Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 60
60 9. mars 2018 Í slenskar fjölskyldur geta verið flóknar. Á heimsvísu erum við með hæsta hlutfall barna sem fæðast utan hjónabands en hér er að sama skapi almennt já- kvæðara viðhorf til einstæðra for- eldra og hjónaskilnaða. Ein af- leiðing þessa er fjöldi samsettra fjölskyldna, en lengi hefur sú hugmynd verið við lýði að af- brýðisemi, samskiptaleysi og al- menn vandræði fylgi óhjákvæmi- lega þannig fjölskyldum. En það er svo sannarlega ekki alltaf þannig. Vinna Vel saman Jórunn Steinsson er í sambandi við Böðvar Rafn Reynisson en hann átti fyrir dótturina Emilíu með Önnu Dögg Emilsdóttur og soninn Eyþór með Elísabetu Einarsdóttur. Þau eru skemmtilegt dæmi um það þegar samsett fjöl- skylda vinnur vel saman með það allra mikilvægasta að leiðarljósi, velfarnað og hamingju barnanna. Í dag eru þær allar þrjár góðar vin- konur. „Ég var bara 21 árs gömul og vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í. Það sem bjargaði mér alveg til að byrja með var Anna Dögg og að sjálfsögðu krakkarnir og Böddi. Þau tóku mér strax eins og einni af fjölskyldunni og það sama má segja um foreldra Önnu Daggar. Ég var fljót að aðlagast miðað við aðstæður, nýskriðin yfir tvítugt. Aðeins síðar kynntumst við Lísa, mamma Eyþórs, og við tölum saman nánast á hverjum degi, um börnin eða um eitthvað allt annað,“ segir Jórunn. Vissi að henni Væri treystandi Jórunn kynntist Bödda fyrir átta árum en þá var Eyþór að verða í tveggja ára og Emilía var fjögurra ára. Jórunn var ung en tók hug- myndinni um móðurhlutverkið opnum örmum og var staðráðin í að gera sitt besta. „Ég man nákvæmlega hvenær ég vissi að Jórunni var alvara með nýja móðurhlutverkið. Það var þegar ég var að vafra á Facebook og sá hana bjóða í falleg barnaföt á sölusíðu. Þá vissi ég að þessari ungu konu var treystandi fyrir barninu mínu og hún ætlaði sér greinilega að hugsa vel um börn- in,“ rifjar Anna upp og Jórunni eru augljóslega skemmt yfir þessari minningu. Í heildina eiga þær þrjár, eða „sammæðurnar“ eins þær kalla sig, alls átta börn. Sameiginlegt forræði er í tilvikum Eyþórs og Emilíu. Emilía býr núna hjá Jór- unni og Bödda því Anna Dögg býr í Noregi. Hún fer þó reglulega út til mömmu sinnar og Anna kemur líka oft til landsins. Eyþór er nokk- uð jafnt hjá Jórunni og Bödda og svo Lísu. „Hún elur Eyþór upp jafn mikið og ég og við ræðum reglulega saman um uppeldið. Dóttir mín, systir Eyþórs, er þriggja ára og er komin í sína aðra lyfjameðferð. Alltaf hefur Jórunn verið til stað- ar og ég get leitað til hennar eftir ráðum. Þetta gengur allt eins og í sögu og við erum þrjár frábærar saman,“ segir Lísa. Áður en Jórunn kom inn í líf Bödda kynntust Lísa og Anna Dögg, Emilía var tveggja ára göm- ul þegar Eyþór fæddist. „Ég dýrkaði Önnu Dögg strax. Hún er ofboðslega hress og glað- lynd svo erfitt er að líka ekki við þessa hjartahlýju konu. Við erum þrjár að ala upp þessi börn ásamt okkur Bödda og okkar mökum. Jórunn kom inn í líf Eyþórs þegar hann var bara eins árs gamall. Fyrst var ég efins og sá bara eitthvert of- urmódel og hugsaði að hún myndi gefast upp strax. En hún fór ekki fet, hún er ekki bara stjúpmóðir, hún er sammóðir,“ segir Lísa. stjúp-orðið stingur Sammæður er orð sem þær hafa tileinkað sér og nota mikið. Orðið virðist passa vel við samheldni og afstöðu þeirra allra. „Já, þær byrjuðu á því einhvern tímann. Eða Lísa held ég, ég dýrk- aði það strax. Stjúp-orðið hefur alltaf stungið mig smá. Sennilega „vonda stjúpan“-tengingin, finnst það vera einhvers konar aftenging við barnið,“ segir Jórunn. Eins og áður kom fram áttu Jór- unn og Anna Dögg í samskiptum frá upphafi og hún tók henni strax sem sammóður, lét henni líða eins og hún gæti þetta og myndi ekki sjá eftir þessu stóra skrefi. Í raun umbylti þetta algjörlega lífs- stefnu Jórunnar sem var ekki viss á þeim tíma hvort hana langaði yf- irleitt að eignast börn. „Það er langt síðan farið var að pressa á mig og Bödda að bæta við í barnaskarann. Fólk gengur svo langt að segja að ég sé bara hreint ekkert móðir fyrr en ég hef komið einu stykki út úr sjálfri mér persónulega og það var sagt við mig síðast bara í janúar,“ seg- ir Jórunn. „Sumir virðast telja sig þurfa að sannfæra mig um það að ást manns á manns „eigin“ barni sé alltaf meiri, en ég er hreinlega ósammála. Upphaflega planið mitt var aldrei að eignast börn, en lífið valdi annað og ég hef ekki fyrir mitt litla líf séð eftir því eða hugsað þetta öðruvísi,“ bætir hún svo við. Jórunn nefnir að Böddi eigi líka mikinn þátt í hve tengslin eru góð. „Já, maður reynir alveg að treysta barnsföður sínum að velja vel. Og það eina sem ég vissi um Jórunni á þessum tímapunkti var að mér fannst hún svakalega sæt!“ segir Anna Dögg og hlær. „En svo kom traustið, síðan þá hef ég sagt Bödda að ef hann heldur ekki vel í hana þessa sé mér að mæta,“ bæt- ir hún við, enn þá kímin. Hvað með allar ömmurnar og afana? „Öll tuttugu?“ hlær Jórunn. „Það taka allir hlutverk sitt alvar- lega. Mamma mín blómstrar al- veg hreint. Hún skammar mig þegar hún fær ekki allar upplýs- ingar um öll börnin og tækifæri til að taka þátt í öllu, voða sætt,“ segir Jórunn. „Uppeldisaðferðir eru ólíkar og virðing fyrir öllum fjölskyldu- einingum er mikilvæg. Þannig forðumst við árekstra best,“ bætir Anna við að lokum. „Hún er ekki bara stjúp- móðir. Hún er sammóðir“  Flókin fjölskyldumynstur á Íslandi  Vinna vel saman með hagsmuni barnanna að leiðarljósi steingerður sonja Þórisdóttir steingerdur@dv.is „Ég man nákvæmlega hvenær ég vissi að jórunni var alvara með nýja móðurhlutverkið. Það var þegar ég var að vafra á Facebook og sá hana bjóða í falleg barnaföt á sölusíðu. Þá vissi ég að þessari ungu konu var treystandi fyrir barninu mínu og hún ætlaði sér greinilega að hugsa vel um börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.