Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Blaðsíða 46
46 fólk - viðtal 9. mars 2018 Ekkert nálgunarbann Þegar ástandið var sem verst óskaði Hildur oftar en einu sinni eftir nálg­ unarbanni. Ekki var orðið við því þrátt fyrir hótanir og að Magn­ ús hafi komið óboðinn að heimili hennar. Það er einnig athyglisvert í ljósi þess að önnur kona, Hanna Kristín, sem Magnús er sakaður um að hafa beitt ofbeldi í Texas, fékk nálgunarbann á Magnús. Þá gekk Hildur lengi með neyðar­ hnapp á sér og varð að beita hon­ um þegar henni fannst sér ógnað. Hildur segir Magnús hafa brot­ ið rúðu hjá henni og troðið hlut­ um upp í púströr á bíl hennar. Þegar Hildur fékk fregnir af því var hún stödd hjá lögreglu til að leggja fram kæru á hendur Magnúsi út af öðru máli. Í símanum var nágranni hennar sem lýsti því hvernig Magn­ ús hefði troðið fötum og plastflösk­ um í púströrið á bíl hennar. „Ég fékk aldrei nálgunarbann! Það þótti ekki nóg að hann væri búinn að senda mér ógeðslega pósta sem ég sýndi þeim. Þeir töldu samt að ég þyrfti neyðar­ hnapp og ég gekk með hann á mér í sex mánuði. Ég var ekki búin að ná mér andlega á þessum tíma og taldi aldrei neitt nógu merkilegt til að ýta á neyðarhnappinn.“ Í eitt skipti lét Hildur verða af því að nota neyðarhnappinn, en það gerist eftir hvatningu frá vini. Það var barið harkalega á glugg­ ann svo hann brotnaði. Þar var Magnús á ferð. Þegar rúðan brotn­ aði lagði hann á flótta. „Hann ætlaði sér þá að koma inn, barði í rúðuna svo fast að hún brotnaði. Þarna var hann að sækja hluti sem hann taldi sig eiga en þegar rúðan brotnaði forðaði hann sér. Þarna voru börnin með honum í bílnum. Þegar ég ýtti á hnappinn var lögreglan fljót að bregðast við. Ég var oft búin að hringja á lögregluna, nágrannarn­ ir líka. Hann hafði áður komið og verið með læti úti í garði.“ Bréf til dætra „Ég veit að þið elskið pabbi ykkar ekk­ ert síður en þið elskið mig og þið viljið að sjálfsögðu vera í sambandi við hann og ég ætla alls ekki að standa í vegi ykkar með það í fram­ tíðinni ef honum tekst að halda sig á beinu brautinni. Þið bara verðið að skilja að ég er hrædd, hrædd um ykk­ ur, ég treysti honum bara ekki 100% fyrir ykkur og hef aldrei gert, ekki einu sinni þegar við bjuggum saman, það vitið þið vel.“ Braust inn Þótt nú sé að verða komið á fjórða ár frá því að Hildur flúði að heiman er Magnús enn skráð­ ur með lögheimili hjá henni. Það þýðir að hún fær ekki meðlag. Þá hefur Barnavernd haft afskipti af fjölskyldunni, og hófust þau áður en þau slitu sambandinu. Son­ ur Magnúsar og Hildar greindi kennara í skóla sínum frá því að pabbi hans hefði lamið mömmu. „Það var í desember 2014 sem hann sagði frá því í skólan­ um: „Pabbi ber mömmu mína.“ Skólinn tilkynnti það til Barna­ verndar. Magnús neitaði öllu og ég vildi ekki styggja hann. Þorði ekki að segja sannleikann. Þegar ég fór frá Magnúsi lagði ég fram kæru nokkrum dögum síðar og það fór til Barnaverndar, taldi ég að ég myndi fá þeirra stuðning til að láta börnin ekki til hans. Ég myndi aldrei vilja hindra að börnin heim­ sæktu föður sinn og ég hef aldrei gert slíkt en þarna átti Barnavernd að taka út heimilið og meta hvort hann væri hæfur til að hafa börnin hjá sér miðað við okkar sögu.“ Laufey tekur undir það en hún kveðst hafa farið í ófáar ferðir með Hildi systur sinni með gögn til Barnaverndar. „Magnús var búinn að láta þau horfa upp á alls konar viðbjóð en hjá Barnavernd var viðkvæð­ ið alltaf að börnunum skyldi leyft að fara,“ segir Laufey. „Barnavernd brást mánuð eftir mánuð og lagði það í hendur systur minnar, sem var að koma úr 17 ára ofbeldissam­ bandi, að meta hvort hún treysti Magnúsi til að hafa börnin. Þá var það líka lagt í hendur barnanna að spyrja þau hvort þau vildu fara til pabba síns. Þetta eru galin vinnu­ brögð. Þarna átti Barnavernd að skoða heimilið en ekki spyrja fólk sem var rétt að taka sín fyrstu skref í átt að bata,“ segir Laufey „Ég fékk ekki stuðning til að koma í veg fyrir að þau yrðu send aftur á stríðssvæðið,“ segir Hild­ ur. „Ég fékk heldur ekki nálgunar­ bann en ég átti að ganga með ör­ yggishnapp og á sama tíma átti ég að senda börnin til hans. Það er ekki hægt að fá rétta útkomu út úr þessu dæmi.“ Dóttir vitnar um ofbeldi „Hann varð brjálaður þegar hann áttaði sig á að krakkarnir voru að fara í Barnahús til að vitna um of­ beldið á heimilinu,“ segir Hildur um það þegar Magnús uppgötvaði að Barnavernd væri að skoða þeirra mál eftir skilnaðinn. Hildur furðar sig á að alltaf séu börnin dregin í vitnastúku um mál for­ eldra sinna. „Það hafa verið mörg vitni að andlega ofbeldinu og nokkrum sinnum því líkamlega og margir sáu ummerki eins og mar­ bletti og aðra líkamlega áverka eft­ ir barsmíðarnar. Af hverju var það fólk ekki kallað til?“ Þegar fimmtán ára dóttir Hildar bauðst af sjálfsdáðum til að vitna um hvernig ástandið hefði verið á heimilinu, var hún kölluð nið­ ur á lögreglustöð. Þar sagði stúlk­ an samviskusamlega frá öllu sem hún hefði orðið vitni að. Um svip­ að leyti fór Magnús til útlanda í meðferð og seinna á geðdeild hér heima. Þegar hann var kominn í þokkalegt stand skiptust þau á að hafa krakkana. En þegar loks átti að leggja fram kæru á hendur Magnúsi vegna heimilisofbeldis frétti Magnús af því. „Þá tók hann stelpuna með sér niður á lögreglustöð og lét hana draga framburðinn til baka. Svo hringdi lögreglan í mig og sagði: „Já, við ætluðum að kæra hann fyrir heimilisbrot, en dóttir þín er búin að draga framburðinn til baka, hún er eina vitnið“,“ útskýr­ ir Hildur og bætir við: „Ég spurði, hvaða vitleysa þetta væri, hún er barn sem kemur til ykkar í fylgd með brotamanninum til að draga kæruna til baka. Ég var svo reið að þetta væri mögulegt.“ Einkennilegar ákvarðanir Nú þremur árum eftir að Hildur ákvað að slíta sambúðinni er ekki enn búið að skipta eignum þeirra. Hafa Hildur og Magnús staðið í málaferlum. Þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt henni í vil í tvígang hefur hún á fjórða ár ekki fengið það sem henni ber. Segja bæði Hildur og Þorsteinn að Magnús hafi ítrekað komið sér hjá því að mæta hjá sýslumanni. Lög­ maður Magnúsar er Helga Mel­ korka Óttarsdóttir hjá Logos lög­ mönnum. „Sú kona er ekki vönd að virðingu sinni,“ segir Þorsteinn. Þann 18. mars 2015 var farið fram á opinber skipti. Þann 29. apríl sama ár úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness um opinber skipti og skipaði jafnframt skiptastjóra. Þann 6. nóvember 2015 úthlut­ aði skiptastjóri svo Magnúsi yfir­ ráðum yfir félögum þar sem miklir fjármunir voru geymdir sem voru í eigu Hildar og Magnúsar. „Magnúsi, ásamt sínum lög­ fræðingi, hefur tekist að draga málið og nýta sér seinagang þess sér í hag,“ segir Þorsteinn. Meðan á málaferlum stóð ákvað skiptastjórinn, Þyrí Steingrímsdótt­ ir, að ekki væri ástæða til að frysta reikninga þar til niðurstaða fengist í málið. Að mati Þorsteins gerði Þyrí afdrifarík, óaftur kræf mistök. Magnús hefur því getað nýtt þá fjár­ muni sem hann og Hildur höfðu aflað, eftir sínu höfði en hann hef­ ur haft yfirráð yfir nokkrum fjölda félaga. Það má færa rök fyrir því að Magnús hafi fengið yfirráð og ver­ ið úthlutað eignum og fjármunum Hildar til eigin nota. Héraðsdómur felldi úrskurð þann 29. júní 2016 og var niður­ staðan að eignum skildi skipt jafnt. Tekið var tillit til þess að Hildur hefði í upphafi sambandsins feng­ ið fyrirframgreiddan arf frá for­ eldrum sínum og nýtt þá peninga til að kaupa íbúð þegar þau voru að byrja að búa. Einnig hafði Magn­ ús verið í vinnu hjá Þorsteini. Um miðjan september 2016 staðfesti Hæstiréttur dóminn. Í október átti Magnús að láta Hildi fá helming eignanna en töluverður tími hefur farið í eignaleit. Um nokkurra mánaða skeið þokaðist málið ekk­ ert áfram. Skiptastjóri treysti sér ekki til að sinna verkinu einn. Þá var skipaður matsmaður og skil­ aði hann loks niðurstöðu sinni nú í janúar. Hvenær matsmaður var skipaður liggur ekki fyrir en fyrsta boðun var undir lok apríl og mats­ maður því líklega verið skipaður í þeim mánuði. Allt þetta hjálpaði til við að draga í um þrjú ár að Hildur fengi það sem hún átti rétt á. Varð hún því að treysta á fjölskyldu sína til að standa straum af lögfræði­ kostnaði og hafa í sig og á. „Það er komið á fjórða ár síðan ég gekk út. En bíddu við, þá finn­ ur lögfræðingurinn út úr því að samkvæmt einhverjum lögum sé hægt að biðja um yfirmatsmann,“ segir Hildur og bætir við að Magn­ ús hafi dregið beiðni sína um yfir­ matsmann til baka þegar hann áttaði sig á að hann þyrfti að bera kostnaðinn af því einn. „Það hafa verið stunduð mann­ réttindabrot á Hildi,“ segir Þorsteinn. „Það er búið að þvæla þetta mál í þrjú ár og Magnús hefur nýtt sér svifaseint kerfi og lögfræðinga sem og fjármuni fyrrverandi konu sinnar til að brjóta á henni. Þetta er galið!“ Þorsteinn bendir á að þar sem ekki sé búið að klára þeirra mál fái Magnús helming af barnabótum og þá fær Hildur ekki meðlag á með­ an þau eru skráð á sama stað. Þetta er mál sem dómsmálaráðherra og umboðsmaður Alþingis þurfa að taka til skoðunar. Ekki bara Hildar vegna, það eru fleiri konur þarna úti sem hafa án efa þurft að fara í gegnum sama ruglið.“ Þá gagnrýnir Hildur að eignir hafi ekki verið frystar á meðan væri verið að taka ákvörðun um hvern­ ig eignum yrði skipt. „Sú ákvörðun að frysta ekki eignir okkar hefur valdið miklu tjóni. Í þrjú ár hefur Magnús getað farið með pening­ ana okkar eins og hann vill.“ Þorsteinn bætir við: „Það á enginn skiptastjóri að afhenda eignir og halda að það verði dæmt á einhvern hátt.“ Meðan á málaferlum stóð átti Magnús í eldfimu sambandi við Hönnu Kristínu Skaptadóttur. Því sambandi lauk eftir að Magn­ ús lagði á hana hendur en um það hefur ítrekað verið fjallað í öllum miðlum. Magnús dvaldi nýverið um skeið í Harrods­hverfinu í London, dýrasta hverfi borgarinnar. Magnús hefur nú tekið ákvörðun um að flytja til borgarinnar. „Hann er enn skráður með lög­ heimili hjá mér. Ég spurði hann um daginn, úr því að hann væri að flytja, hvort hann myndi þá ekki færa lög­ heimili sitt. Hann sagðist þá ætla að ræða við lögmanninn sinn. Það er skelfilegt að hafa sama lögheimili og hann. Ég fæ síðan til mín allar stefn­ ur sem berast á hendur honum og er stöðugt minnt á ofbeldismann­ inn. Það er búið að valda ómældu tjóni með röngum ákvörðunum. Ég er uppgefin,“ segir Hildur. „Það var átak að fara. Þetta er eins og að koma út úr skápnum. Þú ert virkilega að átta þig og viðurkenna að þú hafir orðið fyrir þessu of­ beldi og öllu því sem gekk á. Þetta var ekkert líf og þegar þú heldur að þú sért hólpin tekur annars konar ofbeldi við sem íslenska ríkið tek­ ur þátt í. Ég hef enga orku lengur. Það er búið að brjóta mig niður. Það versta er að hið opinbera hefur tekið þátt í því, íslenska ríkið. Þetta er lífsreynsla sem enginn á að upp­ lifa. Þess vegna segi ég þessa sögu, fyrir mig. Fyrir aðrar konur.“ DV hafði samband við Magn­ ús Jónsson. Magnús valdi að tjá sig ekki um þær ásakanir sem Hildur ber á hann í samtali við DV. Að­ spurður um hvort hann hefði beitt Hildi ofbeldi í sambúð þeirra sagði Magnús: „Ég hef ekki áhuga á að munnhöggvast við hana.“ Þá segir Magnús enn fremur: „Mér finnst þetta ekki svara­ vert. Þetta snýst fyrst og fremst um fjármuni. Hún er búinn að vera að ófræja mig frá því að sambandinu lauk.“ Aðspurður um hvort hann hafi beitt Hildi ofbeldi kveðst Magnús hafna þeim ásökunum al­ farið. „Hún kærði mig en þær ákær­ ur voru látnar falla niður. Ég vil því ekki tjá mig frekar um málið.“ n dómstólar með sitt mat Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ræddi við DV um málið. Á vef DV er að finna lengri útgáfu af viðtalinu. Hildur óskaði margsinnis eftir nálgunarbanni en því var synjað, en hún fékk neyðarhnapp frá lögreglunni. Er það algengt að dómsvaldið telji ekki þörf á nálgunarbanni en lögregluyfirvöld telji hættuna svo mikla að þau útvegi neyðarhnapp?* „Það er hluti af okkar verklagi að gera áhættumat og þá tökum við mið af alls kyns þáttum og metum áhættuna og í þeim málum sem við teljum að öryggi viðkomandi sé hætta búin þá er ein af ráðstöfunum sem við grípum til neyðarhnappurinn og að sjálfsögðu nálgunarbann. En svo eru dómstólarnir með sitt mat á því hvort sé úrskurð­ að nálgunarbanni eða ekki. Þetta eru tveir ferlar og þurfa ekki að hanga saman.“ Það sem hún gagnrýnir lögreglu allra helst fyrir er að hún hafi lagt fram hverja kæru á fætur annarri en aldrei hafi neitt verið gert. „Verklagi var breytt áramótin 2015. Síðan þá höfum við lagt mikla áherslu á þennan málaflokk. Lög­ reglumenn okkar hafa lagt mikið í að taka þetta verkefni föstum tökum og það er núna mjög skýrt verk sem öll mál eru keyrð eftir sem er mjög nákvæmt. Það er eiginlega komið í farveginn. Síðan erum við með eftirfylgni þar sem við förum yfir hvert mál og fylgjum eftir. Eftirlitsheimsóknir eftir að við höfum rannsakað heimilið og til þolenda. Við reynum að fylgja málinu eftir, síðan gerum við áhættumat og gríp­ um svo til sérstakra úrræða í alvarlegustu málunum, svo sem að láta viðkomandi fá neyðarhnapp.“ Braut rúðuna Hildur segir að Magnús hafi barið það harkalega að rúðan brotnaði. Notaði Hildur neyðarhnappinn eftir þessa heimsókn. „Þá tók hann stelpuna með sér niður á lögreglustöð og lét hana draga fram- burðinn til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.