Myndmál - 01.07.1983, Page 26

Myndmál - 01.07.1983, Page 26
SAMNORRÆN KVIKMYNDA HÁTÍÐ ÁHUGAMANNA í REYKJAVÍK DAGANA 21.-24. JÚLÍ Á 5 ára afmæli S.A.K. Frá 30. september 1978 hafa verið uppi Samtök Áhuga- manna um Kvikmyndagerð (SÁK) sem hafa það að mark- miði sínu að efla kvikmynda- gerð áhugamanna á íslandi. Innan vébanda þessara sam- taka hafa starfað u.þ.b. 100 meðlimir sem aðallega vinna á 8 mm filmu. SÁK heldur í febrúar ár hvert kvikmynda- hátíð þar sem félagsmenn og aðrir sýna afrakstur blóðsins, svitans og táranna undangeng- ið misserið. Einnig hafa sam- tökin gengist fyrir námskeið- um í hinum ýmsustu þáttum kvikmyndagerðar með at- vinnumenn sem leiðbeinendur og farið hefur verið í heim- sóknir í upptökusali kvik- myndagerðarmanna til fróð- leiks og ánægju. Fréttabréf Samtakanna hefur einnig komið reglulega út og miðlað leiðbeiningum, tækjakynning- um o.fl. til félagsmanna. SÁK á aðild að Nordens Film og Videoamatörer, sam- eiginlegum samtökum allra Norðurlandanna og hefur sent myndir á hátíðir þessara sam- taka. Ekki þurfum við islend- ingar að skammast okkar mjög fyrir frammistöðuna gagnvart frændum okkar eins og sjá má á meðfylgjandi lista yfir verðlaunamyndir. Og nú, þegar líða fer að fimm ára afmæli SÁK er kom- ið að íslandi að halda þessa samnorrænu hátíð. Hún fer fram í Álftamýrarskóla dag- ana 21.—24. júli n.k. Dag- skráin er byggð upp þannig að á laugardeginum 22. og sunnu- deginum 23. verða sýndar þátttökukvikmyndir og þær dæmdar af norrænni dóm- nefnd. Valin verður besta kvikmyndin í hverjum flokki (16 ára og yngri, 17—24 ára og 25 ára og eldri), einnig fá löndin stig eftir gæðum kvik- myndanna og það land sem fær flest stig er valið besta kvikmyndalandið. Á laugar- dagskvöldið verður haldin samkoma þar sem verðlaunin verða afhent. Á sunnudegin- um fer svo þing NFV fr&m. Það skal tekið fram að þátt- tökurétt í mótinu eiga allir áhugamenn um kvikmynda- gerð, óháð því hvort þeir séu félagar í SAK eða ekki. Menn þurfa aðeins að tilkynna þátt- töku til Sveins Andra Sveins- sonar í síma 3 11 64. Komið það til að þátttaka verði svo mikil að samanlagður sýning- artimi myndanna fari yfir 75 mínútur verður SÁK að velja úr bestu myndirnar. Senda má inn myndir á 16 mm og 8 mm filmu auk þess sem leyfilegt er að nota video. Aðgangur að hátíðinni er frjáls öllum sem áhuga hafa og hvetja SÁK menn alla kvik- myndaáhugamenn til að koma og kíkja á það besta sem gert hefur verið á Norðurlöndun- um síðastliðið ár. SÁK hyggjast ennfremur standa fyrir Þórsmerkurferð dagana 25.—28. júlí þar sem dagurinn færi í kvikmynda- leiðangra og á kvöldin væru fyrirlestrar, rabbfundir og myndasýningar. Norræni Menningarsjóðurinn niður- greiðir ferðakostnað þannig að ferðin verður mjög ódýr, ca. 900 kr. alls fyrir ferðir og gist- ingu. Sem fyrr er öllum heimil þátttaka í þessari ferð. En hér á eftir fer listi yfir verðlaunamyndir á kvik- myndahátíðum SÁK frá upp- hafi og einnig yfir íslenskar verðlaunamyndir á norrænu hátíðinni. 1979: Yngri flokkur: „Austurstræti“ eftir Bjarna Einarsson. Eldri flokkur: ,,Listaverk“ eftir Kristberg Óskarsson. NFV-hátíðin: „Listaverk“ hlaut brons í flokki 17—24 ára. 1980: Yngri flokkur: „Fyrsta ástin“ eftir Helga Má Jónsson, Ásgrim Sverrisson og Hall Helgason. Eldri flokkur: „Torfubruninn" eftir Krist- berg Öskarsson. NFV-hátíðin: „Dimmur hlátur“ eftir Benedikt Stefánsson hlaut brons í flokki 16 ára og yngri. 1981: Ýngri flokkur: „Voðaskot“ eftir Helga Má Jónsson, Gunnar Richardsson og Lárus Vilhjálmsson. Eldri flokkur: Engin verðlaun. NFV-hátíðin: „Sætbeiska sextánda árið“ eftir Davíð Þór Jónsson o.fl. hlaut gull í flokki 16 ára og yngri. „Haustdagar" eftir Gunnar Sigurðsson og Guðmund ????????son hlaut viðurkenn- ingu í flokki 17—24 ára. 1982: Yngri flokkur: „Óskabarn,, eftir Ásgrím Sverrisson, Hall Helgason og Helga Má Jónsson. Eldri flokkur: „Smiðurinn“ eftir Karl Jeppesen o.fl. NFV-hátíðin: „Barðinn" (höf. óþekktur) hlaut silfur og var valin besta myndin i flokki 16 ára og yngri. „Oskabarn“ hlaut brons í flokki 17—24 ára og „Smiður- inn“ hlaut viðurkenningu í flokki 25 ára og eldri. 1983: Yngri flokkur: „Morgundagurinn“ eftir Hjört Sverrisson og Svavar Þorsteinsson. Eldri flokkur: „Félagsstarf aldraðra i Kópa- vogi“ eftir Martein Sigurgeirs- son. 26 MYNDMÁL

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.