern daginn. Ég var nátengd persónuleika Coru en Frances var hlutverk sem bókstaflega fangaði mig. Jafnvel meðan við vorum að vinna að „The Postman . . .“ og áður en ég hitti Mel Brooks, sagði ég blöðunum að ég myndi leika Frances Farmer“. Lange fann samkennd með uppreisn- artilhneigingum Farmer. „Ég veit alveg hvernig henni leið. Samt sem áður lít ég ekki á hana sem það fórnarlamb sem svo margir aðrir gera. Fórnarlamb er óvirkt, ef eitthvað er þá bauð Frances heim miklum vandræðum og átökum í líf sitt. En ég stend fast á því að afleið- ingarnar sem hún þurfti að þola voru langt umfram það sem hún átti skilið. Henni var líka illa við athygli og það ónæði sem frægðinni fylgir, sem ég skil mjög vel. í fyrsta skiptið sem Lillian (móðir hennar) fékk hana dæmda á geðsjúkrahæli var eins og verið væri að refsa óþekkum krakka. „Svo þú vilt ekki fara aftur til Hollywood? Jæja, þá sendi ég þig á geðveikrahæli. Þú vilt ekki verða kvikmyndastjarna? Það hlýtur að þýða að þú sért geðveik“. Eitt af því sem vakti áhuga minn á hlutverk- inu var að þetta var raunhæfur mögu- leiki. Það sem kom fyrir Frances Farmer gæti allt eins komið fyrir mig. Einn eða tveir hlutir fara úrskeiðis, boltinn byrjar að hlaða utan á sig og skyndilega er skollin á martröð“. Lange kynntist klippara „The Post- man . . .“ Graeme Clifford, sem áður hafði unnið við mynd Nicolas Roeg „Dont Look Now“ og „The Long Goodbye“ eftir Robert Altman. Clifford hafði einnig haft lengi áhuga á ævi Frances Farmer og „Frances“ varð fyrsta myndin sem hann leikstýrði. Öll fáanleg sönnunargögn benda til þess að Farmer hafi verið fögur og hæfileikarík leikkona sem, vegna tilhneigingar sinn- ar að vera ekkert að skafa utanaf hlut- unum og einnig vegna vinstrisinnaðra skoðana sinna, hafi verið komið fyrir á hæli fyrir geðsjúka af geðtruflaðri móður sinni. Það er ennfremur talið líklegt að hún hafi verið heilaþvegin, og orðið að þola bæði barsmíðar og nauðganir. „Þær eru nokkuð grófar á að líta“ segir Lange um þær senur myndarinnar sem lýsa stofnanavist Frances. „Maður gat fundið jafnvel upptökuliðið fyllast þunglyndi meðan á tökum stóð. En ég held að það sé ekki gert of mikið úr þessu. Fólk verður ein- faldlega að gera sér grein fyrir því að geðsjúkrahús á fimmta áratugnum stóðu fyrir skítug gólf og frumskóga- lögmál“. Kim Stanley Myndin tekur einnig fyrir hið áhrifa- mikla samband Frances og móður hennar, flókin tengsl sem byggðust bæði á ást og hatri. Lange og Kim Stanley unnu mánuðum saman í spuna- tímum áður en tökur hófust. Stanley, sem er næstum goðsagnakennd sviðs- leikkona, hefur aðeins leikið í tveimur öðrum myndum, „Séance on a Wet Afternoon“ og „The Godess“. Það er óþarfi að taka það fram að ég var taugaóstyrk“ viðurkennir Lange þegar hún ræddi um samstarf sitt við Stanley. „Hún hafði leikið öll þau stórkostlegu hlutverk sem ég hafði látið mig dreyma um. En eftir fyrstu vikuna leið okkur mjög notalega og þetta var ein sú stór- kostlegasta reynsla sem ég hef orðið fyrir“. Eitthvað sérstakt gerðist greinilega milli kvennanna tveggja, því Stanley, sem ekki er hrifin af blaðaviðtölum, kom á óvart þegar hún reyndist fús til að ræða um Jessicu Lange. „Það er nokkurnveginn ómögulegt fyrir Jessicu að ljúga“ byrjar Stanley. „Hennar líkar eru sjaldgæfir. Ég minn- ist þess ekki að hafa upplifað aðra eins reynslu með leikkonu síðan ég vann með Geraldine Page eða Vivian Nathan. Hún grípur það sem maður gefur. Það er ekkert falskt í henni sem leikkonu sem persónu“. Stanley er þekkt meðal leikara fyrir spunatækni sína, nokkuð sem Lange hefur aldrei lagt stund á af alvöru. „Jessie var ótrúleg“ bætir Stanley við. „Fjöldi fólks veit ekki af hverju það spinnur. Það vill bara tala sig í hel sam- kvæmt ráðleggingum þessara bóka um spuna sem mér finnast alltaf jafn brjál- æðislega fyndnar. Jessie var nógu skyn- söm til að vita betur: við ræddum aldrei samskiptin. En mikilvægasti eiginleiki hennar er þessi einstaki heiðarleiki. Eg fullyrði að hún veit ekki hvernig á að ljúga“. Skin og skúrir Lange segir einnig heiðarlega frá gengi sínu í lífinu, skininu og skúrun- um. í upphafi áttunda áratugarins hélt hún til New York og París, lagði stund á látbragðsleik og varð nokkurs konar tímaskekkju-hippi. í Greenwich Village þjónaði hún til borðs á veitinga- staðnum Lion’s Head, sem orðlagður er fyrir rifjasteikur og slagsmál. Hún varði afgangi vökutíma síns í leiklistar- Jessica Lange sem Frances Farmer: „Þetta gæti allt eins komið fyrir mig . . .“ MYNDMÁL 23

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.