Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 12
12 9. mars 2018fréttir Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 Lekar úr Piana-hjónabandinu: n Fylgjendur Rich Piana ráðast að Söru n Hótaði henni lífláti M enn sem fylgja vaxtar- ræktarfrömuðinum Rich Piana út yfir dauða og gröf ganga á netinu hart fram gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Söru Heimisdóttur. Þeir hafa stofnað til undirskriftasöfnunar undir þeim formerkjum að koma í veg fyrir að Sara fá nokkurn arf úr búi Piana, sem lést í fyrrasumar. Ríflega fimm þúsund manns hafa skrifað undir og er markmiðið, að því er virðist, að henni verði vísað frá Bandaríkjunum. Fylgjendur Piana hafa í þessari herferð sinni dreift ýmsum gögn- um, upptökum og lögregluskýrsl- um svo dæmi séu nefnd, til þess eins að sverta orðspor Söru, að því er virðist. Hún er sögð hafa stolið fé af Piana, verið háð fíkni- efnum og verið handtekin fyrir búðarhnupl. Þeir nefna þó ekki að átrúnaðargoð þeirra virðist hafa sýnt af sér síst skárri hegðun, svo sem að selja stera og hóta að berja og drepa Söru. Sara og hjónaband hennar og Rich Piana vakti mikla athygli hér á landi. Athyglin beindist þó fyrst og fremst að lúxuslífi þeirra. Þau giftust í Las Vegas árið 2015. Hjónabandið entist ekki lengi og haustið 2016 var greint frá því að þau væru skilin. Rich birti stuttu síðar myndband þar sem hann sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Söru. Hann lést svo í fyrrasumar og sagði Sara þá að þau væru enn hjón í lagalegum skilningi. Hótar ítrekað að berja hana Fyrir nokkrum mánuðum var um hálftíma langri upptöku lekið á netið þar sem má heyra Rich Piana ausa fúkyrðum yfir Söru. Augljóst er að Sara stóð að baki upptök- unni og má telja líklegt að þetta sé myndbandið sem Sara vitnaði í í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í nóvember árið 2016. Rich hafði þá nýlega sagt að Sara hefði bara giftst honum til að fá græna kortið. „Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi. Þar fær fólk að sjá mikið slæmt,“ sagði Sara í Brennslunni. Í upptökunni má heyra Rich öskra og æpa á hana meðan hún svarar grátklökk. Hann hótar henni ítrekað að hann muni berja hana til óbóta. Rich sakar hana um að hafa stolið fé af sér til þess að fjármagna kaup á fíkniefnum og því virðist Sara ekki neita. Hann hótar að drepa hana og á einum tímapunkti vill hann fara í slags- mál við hana. „Ég veit ekki hvað ég á að segja Sara, þú vilt þetta ekki og vildir það aldrei. Það eina sem ég get gert núna er að berja þig í klessu. Það er það eina sem ég get gert, því þú hlustar ekki á mig. Þess vegna ættir þú bara að hunskast í burtu. Fara aftur til Íslands og úr húsinu mínu. Við getum ekki verið í sam- bandi því þú gerir ekki það sem þú þarft að gera nema ég berji þig til óbóta. Ég vil ekki þurfa að berja þig því það eru svo margar aðr- ar fallegar konur þarna úti sem myndu deyja fyrir tækifærið til að vera með mér,“ segir Rich eftir um tuttugu mínútur. Örfáum mínút- um síðar heyrast skellir eins og slegið sé í skinn og Rich segir: „Ég mun berja andlitið á þér sundur og saman.“ Handtekin Fyrrnefndir fylgjendur Rich telja þessa upptöku afhjúpa Söru og full- yrða að núverandi kærasti henn- ar, Chris nokkur Miller, hafi reynt að selja slúðurmiðlinum TMZ upp- tökuna. Þeir birta svo lögregluskýr- slur og myndir lögreglu, svokall- að „mugshot“, af henni. Samkvæmt þessum skjölum var Sara handtekin í mars árið 2017 vegna búðarhnupls í Orlando í Flórída. Sara er sökuð um að hafa stolið skartgripum að verð- mæti um átta þúsunda króna. n Meðan allt lék í lyndi Rich og Sara giftust í Las Vegas. Myndir: instagraM/ricHPiana/saraPiana Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Morðhótanir, búðarhnupl, dóp Handtekin Sara var handtekin vegna búðarhnupls í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.